Vignal kominn til Rangers

Þá er það staðfest að Gregory Vignal mun fara [til Glasgow Rangers](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/3531382.stm) að láni í eitt ár.

Benitez tjáði Vignal í byrjun æfinga að hann myndi ekki fá mörg tækifæri undir sinni stjórn og því var það alltaf ljóst að Vignal myndi fara.

Maður var svo sem löngu búinn að gefa upp þá von um að Vignal myndi blómstra hjá Liverpool, þar sem hann hefur ekkert spilað í mörg ár. Ég var alveg ofboðslega hrifinn af Vignal sem leikmanni þegar hann spilaði fyrir Liverpool. Hann var þá mjög ungur en gríðarlega skemmtilegur leikmaður. Var sterkur varnarmaður og náði vel saman við Riise, sem var þá á vinstri kantinum. Hélt maður þá að þarna væri kominn pottþéttur vinstri vængur hjá Liverpool.

En Vignal meiddist illa og Riise var færður í bakvörðinn og svo hefur ekki verið aftur snúið. Vignal hefur verið í láni hjá öðrum liðum síðustu ár og svo verður áfram í ár. Vonandi að hann blómstri hjá Rangers.

Liverpool 2 – Roma 1 (uppfært)

Josemi í spænska landsliðið