Owen

Þrátt fyrir að Michael Owen hafi í mörg ár verið uppáhaldsleikmaðurinn minn hjá Liverpool, þá get ég ekki einu sinni gert mér upp áhuga fyrir þessum Real Madrid sögum.

Basically, þá eru komin upp [vandamál](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/3553824.stm) með Real Madrid söluna.

Talað var um að Liverpool vildi 10 milljónir punda og annaðhvort Morientes eða Etoo. Morientes spilaði í Meistaradeildinni og getur því bara spilað með Madrid og Etoo var í gær [seldur til Barcelona](http://www.marca.com/edicion/noticia/0,2458,520305,00.html).

Þannig að Madrid hefur ekki neinn framherja til að láta ganga upp í kaupin. Þá vilja Liverpool menn peninga og það virðist vera málið núna. Maður hefur lesið tölur frá 10-25 milljónum punda, þannig að það er engin leið til að gera sér grein fyrir upphæðinni. Það virðist þó vera núna, sem að Real Madrid hafi flest tromp á hendi og að Liverpool menn hafi klúðrað þessum Owen samningamálum all svakalega.

3 Comments

  1. Þú ert þá væntanlega að tala um að þetta mál gæti endað eins og Mcmanaman málið forðum!? Það yrði náttúrulega STÓRSLYS en eigum við ekki að gefa Owen smá breik þar sem hann hefur sagt að hann vilji ekki fara á frjálsri sölu.

    En ég skil ekki plammeringar eins og ég las á netinu um daginn að annaðhvort myndi Owen skuldbinda sig Liverpool út ferilinn eða fara til Spánar núna. Ég er ósammála þessu, drengurinn er ennþá kornungur og á mörg ár eftir í boltanum.
    Ég myndi vilja framlengja samninginn við Owen um 2ár og þá gefst tími fyrir drenginn og nýja þjálfarann að ná saman. Ef það gegnur ekki þá er hægt að selja Owen fyrir feitan pening ÁÐUR en menn er að renna á rassinn með Bosman regluna!

  2. Sammála þér, Svavar. Ég hefði viljað sjá Owen örlítið lengur hjá Liverpool. Gerði mér alltaf grein fyrir því að hann myndi vilja prófa sig hjá liði á meginlandinu einhvern tímann, en hefði bara viljað sjá það eftir 2-3 ár, á svipuðum aldri og Beckham er að gera það.

  3. Auðvitað er það klúður að leikmaðurinn hafi fengið að fífla stjórnarmenn LFC í 16 mánuði í samningaviðreæðunum og ávallt sagt að hann fari ekki á frjálsri sölu frá LFC eins og McManaman gerði. Því í andskotanum skrifar þá ekki þessi litli maur uppá 2ja ára framlengingu eða honum boðinn 1 árs framhald á samningi svo hægt sé að kría út fleiri krónur úr Real???? Mér finnst frábært ef við fengjum GUTI frá Real og jafnvel þessar skítnu 10 m með….það væri í raun æðislegt þar sem GUTI er afskaplega góður miðju/sóknarmaður. En það er ALLT að gerast hjá LFC þessa dagana og ÉG ELSKA ÞAÐ! ÉG ELSKA HERRA BENITEZ!!

Alonso viðræður

Tveir Spánverjar á dag koma skapinu í lag (Uppfært!)