GÓÐAR Fréttir!

Síðustu dagar hafa nú ekki verið skemmtilegir fyrir Liverpool með fótbrotinu hans Cisse. En núna í dag höfum við ástæðu til að gleðjast.

Jú, sjáið þessar myndir.

gerrardnunez.jpg

Gaurinn þarna vinstra meginn þekkjum við ágætlega. Þetta er hinn gríðarhressi fyrliði okkar, Steven Gerrard, sem er byrjaður að hlaupa aftur. Á hinni myndinni er svo óheppnasti maður í heimi, Antonio Nunez, sem meiddist á sinni fyrstu æfingu fyrir Liverpool.

Myndirnar voru birtar á [opinberu síðunni í dag](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N146560041101-1255.htm). Nunez og Gerrard eru semsagt byrjaðir að æfa hjá Liverpool. Einnig kemur fram að bæði Nunez og Gerrard geti byrjað að spila seinna í mánuðinum. Jibbí Jei!

Þá væri ekki ólíklegt að liðið okkar myndi líta svona út:

Kirkland

Josemi – Carragher – Hyypiä – Riise

Nunez – Alonso – Gerrard – Garcia

Kewell – Baros

Já, það er ekki öll von úti enn 🙂

4 Comments

  1. Sælir drengir, og til hamingju enn og aftur með þessa frábæru síðu sem maður nýtur til fulls, en kommentar kannski alltof lítið.

    Vildi bara koma með smá voðalega athugasemd sem er ekkert annað en smámunasemi :laugh:

    Málið er að Nunez meiddist á sinni annarri æfingu. Hann var búinn að taka eina æfingu fyrir fréttamannafundinn, en meiddist svo á æfingunni eftir fundinn.

    Svo verð ég bara að taka undir þessar Kewell pælingar ykkar og skrifaði reyndar enn eina langlokuna á spjallborð http://www.liverpool.is sem að hluta til kom inná þetta.

    Keep it up…

  2. Takk fyrir þetta, SSteinn. Sagan var miklu skemmtilegri með því að hann hefði meiðst á sinni fyrstu æfingu 🙂

    Annars, ótengt þessu, þá sá ég reyndar líka varðandi þessar meiðslafréttir að Anthony Le Tallec er byrjaður að æfa aftur, sem er fínt.

  3. Sælir þetta er frábær síða. Það er komið að okkur að taka bikarinn og ég vona að verðum við þó að Cisse sé meiddur. :biggrin:

  4. Já, rétt er það. Og hann er ekki aðeins byrjaður að æfa, heldur spilaði hann síðustu 30 mín. um leik St. Etienne um helgina, sem eru afar góðar fréttir.

BBC elskar Liverpool

Yfir til þín, Milan!