Staðfest: Antonio Nunes skrifar undir þriggja ára samning við Liverpool!.
Hann mun vera í peysu númer 12.
Einsog áður, þá lýsum við eftir upplýsingum um Antonio Nuñez. Hann er 25 ára gamall Spánverji og spilar á hægri kantinum. Hefur verið í varaliði Real Madrid undanfarin ár en var í aðalliðinu í fyrra.
Það að hann hafi ekki spilað nema 10 leiki fyrir aðallið Real í fyrra þýðir ekki að hann sé ekki endilega nógu góður leikmaður, því miðjan hjá Real Madrid er gríðarlega sterk.
Það er augljóst að Rafa Benitez þekkir til Nuñez. Við höfðum aldrei heyrt af Josemi áður en Benitez keypti hann, en það lítur nú út fyrir að hann geti verið gríðarlega sterkur leikmaður. Við vonum að það sé eins með Nuñez.
Svo er bara að vona að hann verði kynntur á blaðamannafundi á föstudaginn með öðrum Spánverja, Xabi Alonso 🙂
En kaupin á Garcia frá Barcelona eru þá líklega fjöruð út? Maður vonar það besta með þennan strák (þó 26 ára sé) en það væri nú samt betra að eiga 2 menn í hægri kannts stöðuna.
Ég er ekki endilega viss um það. Það var alltaf ljóst að Nunez myndi koma. Held að það breyti ekkert um áhuga Benitez á Garcia.
Hef verið poolari frá því ég var pelabarn. Rakst á þessa síðu ykkar um daginn og verð að segja að þetta er snilld hjá ykkur. Gaman að fá skemmtilegar vangaveltur um okkar lið og fleira því tengdu á íslensku.
Keep up the good work. Svo er ég einnig hrikalega ánægður með þá stefnu sem Benitez er að taka með liðið, það hefur alltaf verið ljóst að það þarf leikmenn annars staðar frá en Englandi til að byggja upp alvöru knattspyrnulið. Með því að fá Alonso, Nunes og Josemi held ég að liðið komi til með að verða mjög sterkt þegar fram í sækir. Liverpool hefur alla vega alltaf verið að hjakkast í sama farinu og ekkert gengið. Svo er ég ekkert svekktur með að Owen sé farinn. Sóknarleikur liðsins ætti að geta orðið fjölbreyttari núna með Baros, Cisse og Pongolle, það þarf ekki að leggja allt traust á Owen eins og hefur þurft að gera í gegnum tíðina. Gott hjá Benitez að fá aurinn fyrir Owen til að styrkja liðið þar sem þess er þörf.
jæja, en hvað um það, ég skal hætta að þykjast hafa vit á fótbolta.
Áfram Liverpool
Ég er mjög svo sammála síðasta ræðumanni með þessa síðu. Frábær fyrir svona illa sýkta púlara sem lesa allt sem hægt er um liðið sitt. Gott að fá lifandi umfjöllun á móðurmálinu auk þess að fá ábendingar á skemmtilegar síður hér og þar á netinu. Aðalmálið fyrir lifandi vefsíður er að uppfæra vel og reglulega og svo sýnist mér reyndin vera hér. Fer beint í favorites hjá mér. En að liðinu og Benitez. Maður vill náttúrulega vera bjartsýnn á nýja framkvæmdastjórann og gefa honum tækifæri á að sýna hvað í honum býr. Maður hefur heyrt raddir um að ekki sé gott að selja burtu ensku leikmennina eins og Murphy og Owen og vissulega er það punktur að hjartað í ensku liði þurfi að vera enskt. Ekki spurning að Owen upp á sitt besta er ekkert annað en frábær en eins og hann hefur verið að spila fyrir Lpool síðustu 2 ár eða svo, undir getu og með hálfgerðan fýlusvip þá er kannski eins gott að selja hann og fá þó 8m punda og Nunez fyrir í staðin fyrir ekki neitt (þó svo að Owen undir getu skili alltaf sínum tuttugu mörkum). Og Murphy er ágætur líka, duglegur að skora á móti Man U en líklega ekki þessi aggresívi miðjumaður sem Benitez vill, samanber Valencia miðjan. Benitez segir að hann vilji fá þá leikmenn sem passa fyrir liðið, ekki endilega fræg nöfn og manni sýnist að Josemi sé akkúrat þannig leikmaður. Ef að Nunez lofar jafn góðu og Josemi er að gera þá erum við á réttri leið.
Takk, bæði Krissi og Gauti. Okkur þykir alltaf frábært að fá hrós fyrir síðuna. Við lifum algjörlega á þeim 🙂
Annars eru þetta góðir punktar með þennan enska kjarna. Hef alltaf haft takmarkaða trú á þeirri mítu að það virki svo vel, sérstaklega þegar menn hafa leikið með hangandi haus einsog Owen hefur oft gert.
Málið er einfalt: Hvort viljum við enskan leikmann, sem vill ekki spila fyrir Liverpool, einsog Owen? Eða franskan leikmann, sem getur ekki þagað um það hvað honum langi mikið að spila fyrir Liverpool, einsog Cisse. Valið fyrir mig er auðvelt, ég vel Cisse.
Mér er alveg sama hvaðan leikmennirnir koma, bara svo lengi sem þeir vilji spila fyrir liðið. Það er fyrir öllu. Sjáum bara Arsenal, þeir virðast vera með frábæran liðsanda, þrátt fyrir að bara tveir menn í byrjunarliðinu, Cole og Campbell séu enskir.
Einmitt Einar, þetta er spurning um leikmennina. Ekki þjóðernið.
Og hvað það varðar að Rafa sé að kaupa Spánverja þá er ég ofsalega sáttur við það. Meikar það ekki fullkomið sens fyrir hann að versla á þeim markaði sem hann þekkir best, þar sem hann veit hvaða gæði hann er að fá fyrir peninginn?
Rafa þekkir ekki enska markaðinn … enn sem komið er. Því væri algjört fjárhættuspil fyrir hann að eyða milljónum punda í enska leikmenn bara af því að stuðningsmennirnir vilja að hann kaupi Englendinga. Ég held að þegar hann er búinn að vera sinn fyrsta vetur með Liverpool muni hann eflaust næla sér í einn eða tvo Englendinga, eða allavega menn úr Úrvalsdeildinni, en eins og staðan er í dag er það algjörlega rökrétt af honum að versla Spánverja, þar sem hann þekkir þá langbest!
Og já, takk fyrir hrósið drengir. :biggrin:
[Nunes meiðist á fyrstu æfingu](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N145726040818-1513.htm) :confused: Ekki byrjar hann vel.