Skv. Liverpool Echo þá er Milan Baros byrjaður að æfa aftur eftir tveggja eða þriggja vikna fjarveru.
Talað er um að hann muni líklegast snúa aftur gegn Everton eftir eina og hálfa viku, þótt enn sé möguleiki á að hann verði með gegn Olympiakos eftir viku. Það þarf varla að taka það fram hversu ótrúlega mikil vítamínssprauta það yrði fyrir liðið ef hann yrði með í þeim leik, sem er algjör úrslitaleikur í Meistaradeildinni fyrir okkur!
Milan Baros er á leiðinni aftur. Bara þessi orð … nú get ég andað aðeins rólegar.
Það væri náttúrulega rosalega sterkt ef hann kæmi inn fyrir Olympiakos leikinn, þar sem við *verðum* að skora í þeim leik.