Byrjunarliðið komið

Jæja, Rafa ætlar sko að breyta hlutunum í dag. Fjórar breytingar frá því í síðasta leik. Uppáhaldið okkar hann Didi Hamann er kominn inn aftur, sennilega til að setja enn meiri kraft í sóknarleikinn.

Allavegana, liðið er svona

Dudek

Finnan – Carragher – Hyypiä – Traore

Nunez – Gerrard – Hamann – Riise

Baros – Pongolle

En ég meina hey, ef þessir leikmenn eru ekki nógu góðir til að klára W.B.A., þá eiga þeir ekki að vera hjá Liverpool. Núna er gott tækifæri fyrir Nunez og Pongolle að sýna sig. Ég segi að Pongolle eigi eftir að skora á eftir.

4 Comments

  1. Guð minn góður!
    Riise á vængnum og Hamann á miðjunni. Vonandi sleppur þetta enda WBA arfaslakir. En ég var að vona að byrjunarliðið yrði óbreytt. Reyndar margir leikir framundan og þetta líklega hugsað í samhengi við þá.

  2. Jamm, það er auðvitað pælingin. Rafa hugsar sennilega að andstaðan í hinum leikjunum verði erfiðari og því sé þetta leikurinn til að gefa Garcia og Alonso frí.

  3. 🙂 og rúmlega það. WBA voru hreint afleitir en við að sama skapi sprækir. Riise átti fínan leik. Langt síðan hann hefur leikið jafn vel

W.B.A. á morgun!

W.B.A. 0 – Liverpool 5