súkkulaði sunnudagsins

Jæja, eru menn búnir að jafna sig eftir gærdaginn? Það eru bara þrír dagar í næsta leik hjá okkar mönnum en það er jú eins og svo oft hefur komið fram áður gegn Mónakó í Meistaradeildinni. Ég get ekki beðið.

Hins vegar er svo sem ekki skortur á slúðri í dag. Það eru helst tvær greinar sem maður þyrfti að tjá sig um. Í fyrsta lagi, þá er talað um að Benítez ætli að versla hjá Valencia í janúarglugganum, en þar sem hann er loksins búinn að ná sáttum í peningadeilunni við sinn fyrrverandi klúbb gæti leiðin loksins verið greið til að ná í eitthvað af leikmönnum þaðan.

Í þessu sambandi eru þeir helst nefndir Roberto Ayala og Miguel Mista, þar sem við þurfum í raun einna helst á að halda að fá góðan miðvörð til að kóvera fyrir Carragher og Hyypiä … og framherja, í staðinn fyrir Owen. Ég verð að viðurkenna að ég væri alls ekki á móti því að fá þessa tvo leikmenn, hins vegar myndi ég ekki vilja borga of mikið fyrir Ayala sem er nú orðinn 32 ára gamall.

Við sjáum til í janúar. Þangað til er til lítils að pæla í þessu.


Hin frétt dagsins er sú að við erum víst að pæla í að kaupa Ibanez, 24 ára gamlan miðvörð hjá Atlético de Madríd. Ég man ekki eftir að hafa séð hann spila en það fer gott orð af honum, og ljóst er að maður mun fylgjast með honum ef Sýn sýnir Atletico í beinni á næstu vikum. Kannski þetta verði óvænt góð kaup eins og með Josemi? Hver veit?


Þá er leiðinlegasta slúðrið sprottið upp aftur: Real Madríd ætla að kaupa Steven Gerrard í janúar!

Gvöð minn góður. Hann svaraði þessu fljótt í vikunni, sagðist ekki vera að fara. Benítez sagði að hann væri ekki til sölu og ef liðið spilar jafn vel á næstu mánuðum og það gerði í gær dettur mér ekki í hug að Stevie G vilji yfirgefa liðið og vængbrjóta það á miðju tímabili. En það stöðvar því miður ekki hrægammana í ensku pressunni, þeir eeelska bara að búa til eitthvað safaríkt um fyrirliðann okkar.


Að lokum, smá tilkynning: Við Einar Örn munum aldrei aftur, ALDREI, halda því fram að El-Hadji Diouf sé nógu góður til að spila fyrir Liverpool FC.

Aldrei. Og af hverju? Jú, af því að hann er ekki fyrr farinn á láni til Bolton að hann gagnrýnir KLÚBBINN, leikmennina, Houllier og bara ALLT sem tengist Liverpool FC.

Eins og góður maður sagði við mig á Players í gær: sá snefilsvottur af virðingu sem maður bar fyrir Diouf hvarf þegar maður las þessi ummæli hans.

Glöggir menn hafa eflaust séð að undanfarna mánuði höfum við Einar talað mikið um það hversu mjög það hryggir okkur að sjá Diouf fara frá Liverpool. Og það var af einni ástæðu: hæfileikar. Það efast enginn um það að hann hefur vissulega hæfileikana til að verða einn af bestu leikmönnum heims og hann sýndi okkur þá hæfileika stöku sinnum í Rauðu Treyjunni.

Hins vegar var ljóst að það var eitthvað vesen á honum utan vallar, það var engu líkara en að forráðamönnum Liverpool líkaði ekki sá persónuleiki sem Dioufy er utan vallar, því þeir virtust staðráðnir í að losa sig við hann.

Þetta áttum við Einar erfitt með að skilja, en eftir þessi ummæli þá verð ég að segja að ég er bara sár. Og reiður. Af því að ég er búinn að vera að verja þetta gerpi með kjafti og klóm á þessari vefsíðu undanfarið, hef lýst yfir undrun minni með það að hann sé á förum og égveitekkihvað.

Og hann er ekki fyrr búin að skella hurðinni á eftir sér að hann snýr sér við og gefur skít í klúbbinn, leikmennina, Houllier sem á það virkilega ekki skilið (maðurinn sýndi meiri tryggð við Dioufy en flestir aðrir hefðu gert) og bara allt sem tengist Liverpool. Hann gengur svo langt að kalla síðustu tvö ár á ferli sínum “the Liverpool nightmare“, hvorki meira né minna.

