Ég er búinn að sjá talsvert mikið spjall á netinu undanfarið um það hvernig Rafa Benítez stjóri muni vilja stilla upp liðinu þegar hann hefur úr öllum sínum leikmönnum að velja. Hann hefur í raun í fyrsta skiptið núna um helgina séns á að stilla upp liði eins og hann vill hafa það, þótt enn séu 2-3 vikur í Nunez, og því eru menn farnir að pæla í mögulegum leikuppstillingum og byrjunarliðum fyrir leikinn á sunnudaginn.
Ein tillagan sem kemur vissulega til greina er 4-4-2, og þá væntanlega með þessu byrjunarliði:
JOSEMI – CARRAGHER – HYYPIÄ – RIISE
LUIS GARCÍA – XABI ALONSO – GERRARD – KEWELL
CISSÉ – BAROS
Þetta er liðið sem að Rafa hefur verið að stilla upp í síðustu leikjum, að því undanskildu að alvöru kantmaður kemur inn fyrir Steve Finnan á hægri vængnum og Xabi Alonso kemur inn á miðjuna í stað Dietmar Hamann.
Hins vegar er einn galli á þessu liði og það er það að Dietmar Hamann detti út úr byrjunarliðinu. Hamann er búinn að vera mjög góður það sem af er af þessu tímabili og því væri í raun ósanngjarnt að hann missti sæti sitt í liðinu.
Því hefur verið mikið talað um að Hamann fái að halda áfram sínu góða starfi sem varnartengiliður og því gæti Benítez valið að fara í 4-3-2-1 (eða sókndjarft 4-5-1) kerfi:
JOSEMI – CARRAGHER – HYYPIÄ – RIISE
GERRARD – HAMANN – XABI ALONSO
GARCÍA ………………………………………. KEWELL
FRAMHERJI
Þarna gætum við nýtt miðjuna til fulls, en með Hamann, Xabi og Gerrard þar á miðsvæðinu værum við ósigrandi, auk þess sem þeir Kewell og García fengju enn meira pláss til að sækja. Þeir yrðu í raun annar og þriðji framherjinn þegar við sækjum … og þá væri hægt að nota þá Baros og Cissé til skiptis í framlínunni á meðan þeir venjast því að vera aðalmenn í liðinu.
Þetta er vissulega eitthvað sem vert er að pæla í – hvort að Benítez vilji á endanum fara í sama leikkerfi og virkaði svo vel fyrir hann hjá Valencia? Þar var hann með David Albelda og Ruben Baraja fyrir aftan leikstjórnandann Pablo Aímar á miðjunni … hann gæti freistast til að vilja spila með Didi Hamann og Xabi Alonso á miðjunni fyrir aftan Steven Gerrard, sem yrði eins konar leikstjórnandi. Hamann væri þá varnartengiliður, Xabi svona út-um-allt miðjumaður og Gerrard sóknartengiliður.
Hvað finnst fólki? Ætti Benítez að fara í 4-3-2-1 kerfið sem svínvirkaði svo rækilega hjá Valencía? Eða ætti hann að halda sig við 4-4-2 og sýna Baros og Cissé smá þolinmæði?
Það má alltaf pæla … en við fáum víst ekki endanlegt svar fyrr en á sunnudag.
Eitt sem gæti bent til þess að Benitez muni spila einhverja útgáfu af 4-5-1, það eru bara 3 sóknarmenn í hópnum, þar af bara 2 með einhverja alvöru reynslu. Ef að hann ætlar að spila í vetur með 2 sóknarmenn í byrjunarliðinu þá væri þetta ansi þunnur hópur.
Ég hef persónulega verið gagnrýninn á 4-5-1 kerfin sem sum lið eru að spila, þeas, að hafa einn gaur frammi í staðinn fyrir tvo í hinu gamla 4-4-2 kerfi. Ég er mjög sáttur við 4-4-2 kerfið (nota það alltaf í CM by the way!) en mér finnst við alveg hafa mannskapinn í 4-3-2-1 kerfið. “Garþía” er víst mjög sókndjarfur sem og Kewell þannig að þeir gætu komið vel út í þessu sem sókndjarfir kantmenn. Smicer og Nunez koma síðan væntanlega til að berjast um þessar stöður þegar bæklunarlæknir LFC hefur spasslað þá saman af góðri snilld. Það væri mjöööög sterkt að hafa Hamann til að bakka uppi Alonso og Gerrard á miðjunni og fá lið í heiminum (já, í heiminum) sem vinna þá miðju…ef einhver! 4-3-2-1 er málið!
Nei nei nei nei nei. Loksins þegar við þurfum ekki á Hamann að halda, skulum við nýta tækifærið og losa hann útúr byrjunarliðinu. Hann er oooof hægur og kemst ekki einu sinni í þýska landsliðshópinn.
Henchoz og Hamann eru bara ekki nógu góðir. Þeir hjálpuðu okkur fyrir nokkrum árum, en ef við viljum taka framförum þá verðum við að taka Hamann útúr byrjunarliðinu.
Og hugmyndin að nota 4-5-1 og fórna þannig BAROS eða CISSE fyrir Dietmar Hamann er VERSTA HUGMYND ALLRA TÍMA! Takk fyrir 🙂
En ef við tökum Hamann út úr liðinu og látum t.d. Le Tallec í staðinn? Eða Biscan? Eða Darren Potter? Eða John Welsh?
Það þarf ekki að vera Hamann Einar … við erum bara að tala um 3ja manna miðlínu almennt. Líst þér ekkert á það, ef það er alvöru maður með Xabi og Gerrard á miðjunni?
🙂
Ok, þá getum við byrjað að tala um þetta. Bara ekki Hamann í liðinu. Ef að Benitez losar sig við Hamann úr liðinu (þarf ekki endilega að selja hann strax), þá er hann búinn að losa sig við þá þrjá, sem fóru mest í pirrurnar á mér, Heskey, Murphy og Hamann.
En væri ekki bara sniðugt að blása til sóknar, spila 3-5-2 með Josemi, Carrager, og Hyypia í vörn
ég skal viður kenna að það gæti þá orðið vandamál meðvængmennina þá Kewell og Garcia þar sem að þeir yrðu sennilega að vera tilbúnir að sinna einhverju varnarhlutverki (meiru en þeir eru vanir) en við kæmum þá vissulega báður framherjunum í byrjunarliðið + að við gætum þá kannski gert gagn úr Diouf og aukið breiddina í liðinu (geri mér grein fyrir því að það er búið að lána hann). En þetta myndi einnig tryggja hina öflugu þriggja manna miðju með Gerrard, Alonso, og Hamann
Held að 4-4-2 leikaðferðin verði notuð að öllujöfnu hjá Rafa. Byrjunarliðið held ég að verði það sama og Kristján skaut upp hér að framan. Eina sem mér dettur í hug er að Cisse detti út vegna bílslys sem hann lenti í og Sinama komi í hans stað. Finnst það samt ólíklegt.
Ég hef aldrei verið spámannslega vaxinn og ætla ég því að spá jafntefli í dag 2-2 með von um að spáin rætist ekki og við vinnum 2-0!!
Bolton liðið er vel mannað en Liverpool á að vinna sína heimaleiki! Svo einfalt er það.