Byrjunarliðið komið:

Liðið í dag er komið og það lítur svona út:

Kirkland

Josemi – Carragher – Hyypiä – Traoré

Finnan – Alonso – Hamann – Riise

Baros – Cissé

Bekkurinn: Dudek, Kewell, García, Diao, Warnock.

Þannig að García náði ekki að komast í tæka tíð frá Spáni til að vera í byrjunarliðinu, og Finnan fer í hans stað á kantinn og Josemi í bakvörðinn. Þá heldur Traoré réttilega stöðu sinni í bakverðinum.

Ég veit ekki. Þetta er sterkt lið, þessir leikmenn hafa verið að spila vel að undanförnu og það er mikið sjálfstraust í liðinu. En samt læðist að mér sá grunur að þetta gæti verið aðeins of varnarsinnuð uppstilling. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.

Ein athugasemd

  1. Já, ég verð að játa að ég er pínu hissa. Furðulegt að hafa **bæði** Garcia og Kewell á bekknum og hafa tvo bakverði á vængjunum. Afskaplega skrítið.

    En vonandi virkar þetta. Áfram Liverpool! 🙂

Blackburn Rovers í dag á Ewood! (+viðbót)

Blackburn 2 – L’pool 2