Hvernig verður byrjunarliðið? (uppfært)

Jæja, tveir klukkutímar í GRÍÐARLEGA mikilvægan leik fyrir Liverpool. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn spenntur fyrir því að sjá liðsuppstillingu fyrir Liverpool.

Verður Owen með? Hver verður í markinu? Mun Josemi vera í bakverðinum? Spurningar, spurningar…

Hérna er mín spá

**Dudek (þrátt fyrir að ég vilji miklu frekar sjá Kirkland)**

**Josemi – Carragher – Hyypia – Riise**

**Finnan – Hamann – Gerrard – Kewell**

**Cisse – Baros**

Á bekknum og eiga sjens á að koma inná: Pongolle, Diao. Get ekki séð hverjir fleiri ættu sjens á að spila í kvöld.

Stóra spurningin er hins vegar: **Verður OWEN í liðinu?**

Þessi spenna er að fara með mann 🙂


**UPPFÆRT (Einar Örn)** Ja hérna, ég er aldeilis spámaður. Þetta er akkúrat byrjunarliðið.

Á bekknum eru Owen, Diao, Warnock, Pongolle, Henchoz, Potter og Kirkland.

Liverpool býður í XABI ALONSO

Grazer AK 0, Liverpool 2 (uppfært)