Ég ætla ekki að fjölyrða um það hvað hann sagði. Þið getið lesið fréttina sjálf og allt það. Ég ætla ekki að svara þessum ásökunum hans því þær eru ekki svaraverðar, að mínu mati. Það sást greinilega í leiknum í gær að það er góður liðsandi í liðinu – er það kannski tilviljun að það gerist þegar Dioufy er farinn?

Virðing mín fyrir Diouf er engin. Þetta er engu betra en þegar Terry McDermott, meðlimur í gullliði Liverpool, ræðst hvað eftir annað að liðinu og gagnrýnir allt sem hreyfist harkalega í bresku sjónvarpi þessa dagana. Stundum geta svikin verið slæm, sérstaklega þegar þau koma frá mönnum sem maður hélt svo mikið uppá hér í þátíð.

En ekki lengur. McDermott er ómerkilegur að mínu mati og nú hefur Dioufy bæst á þann lista. Ekki sjáið þið Fowler ráðast svona harkalega að klúbbnum og/eða Houllier? Ekki sjáið þið Cheyrou eða Heskey gagnrýna klúbbinn og fyrrverandi liðsfélaga sína svona rosalega? Nei, af því að þeir eru heiðvirðir menn sem hafa virðingu fyrir Liverpool.

Diouf á það ekki skilið að vera nefndur í sama flokki “fyrrverandi leikmanna Liverpool” og þeir Fowler, Cheyrou eða Heskey. Ekkert frekar en að McDermott á skilið að vera nefndur í sömu andrá og Keegan, Dalglish eða Molby.

Og þar með er það mál útrætt. Ég veit ekki hvort Einar vill bæta einhverju við þetta þegar hann kemur heim í næstu viku, þar sem hann varði Dioufy jafn mikið og ég (ef ekki meira) og er eflaust jafn reiður og ég. En að öðrum kosti þá munið þið ekki sjá okkur verja Diouf meira á þessari síðu.

Aldrei aftur.

6 Comments

  1. Ég hef alltaf sagt það og mun halda því stöðugt fram áfram að 90% af afrískum leikmönnum eru vandamál. Ef þeir eru ekki að spila lungað úr tímabilinu í einhverjum Mömbó-djömbó bikar þá eru þeir vandræði eins og Diouf er að koma betur og betur í ljós. Annars dæma ummæli hans hann sjáfann. Ég hef aldrei skilið þessa kjaftagleði í leikmönnum almennt sem fara frá einhverju liði til annars og fara svo að kúka á fyrrum vinnuveitendur sína með gagnslausri drullu. Ef þetta á að vera eitthvað til að lífga upp á fyrirsagnir blaðanna, þá eru það mikil mistök. En vonandi losnum við við þennan eyðimerkur-nöldrara hið snarasta!

  2. Já og eitt enn….varðandi slúðrið varðandi þá staðreynd að Herra Benitez ætli að versla Ayala og Mista í “janúarglugganum” eru bara góð tíðindi. Það sem best er við þessar fréttir/slúður er það að Herra Benitez er með það nákvæmlega á hreinu hvað vantar í liðið, miðherja og framherja. Ég hef verið talsmaður þess að fá Mista til liðs við LFC og held þeirri skoðun áfram uppi. Það er samt dálítið skondið hvað maður er sammála miklu í því sem Herra Benitez er að gera….kannski er það vegna fyrirrennara hans sem maður er hissa á þessu….hver veit :laugh:

  3. Skulum ekki gleyma thvi ad Houllier utnefndi Diouf sem staerstu mistok ferils sins. Thad var nu ekki beinlinis skemmtileg kvedjugjof fra Houllier. Thannig ad eg skil nu agaetlega ad hann skuli vera full uti Houllier.

    Fannst thetta flest snuast um stjorn Houllier, en ekki felagid sjalft eda addaendur thess, thannig ad eg er ekki eins full og thu, Kristjan.

  4. sammála Einari, það sem Diouf sagði tengist allt Houllier eða stjórn klúbbsins. Nú var Chris Bascombe alveg jafn gagnrýnin á Houllier og Diouf samt virðist þér vera alveg sama um það. Margt af því sem þeir höfðu að segja var alveg hryllilegt að lesa, og hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þá að segja, en svona voru(eru?) bara hlutirnir(Varla hafa þeir verið að skálda þessar sögur sínar). Sá er vinur er til vamms segir! Eiga velunnarar félagsins að láta það hjá líða að félagið sé hreinlega að rotna(kannski ekki alveg) að innan, af því að einhvers konar afhjúpun gæti svert heiður félagsins? Svona hugsunarháttur minnir mig nú bara á Sovétríkin!

