Rafa Benitez segist vera [öruggur um sigur gegn Olympiakos](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/europe/4071359.stm) á miðvikudaginn. Liverpool þarf að vinna þann leik 1-0, eða þá með að minnsta kosti tveim mörkum.
Rafa segir:
>If you had told me when we started out that progress depended on beating Olympiakos at home, I would have settled for that.
Það er óhætt að segja að ég er orðinn *verulega* spenntur fyrir þessum leik. Mikið rooosalega væri gaman að vera á Anfield á miðvikudaginn. Stemningin verður pottþétt svakaleg!
Viðbót (Kristján Atli): Greetings, planet Earth! Ég er að kafna í próflestri, eins og eflaust fleiri, og því hefur verið lítið um uppfærslur hjá mér undanfarið. En ég verð að taka undir með Einari, leikurinn á miðvikudag (og Everton á laugardag) verða rosalegir! Ég hlakka ekkert smá lítið til þessa leiks, það mun sko enginn lærdómur heimsins geta haldið mér frá skjánum á miðvikudagskvöld!
Heimaleikur, hreinn úrslitaleikur, í Meistaradeildinni þar sem okkur dugir ekkert annað en sigur? Síðast þegar það gerðist var fyrir tveimur og hálfu ári, þegar við unnum Roma 2-0 á Anfield og Emile Heskey spilaði eins og besti framherji í heimi! Frábærar minningar frá þeim leik, frábær leikur og ógleymanlegt Anfield-kvöld!
Vonandi verður miðvikudagurinn jafn eftirminnilegur… 🙂 …þetta er svo spennandi að maður er að faaaaa-aaaaa-aaaaarast!