Á morgun klukkan 10 verður [dregið í undankeppni Meistaradeildarinnar](http://www.uefa.com/competitions/UCL/news/Kind=1/newsId=210904.html). Liverpool er þar í hópi sterkari 16 liðanna, sem liðið mun EKKI dragast gegn. Þar á meðal eru:
Real Madrid, ManU, Juventus, Internazionale, AS Monaco, PSV Eindhoven, Deportivo La Coruña, Dynamo Kyiv og Bayer Leverkusen.
Liverpool mun **EKKI** dragast gegn þessum liðum.
Liverpool mun hins vegar lenda gegn einu af hinum 16 *veikari* liðunum. Eitt þeirra sérstaklega ætti að gefa öllum Liverpool stuðningsmönnum martraðir: **FC Basel**. Ég man enn vel þegar ég horfði á ósköpin í seinni leiknum gegn Basel á Ölveri, meðal tuga stuðningsmanna. Það var hrikalega sárt og má segja að síðan sá leikur fór fram hafi það verið afskaplega erfitt að vera stuðningsmaður Liverpool.
Auk Basel er án efa sterkasta liðið Benfica frá Portúgal. Þarna eru einnig lið einsog Banik Ostrava (gamla liðið hans Milan Baros), Maccabi Haifa frá Ísrael og fleiri lið, sem gætu verið afar erfið viðureignar.
afhverju þurftu kr að missa þetta á Laugardalsvellinum í 2-2 það væri gaman að mæta þeim hehe
Nákvæmlega!! Málið er bara að kr getur ekki sjjitt! Hef fulla trú á FH-ingum á næsta ári í meistaradeildinni og kannski dragast þeir á móti manu eða arsenal þá!