Steven Gerrard mun að [sögn Rafa spila fyrir varaliðið á mánudaginn](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/4010211.stm). Þulirnir á C. Palace leiknum minntust einmitt á að Gerrard hefði spilað klukkutíma í æfingaleik í vikunni, án vandræða. Frábærar fréttir.
2/5 af vörninni okkar voru valdir í [22 manna enska landsliðshópinn](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/internationals/4005757.stm). Jamie Carragher og Chris Kirkland eru í hópnum. Kirkland hefur alltaf meitt sig áður en hann hefur fengið tækifæri, þannig að það er vonandi að honum takist að halda sér heilum núna.
Talandi um Kirkland, þá er Dudek farinn [að væla](http://www.koptalk.org/forums/showflat.php/Cat/0/Number/362281/page/0/view/collapsed/sb/5/o/all/fpart/1) um ástand sitt hjá liðinu. Hann segir að ef hann er enn markmaður númer 2 um jólin, þá fari hann að hugsa sér til hreyfings. Ég hef margoft sagt það að Jerzy eigi ekki að vera markmaður númer 1 hjá Liverpool. Kirkland er framtíðin og eflaust er Dudek of reyndur og virtur markvörður til að sitja á bekknum. Það er þó ólíklegt að Benitez leyfi Dudek að fara nema að Kirkland haldi sér heilt tímabil ómeiddum.
Xabi Alonso kemst einn [Spánverjanna okkar í spænska landsliðshópinn](http://www.marca.com/edicion/noticia/0,2458,558830,00.html). Alonso og Reyes eru einu mennirnir í hópnum, sem leika ekki á Spáni.