Ennnnn um Morientes (+viðbót)

207_news.jpgÞað er alveg ljómandi skemmtilegt að fylgjast með Morientes málum í dag.

Fyrir það fyrsta, þá hefur Real Madrid [lýst því yfir að Morientes sé ekki til sölu](http://www.realmadrid.com/web_realmadrid/templates/noticias/detallenoticia.jsp?idnoticia=43155&sec=1&subsec=0&esp=2). Þetta gerðu þeir á sinni Official heimasíðu og lýsa því yfir að hann sé mjög mikilvægur fyrir liðið og bla bla. Við höfum fyrir löngu lært að forsvarsmenn Real Madrid ljúga nánast öllu, sem þeir geta logið um.

Ok, gott og vel. En Marca, sem eru stærsta íþróttablað Spánar og hafa oftast góðar heimildir, eru hins vegar með mjög athyglisverða frétt, þar sem þeir halda því fram að [fulltrúar Morientes eigi nú viðræður við Liverpool](http://www.marca.com/edicion/noticia/0,2458,549930,00.html).

Fréttin er á spænsku, en ég skal reyna að endursegja megin inntak hennar. Samkvæmt greininni, þá hitti umboðsmaður Morientes, Ginés Carvajal, Rafael Benitez á Melwood í gær. Carvajal mætti þar um hádegisbilið og fór þaðan tveimur og hálfum tíma síðar. Marca var eina spænska blaðið, sem náði að “grípa” Carvajal þarna í “casa de Rafa Benitez” einsog þeir kalla það.

Á þessum tíma heilsaði Carvajal uppá spænsku leikmennina og hann horfði á hluta af æfingu. Mestallur tíminn fór hinsvegar í fund með Benitez. Á þeim fundi nánast kláruðu þeir öll mál, sem snúast að félagaskiptum Morientes. Það eina, sem vanti er endanlegt samþykki Real Madrid.

Eftir fundinn sagði Carvajal við Marca: “Það er ekkert klárað. Mér var boðið hingað til að horfa á leik (Liverpool-Deportivo) og til að skoða aðstæður hjá liðinu. Einnig hef ég heilsað uppá leikmenn Liverpool, Paco Herrera (þjálfara Liverpool) og Ochotorena (markvarðaþjálfari Liverpool, sem Carvajal var umboðsmaður fyrir). Marca taka það svo fram að það sé skiljanlegt að þeir vilji ekkert segja, þar sem þetta mál sé á mjög viðkvæmu stigi.


Marca taka líka af allan vafa um lögmæti félagaskiptana í janúar, sem sumir hafa verið að velta sér fyrir. Menn, sem eru nálægt Morientes, halda því fram að Morientes geti skipt um félag í janúar.

Það gilda í FIFA reglur um að menn geti ekki skipt um félagslið tvisvar á sama árinu. Mál Morientes er hins vegar ögn flóknara. Þannig er að Morientes var að láni frá Madrid hjá Monaco. Þegar hann fór aftur til Madrid frá Monaco, þá voru það **ekki** venjuleg félagaskipti, þar sem hann var í raun eign Real Madrid fyrir.

Semsagt, þar sem Morientes var í raun “eign” Real Madrid fyrir, þá eru skipti hans frá Monaco til Real Madrid ekki raunveruleg félagaskipti. Þess vegna geti hann auðveldlega farið til nýs liðs í janúar.

Að lokum tekur blaðamaður fram að Real Madrid eigi nú von á að heyra frá Carvajal varðandi hvað hafi gerst í Liverpool. Það sé hins vegar ljóst að lokaorðið í þessum málum mun vera frá Real Madrid.


Viðbót (Kristján Atli): Jamm, það er greinilegt að eitthvað er að gerast. Ég sagði frá því fyrir nokkrum vikum að Mista gæti verið á leiðinni í janúar, og núna virðist síðan déskoti margt benda til þess að Morientes gæti verið maðurinn sem er að koma.

En ljóst er allavega að Benítez er að íhuga alvarlega að styrkja framlínuna hjá sér, og finnst mér það alveg sjálfsagt. Baros, Cissé og Pongolle eru allir frábærir leikmenn en þeir eru hins vegar allir mjög ungir. Því held ég að þeir hefðu gott af að eyða einni eða tveimur leiktíðum með manni eins og Morientes, sem hefur upplifað þetta allt saman mörgum sinnum áður og veit hvað þarf til að komast á toppinn.

Spurningin er bara hvor þeirra sé að koma? Miðað við fréttirnar núna fær maður á tilfinninguna að Benítez vilji frekar fá Morientes en Mista, en að sama skapi sé Mista mjög góður kostur í hans augum? Þannig að maður á kannski bara að gera ráð fyrir því að Morientes komi í janúar, og ef það tekst ekki þá sé Mista kostur #2?

Ég veit það ekki, en miðað við þetta stefnir allt í það að Benítez bæti sóknarmanni við liðið í janúar. Það verður spennandi að sjá hvað sá sóknarmaður heitir. 🙂

2 Comments

  1. Ég veit ekki hvort ég sé svona blindur, en ég sé bara ekkert í þessari frétt um Melwood eða Rafa Benitez. Ég kann ekki stakt orð í spænsku, en ég get mér til um að bæði Melwood og Rafa Benitez sé skrifað eins á spænsku og ensku :rolleyes:

Meira um Morientes og sóknina

Charlton í dag!