Ókei, þannig að ég missti af leik í fyrsta skipti í vetur nú á laugardaginn, vegna vinnu. En þetta var ekki eins slæmt og ég hélt að það yrði, enda fékk ég góða þjónustu frá Einari sem dældi á mig SMS-unum frá Players um leið og eitthvað gerðist.
Þessi leikur vannst, á endanum, þótt það hafi ekki litið vel út í hálfleik. 2-0 undir og öll von úti, að því er virtist, en þá kom síðari hálfleikur og eitthvað gerðist sem minnti okkur enn og aftur á eitt frægasta máltæki í sögu knattspyrnunnar: “Every game lasts 90 minutes.”
Nákvæmlega. Og þótt við höfum verið farþegar í 45 mínútur skilst mér á öllum þeim fréttum sem ég hef lesið um þennan leik að það sem hafi gert gæfumuninn í seinni hálfleik hafi verið einn maður: Xabi Alonso.
Ekki misskilja mig, Stevie G er ennþá númer eitt hjá okkur. En ímyndið ykkur, hversu fjarstæðukennt var það í fyrra að reyna að ímynda sér að við ættum miðjumann sem gæti alveg talist jafngóður leikmaður og Gerrard? Við hefðum hlegið að slíkum draumórum í fyrra, en nú ber nýrra við. Þegar fyrirliðinn snýr aftur úr meiðslum munum við örugglega fá að sjá samvinnu hans og spænska snillingsins blómstra, og það er eitthvað til að hlakka til um þessi jólin!
Hins vegar finnst mér að ekki megi vanmeta restina af leikmönnum liðsins, og framlag þeirra í seinni hálfleik. Ég meina, ég sá ekki þennan leik en ekki voru þeir Baros, Cissé og García að skapa mikið í fyrri hálfleik, var það nokkuð? En síðan kom seinni hálfleikur og þá skoraði Baros tvö mörk (ókei, fyrra markið var “sjálfsmark” en Baros átti skotið) og það síðara eftir góðan skalla García. Þá var það vinnslan í Cissé og ógnin frá honum sem skapaði Biscan og Warnock gott svæði með boltann við fætur, og þaðan kom fjórða markið. Þannig að eitthvað hefur gerst í hálfleik, hlýtur maður að halda.
Meira að segja Sami Hyypiä sagði að menn hafi skipst á ‘orðum’ í búningsklefanum í leikhléi. Þannig að greinilegt er að eitthvað gerðist á milli hálfleikja sem varð til þess að liðið vaknaði af værum blundi. Vonandi eru þeir ennþá vakandi.
Nú, á morgun er það síðan stórleikur í Meistaradeildinni: Deportívo La Coruna á heimavelli í þriðju umferð. Þetta er það sem við vildum, þetta er það sem við báðum um, og það er baaaara ljúft að við skyldum hafa fengið það sem við báðum um. Stórleikir gegn stórum liðum í Evrópu aðra hverja viku – ekki amalegt það! 😉
Allavega, eftir tap í síðustu umferð verða okkar menn að vinna á morgun til að tylla sér aftur á toppinn í riðlinum. Jafntefli er ekki heimsendir, þótt sigurinn sé lang-hagkvæmustu úrslitin … en þessi leikur bara má alls ekki tapast! Ef við töpum annað kvöld erum við komnir í frekar slæm mál í þessum riðli. Ef við vinnum, þá erum við bara nokkuð vel staddir eftir 3 leiki af 6. Þannig að það er mikið undir annað kvöld.
Ég mun skrifa betri upphitun um Depor-leikinn á morgun, en þangað til getum við bara slakað á saman og notið þess að láta sig dreyma: GERRARD … OG ALONSO … ALONSO … OG GERRARD … SAMAN. 😀
Að lokum langar mig síðan að benda á frábæra grein sem allir Liverpool-aðdáendur nær og fjær ættu að taka sig til og lesa: Af hverju nýtur Liverpool ekki sanngirni í breskum fjölmiðlum?
Sannarlega frábær grein, og ég ætla að leyfa mér að taka eins og eina góða tilvitnun úr þessari snilld:
>”Two down at the interval, [Benitez’s] band of expensive imports…”
>[ – Large sigh – ].
>Sorry, but I am lost here. What qualifies as an expensive import? Given that you can’t get a Vauxhall Conference left-back for less than £5m, and Man United have paid fractionally shy of £30m for a player three times now (and Chelsea have bought innumerable players between £12m-£24m), can £7m be considered a starting point in the definition of “expensive” import (or otherwise) these days? If so, then up until the interval we only had one expensive import in Djibril Cisse. Look at the facts: Riise, Baros, Josemi and Hyypia average out at less than £3m each. I mean, Titus Bramble (admittedly not a foreign import) cost Newcastle £6m…
>Add Djimi Traore (£500,000) to those four Liverpool players, and you still don’t even reach the fee Chelsea recently paid for their Portuguese right back. Half of our outfield side were foreigners who, combined, cost less than Paulo Ferreira. (And Ferreira cost ‘half a Didier Drogba’).
Nááákvæmlega! Eru menn til í að hætta að kalla þetta ofurdýru útlendingahersveitina okkar, þegar byrjunarliðið okkar kostar álíka mikið og varamannabekkurinn hjá United eða Chelsea? Ég meina, díses kræst! Hvað er að mönnum eiginlega? Einu leikmennirnir okkar sem komast í sama verðflokk og allir leikmennirnir í 25-manna hópnum hjá Chelsea eru þeir Cissé (14millur) og Alonso (11millur), plús eflaust Gerrard sem yrði sennilega dýrari en allir í Chelsea-liðinu ef hann yrði einhvern tímann seldur. Að öðru leyti þá er ekki hægt að bera saman okkar leikmenn og þeirra, a.m.k. ekki hvað varðar verðmiða. Samt skoruðum við fjögur mörk á útivelli um helgina, án þeirra Michael Owen (okkar Drogba? ) Steven Gerrard, Harry Kewell, Antonio Nunez og Alonso í fyrri hálfleik.
Chelsea, sem neyddust til að leika án Drogba, skoruðu ekki eitt einasta mark. Og ég spyr: af hverju er það þá afsakanlegt en okkar frammistaða vítaverð?