Hægri kantmann, takk!

Staða hægri kantmanns er, einsog staðan er í dag, veikasti hlekkurinn í Liverpool liðinu. Ensku blöðin eru að velta fyrir sér hvað Liverpool geta eiginlega gert nú þegar Smicer er meiddur.

Einhverjir byrjuðu að [orða Liverpool við Damien Duff](http://www.liverpool-mad.co.uk/news/loadnews.asp?cid=TMNW&id=168577), en því var fljótlega hafnað af Chelsea og Duff sjálfum.

Því næst er það Luis Garcia, 23 ára gamall kantmaður hjá Barcelona, sem [Echo orða við Liverpool](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=14487053%26method=full%26siteid=50061%26headline=benitez%2dweighs%2dup%2dnew%2dspanish%2draid-name_page.html). Garcia var í láni hjá Atletico Madrid á síðasta ári og var maður ársins hjá þeim. Það er hins vegar óvíst hvort Barca vilji selja hann. Kannski frekar lána hann í eitt ár.

Enn einu sinni eru Liverpool orðaðir við leikmann, sem ég kannast ekkert við. Það þarf alls ekkert að vera neikvætt. Ég bara fylgist ekki nógu vel með spænska boltanum til að þekkja til Garcia. Það er þó ljóst að Benitez hlýtur að vera nógu skynsamur til að sjá að við þurfum **nauðsynlega** á hægri kantmanni að halda.

Í Echo greininni er líka athyglisverður punktur:

>Steven Gerrard, Danny Murphy, Smicer and Steve Finnan have all been deployed on the right during the tour of North America but the most effective – **Gerrard and Murphy – could well be Benitez’s first-choice partner-ship in the centre** leaving him bereft of options on the right.

Er það málið? Hafa Danny Murphy með Gerrard á miðjunni? Þið verðið að fyrirgefa, en ég hef meira álit á Igor Biscan en Danny Murphy. Murphy er ófær um að spila vel tvo leiki í röð og fullkomlega ófær um að koma meira en helmingi sendinga á samherja.

Helgarfríið…

Le Tallec til St Etienne í vetur!