    P.S. Kristján, þú segist sjálfur hafa gert þér grein fyrir því að líklega hefði stjórn klúbbsins eikkva útá persóunuleika Diouf að setja en samt hélstu áfram að verja hann. Útaf hverju hélstu að þeim væri illa við hann?

  5. Kiddi – auðvitað sagði almenn skynsemi manni það að það hlutu að vera vandamál með hann utan vallar sem ollu því að menn vildu losna við hann, því hann hefur vissulega hæfileikana inn’á vellinum. Við Einar kvörtuðum hins vegar aðallega yfir því í sumar að það væri skrýtið að við fengum engar ástæður fyrir því af hverju menn vildu losna við Dioufy.

    Og hann var með ummælum sínum fyrir helgi að gefa okkur þær ástæður. Nú þarf ég ekki lengur að spyrja hvað það er við hann sem er ekki hæft Liverpool FC. Hann gerði mér það ljóst með þessum orðum:

    >”It was a shambles there, the players had enemies amongst themselves. The squad was not close-knit. The French were on one side, the English and Czechs on the other.”

    Og líka þessum orðum:

    >”It’s a great relief to have left Liverpool. Houllier never managed to get the respect of players. For me, Houllier is not cut out to be a manager.”

    Svo ekki sé minnst á þessi orð:

    >”When he signed me, he assured me he wanted to play me as a striker. That’s a load of bull. He persisted in making me play defensively. That is not my position. He never kept his word.”

    Ég veit að hann gagnrýnir Houllier, og að Houllier var búinn að gagnrýna hann sjálfur. Ég persónulega var ósáttur við ákvörðun Houllier að taka Dioufy út og kenna honum um þetta allt saman í vor, eftir að hann var rekinn.

    En það breytir því ekki að það sem Dioufy segir í þessu viðtali á engan rétt á sér og lýsir bæði fádæma hroka sem og virðingarleysi í garð Liverpool FC, leikmannanna sem hann spilaði með í tvö ár sem og þjálfarans sem var reiðubúinn að leggja 11milljónir punda undir fyrir hann.

    Það er málið hér og ekkert annað. Þegar öllu er á botninn hvolft þá finnst mér þetta mál allt saman hafa fengið sorglegan endi. Ég man hvernig mér leið fyrir tveim árum, þegar Dioufy var búinn að rústa Frökkum á HM, við náðum öðru sætinu í deildinni og komumst í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni. Kaupin á Dioufy, Diao (sem var líka brilljant á HM) og hinum efnilega Cheyrou (sem skoraði 16 mörk tímabilið 01/02 fyrir Lille) áttu að vera síðustu púslin í heildina.

    Nú, tveim árum síðar, má að vissu leyti segja að þessi þrjú kaup hafi kostað Houllier starfið, Diouf og Cheyrou munu aldrei vera annað en flopp í Rauðu Treyjunni og Diao er enn að ströggla við að komast í hópinn.

    Ég man enn hvað maður hafði miklar vonir haustið 2002, sérstaklega eftir að Dioufy skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Southampton í fyrsta deildarleiknum á Anfield. Ég sá þetta lið fyrir mér rústa deildinni það árið.

    Orð Dioufy núna eru í raun bara sorgleg fyrir alla aðila: sorgleg fyrir Houllier, sorgleg fyrir Liverpool FC og ekki síst sorgleg fyrir okkur aðdáendurna, sem hefðum örugglega allir frekar kosið að Dioufy hefði staðið undir væntingum og við orðið meistarar vorið 2003. En það gerðist ekki og í staðinn sitjum við eftir með sárt ennið, orðastríð á milli Houllier og Dioufy (bíðið bara, G.H. á eftir að svara þessum ummælum, sjáið til ) og þá staðreynd að síðustu tvö ár voru í raun bara tímasóun í þróun liðsins.

    Þetta mál allt saman hryggir mig bara, hver svo sem á sektina. En það breytir því ekki að Dioufy fór langt, langt, langt yfir strikið með orðum sínum. :confused:

L’pool 3 WBA 0

Meistaradeildin er að hefjast!