Jahá, góðar fréttir virðast vera í tísku hjá Liverpool þessa dagana. Rafa Benítez staðfesti í viðtali við opinberu síðuna að Djimi Traoré og Josemi verði orðnir heilir og til reiðu fyrir leikinn gegn Aston Villa á laugardag! Það eru góðar fréttir fyrir okkur, þar sem okkur hefur sárvantað breidd í síðustu tveim-þrem leikjum og okkur veitir ekki af að hafa alla leikmenn heila.
Í beinu framhaldi af þessum fréttum þá veit ég ekki hvað Benítez gerir við Josemi, þar sem Antonio Núnez er nú orðinn heill og verður væntanlega á kantinum á laugardag, og Steve Finnan spilaði þrusuvel gegn Arsenal í bakverðinum. Finnst líklegt að Josemi taki sér stöðu á varamannabekknum í næsta leik, allavega til að byrja með.
Hins vegar tel ég að Djimi Traoré muni koma beint inn í liðið á laugardaginn, og þá muni John Arne Riise fara aftur fram á kantinn. Þetta tel ég að sé mjög þarft hjá okkur núna, þar sem Harry Kewell hefur sjálfur sagt undanfarið að hann þurfi nauðsynlega að fá smá hvíld til að jafna sig almennilega af meiðslum og koma sér í betra leikform. Hann hefur hins vegar ekki fengið þessa hvíld undanfarið, þar sem við höfum hreinlega ekki mátt við því að missa enn einn leikmanninn úr hópnum. En hann mun væntanlega hvíla á laugardag, held ég.
Þá sagði Benítez einnig annað, sem verða að teljast stórkostlegar fréttir fyrir okkur:
>Milan is training with the ball again now and should be ready for the Olympiacos match next week. Of course that is very important for us because he is our top scorer and we need him.
Should? Hann ÆTTI að verða tilbúinn gegn Olympiakos! Þannig að það eru bara frekar miklar líkur á að hann verði með í þeim leik.
Leyfið mér að orða hið augljósa: Ef Milan Baros spilar á miðvikudaginn eiga Olympiakos-menn ekki möguleika í okkur. Segi ég og skrifa og þori fyllilega að standa við það. Það ræður engin vörn í Evrópu við hann eins og hann er að spila í ár, það fullyrði ég, og það er massíf forgjöf að fá hann inn. Við slátrum þeim ef hann kemur inn í liðið, ég verð mjög sigurviss á miðvikudag!
Þá er rétt að minna á að í kvöld er haldinn aðalfundur hluthafa í Liverpool FC. Það er jafnan mikill hasar á þessum fundi og í kvöld er slúðrið í hámarki – menn telja að stjórn Liverpool gæti komið með stóra tilkynningu um mikla fjárfestingu í klúbbinn í kvöld. Þannig að það verður spennandi að fylgjast með fréttamiðlunum á morgun.
Við Einar höfum haldið umfjöllun á þessari síðu um fótboltaleg málefni fyrst og fremst, en það er á hreinu að ef rétt reynist og einhverjar stórar tilkynningar verða á þessum fundi munum við fjalla um þær á morgun. Það getur skipt öllu fyrir klúbbinn ef fjárfesting berst, þá þurfum við allavega ekki að lúta svo lágt að skipta á sléttu á þeim Ivan Campo og El-Hadji Diouf.
**Viðbót (Einar Örn)**: Heyrðu, félagi. Ég legg nú til að þú hættir að spá fyrir um úrslit leikja. Mér dettur í hug nokkur dæmi:
>Mín spá: 3-1 fyrir Tottenham
Fyrir Mónakó leikinn í Mónakó:
>Lokastaða: 3-1 fyrir Liverpool
Fyrir Birmingham leikinn:
>Ég spái öruggum sigri, svona 3-0 eða 3-1.
Ég nennti ekki að kíkja lengur aftur í tímann. 🙂
En þessi leikur á móti Olympiakos verður ROSALEGUR. Ég á eftir að fá gæsahúð þegar ég heyri Champions League lagið fyrir leikinn. Djöfull hlakkar mig til! Milan! Milan! Milan!!!
Hey! Var þetta nú ekki óþarfi…? 😡
Ég get alveg verið getspár þegar ég vill! Nenni því bara ekkert alltaf… :tongue:
Nei en samt í alvörunni, maður reynir sitt besta en hvernig í ósköpunum á maður að geta giskað á þetta lið eins og það hefur verið óútreiknanlegt í haust?
Þekkir þú einhvern Einar sem hefði spáð okkur tapi á heimavelli gegn Birmingham, en sigri á útivelli með varaliðið gegn sterkasta liði Tottenham? Er EINHVER þarna sem hefði spáð því???
Afsakanir, afsakanir. Ætlarðu ekki bara að bera fyrir þig meiðslavandræði sem ástæðu þess að þú ert ekki búinn að standa þig í spámennskunni? :biggrin:
Vildi annars bara þakka fyrir alveg þrusugóða síðu. Einstaklega fagmannlega að verki staðið og mátulega hlutdrægir pistlar þegar það á við. 🙂
Jú, reyndar hef ég verið furðuslæmur í úlnliðnum uppá síðkastið… :confused: