Skv. þessari frétt (á spænsku) þá er Francesco Coloccini búinn að semja við Real Madríd og fer væntanlega til þeirra eftir Ólympíuleikana. Sem þýðir að Josemi verður væntanlega eini varnarmaðurinn sem kemur til Liverpool fyrir þetta tímabil, og ef við tökum mið af hópnum sem er úti í Bandaríkjunum verða eftirtaldir þá varnarmenn Liverpool á næstu leiktíð:
Sami Hyypia, Jamie Carragher, Stephane Henchoz, Steve Finnan, John Arne Riise, Djimi Traoré, Zak Whitbread, David Raven og svo Josemi. Átta leikmenn, eða tveir í hverja stöðu (þótt spurning sé hvort Whitbread og Raven séu nógu góðir til að spila fyrir aðalliðið, enda mjög ungir).
Þetta passar svosem alveg við það sem Benítez sagði á mánudagskvöld þegar hann staðfesti kaupin á Josemi. Þá sagði hann að hann hefði talið sig þurfa framherja og varnarmann og þeir Cissé og Josemi uppfylltu þær kröfur, þannig að nú hefði hann ekki áhyggjur af hópnum. Þannig að það lítur allt út fyrir að Josemi verði síðustu kaup kappans í sumar.
Sem hlýtur að þýða að hann ætlar að nota Murphy og Smicer á hægri vænginn. M’kay, sjáum hvernig það kemur út. Ég held í raun enn í vonina að hann kaupi hægri kantmann … en miðað við þessi orð kappans og fréttirnar af Coloccini þá er það ekkert líklegt.
Uppfært: Ókei, gleymið því sem ég var að enda við að segja um að Benítez væri hættur að versla. Nýjustu fregnir á opinberu síðunni herma að Vladimir Smicer hafi meiðst á hné gegn Celtic og verði frá í a.m.k. 6-8 vikur.
Þannig að miðjumennirnir okkar eru þá: Gerrard, Biscan, Hamann, Diao, Kewell, Murphy og Warnock.
Það er augljóst að Benítez, hvort sem hann vill það eða ekki, verður að styrkja breiddina á miðjunni! Þannig að mér dettur ekkert annað í hug en að hann hendi sér á markaðinn og kaupi a.m.k. einn miðjumann.
Nema að þessi meiðsli þýði það að Le Tallec á aftur sæti í aðalliðinu. En ég efa það … miðað við það hvað Le Tallec átti að hafa sagt við Benítez (krafðist þess að vera fastamaður í byrjunarliði) þá held ég að hann hafi meira gott af því að fara á lán.
En við sjáum til. Þetta er allavega allt of þunnur miðjuhópur og verður að fjölga, hvort heldur sem er Le Tallec eða nýr miðjumaður. Sjáum til.
UPPFÆRT ENN EINU SINNI: Vvvvrrrrúúúúúúúúmmm!!!
Heyrðuð þið þetta? Þetta var hljóðið í einkaþotu Rick Parry að þjóta með Anthony Le Tallec yfir hafið til Bandaríkjanna. Af hverju? Af því að HARRY KEWELL er líka meiddur eftir Celtic-leikinn og mun líklega missa af byrjun tímabilsins!!!!!
Ég er pirraður. Kaupa, núna strax! Vicénte Rodrigues, Ruben Baraja og Xabi Alonso ættu að nægja. Shaun Wright-Phillips og Rafael Van der Vaart myndu alveg duga líka! Við meikum ekki ágúst og september með bara fimm miðjumenn, þar af tvo sem hafa verið tréhestar undanfarin ár (Diao, Biscan), einn sem er of hægur (Hamann) og einn óreyndur (Warnock). Og Murphy, sem er næstum því jafn misjafn og Smicer.
Á að leggja það á Steven Gerrard að biðja hann um að bera miðjuna á herðum sér eina ferðina enn? Neibbs! Ég treysti Benítez og í kjölfar þessarra tveggja meiðsla kemst hann vafalítið að sömu niðurstöðum og við: Sendið eftir Tony LeT … og hringið til Spánar!
Ég held að hann fái Ayala til sín í staðinn, það yrði frábært :biggrin:
Getur Smicer ekki fokking haldið sér heilum þrjá leiki í röð.
Þessi gaur er bara aumingi. Látum hann fara, það er ekki hægt að treysta á menn, sem meiðast á tveggja vikna fresti. Það er ekki óheppni, heldur eru menn bara ekki í nógu góðu formi. Djöfulsins andskotans helvítis rugl.
Núna erum við með nákvæmlega einn mann á miðjunni, sem kæmist í lið hjá Chelsea, Arsenal eða Man United. Hinir eru **ALLIR** meðalmenn.