Jæja, þá er komið að því. Derby leikur við Everton á Goodison Park. Ótrúlegt en satt, þá eru Everton í þriðja sæti en við í því sjöunda. Everton er með 9 stigum fleiri en við. Það gengur náttúrulega ekki.
Everton hefur einhvern veginn náð að klára langflesta leiki með einu marki. Í raun hafa þeir bara einu sinni á þessu tímabili unnið með tveim mörkum og það var gegn Crystal Palace. Þannig að þeir hafa alltaf leikið *rétt* nógu vel til að klára leikina. Vörn þeirra hefur verið sterk og aðeins Chelsea og Man U hafa fengið á sig færri mörk.
En Liverpool á AUÐVITAÐ að vinna þennan leik. Annað kemur ekki til greina. Everton hafa unnið 3 af síðustu 4 leikjum, en Liverpool hefur líka verið á fínni siglingu. Við erum búnir að leika fjóra góða leiki í röð gegn Arsenal, Tottenham (með varaliðinu), Aston Villa og auðvitað Olympiakos.
Í raun snýst þetta bara um að við erum með 11 leikmenn í byrjunarliðinu, sem eru betri en þeir 11 leikmenn, sem Everton stillir upp. Hamann er kominn úr banni og því má svosem búast við því að Benitez fari aftur í 5 manna miðju. Þannig að liðið yrði svona:
Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise/Traore
Núnez – Gerrard – Hamann – Xabi – Kewell
Baros
Í þessari uppstillingu hefur Gerrard enga varnarskyldu og er því frjálst að vaða um allan völl einsog honum hentar. Ég hefði þó heldur viljað sjá tvo sóknarmenn í liðinu, þannig að ef ég væri þjálfari, þá myndi liðið líta svona út:
Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise
Núnez – Gerrard – Xabi – Kewell
Baros – Pongolle
Pongolle var einfaldlega frábær gegn Olympiakos og á skilið að fá tækifæri aftur. En allavegana, við getum borið þetta lið saman við þá 11 menn, sem Everton stilltu upp í siðasta leik: Nigel Martyn, Tony Hibbert, Alessandro Pistone, Alan Stubbs, David Weir, Tim Cahill, Lee Carsley, Thomas Gravesen, Kevin Kilbane, Marcus Bent, Duncan Ferguson
Er virkilega einhver af þessum mönnum, sem kæmist inní Liverpool liðið? Hugsanlega Gravesen, sem hefur spilað frábærlega í vetur, en ég sé engan annan þarna. Liverpool er einfaldlega með miklu betra lið og þeir verða að sýna það almennilega í dag.
Það er alveg ljóst að það þarf að passa tvo menn vel. Það verður að hafa stjórn á Gravesen og svo hausnum á Duncan Ferguson. Hann er gríðarlega hættulegur í föstum leikatriðum, en á móti kemur að það eru fáir varnarmenn í heimi jafngóðir í skalla einvígum og Sami Hyypiä.
Semsagt, við eigum að vinna þennan leik. Ég ætla að vona að ég sé betri spámaður en Kristján og segi að við tökum þetta 0-2. Sjálfstraustið á að vera í hæstu hæðum hjá Liverpool, við getum (fyrir utan framherja) stillt upp nokkurn veginn okkar sterkast liði og við eigum að vinna þetta. Everton hefur ekki unnið Liverpool síðan 1999 og þeir hafa ekki unnið okkur á Goodison í 7 ár! Engin ástæða til að breyta þessu í dag.
Áfram Liverpool!
>Ég ætla að vona að ég sé betri spámaður en Kristján
:confused: 🙁 😡 :rolleyes: Jáerþaðiggibara…
Annars talaði Benítez víst á blaðamannafundi í gær um möguleikann á því að hafa Baros á bekknum í dag, þar sem hann vill spara hann fyrir jólatörnina. Þannig að mér finnst fyrri uppstillingin sem þú komst með líklegri, nema hvað Pongolle væri þá einn frammi en ekki Baros.
Við verðum að vinna þennan leik … gengur ekki að vera fyrir neðan Everton til lengdar!
Annars held ég að stóra málið hjá Benitez og félögum sé að koma liðinu á jörðina eftir síðasta leik. Spái þessu jafntefli, 1-1 Everton skorar fyrst og freistar þess að halda og bakka en fá á sig jöfnunar mark í seinni hálfleik. Nunez skorar öllum að óvörum og Gerrard fær rautt í lokin. Áfram Liverpool svo.
:mad:Ömurlegt er það eina sem hægt er að segja um þennan leik. Uppstillingin ????? Diao, Haman??? Inkoma hjá Nunes er einhver sú slappasta sem maður hefur séð. Mijan átti varla sendingu á samherja í sinni hálfleik. Vörnin eins og gatasigti o.s.frv. o. s. frv. Sá stöðugleiki sem þarf að vera til staðar næst aldrei með þessu rugli í uppstillingu liðsins og Rafa þarf að fara að hugsa sinn gang með spánverjana Josemi og Nunes. Þatta eru menn sem eru alls ekki að skila því sem þeir eiga að gera og érg vil þá bara á bekkinn hjá varaliðinu.
Finnan er þá skömminni skárri. Sem sagt gífurleg vonbrigði með leik okkart manna nánast frá A til Ö :confused:
Djöfull er ég sammála þessu varðan Kirkland og það með að álit þitt sé að hverfa á honum. Mitt álit á honum er það að hann er stór…punktur! Ég mundi hafa Dudek ANY DAY í liðinu! ANY FREAKING DAY! Annars sá ég ekki leikinn í dag en vildi endilega röfla um þetta comment þarna.
Svo vil ég líka fá Nico aftur í janúar. Hann átti ekkert að fara.