Jæja, þetta var létt. Liverpool vann auðveldan sigur á W.B.A. í dag. W.B.A. var inní leiknum í fyri hálfleik, en þó náði Riise að skora mark eftir glæsilega sendingu frá Gerrard.
Stuttu fyrir leikhlé átti svo Nunez skalla að marki en Contra varði boltann á línu með hendi og var réttilega sendur af velli. Baros klikkaði reyndar á vítinu, en það breytti litlu fyrir úrslit leiksins. Í seinni hálfleik var svo bara eitt lið á vellinum. Þvílíkir yfirburðir hjá Liverpool. Ég leyfi mér að fullyrða að Liverpol munu ekki eiga jafnauðveldan dag á þessu tímabili.
Flo-Po kom Liverpool í 2-0 með frábæru marki, Gerrard kom Liverpool í 3-0 með góðu skoti úr aukaspyrnu og Riise kom svo Liverpool í 4-0 með frábæru skoti, sem small í skeytunum. Luis Garcia átti svo síðasta orðið þegar hann potaði bolta frá Riise í markið.
Allavegana, Benitez gerði fjórar breytingar frá Newcastle leiknum en hélt sig við 4-4-2 leikkerfið.
Finnan – Carragher – Hyypiä – Traore
Nunez – Gerrard – Hamann – Riise
Baros – Pongolle
Þetta var svo auðvelt að Gerrard og Baros voru báðir teknir af velli um miðjan seinni hálfleik. Alonso kom inn fyir Gerrard og stjórnaði spilinu það sem eftir lifði leiks og Luis Garcia kom inn fyrir Baros og skoraði mark. Rafa leyfði sér líka að gera breytingar á vörninni þegar hann setti Traore í miðvörðinn og Carra í bakvörðinn. Það breytti engu um yfirburði Liverpool.
**Maður leiksins**: Mér fannst tveir menn koma til greina, Florent Sinama-Pongolle, sem gerði allt rétt að mínu mati. Boltatæknin hjá honum er stórkostleg og það er hreinlega yndislegt að horfa á þennan dreng spila. Hann átti svo fulltaf góðum sendingum, sem sköpuðu mikla hættu.
En það er auðvitað ekki hægt að horfa framhjá John-Arne Riise. Ég held að ég hafi sjaldan séð vinstri kantman ná jafnmörgum skotum á markið. Riise fékk varla boltann án þess að skjóta honum að marki og hann hefði auðveldlega getað skorað 4-5 mörk. Hoult varði einu sinni vel og svo átti hann nokkur skot rétt framhjá.
En semsagt, frábær sigur. Útisigur númer 2 á tímabilinu og aðeins í annað skiptið, sem við vinnum tvo leiki í röð. Garcia, Baros, Alonso og Gerrard fengu allir góða hvíld og ættu því að vera vel tilbúnir á móti Southampton á þriðjudag.
ég leyfi mér að spá því að Gerrard verði hvíldur gegn Southampton og Alonso kemur í hans stað. síðan spila þeir báðir leikinn gegn Chelsea
Jammm, það kæmi svosem ekkert alltof mikið á óvart þó Gerrard fengi frí á móti Southampton.
Jæja þá er maður búinn að horfa á þennan leik. Aldrei þessu vant þá var ekki laust við að maður vonaði bara að Liverpool skoraði ekki fleiri mörk, í stöðunni 3-0 … ég vorkenndi Russel Hoult svo mikið. Hann átti frábæran dag, varði víti og brjálaða markvörslu frá skoti Riise en fékk samt á sig fimm mörk.
Hinir leikmenn W.B.A. fengu það sem þeir áttu skilið. Þeir bara gáfust upp þegar þeir misstu manninn útaf, þrátt fyrir að Hoult verði vítið. Ótrúlegur aulaskapur í einu liði og ljóst að Bryan Robson á ærið verk fyrir höndum þarna.
Um okkar lið er svo sem lítið að segja. Við vorum grimmir fram á síðustu mínútu og skoruðum fimm mörk. Núnez og Riise voru feykisprækir á köntunum og Pongolle var frábær í framlínunni, á meðan Baros átti óvenju rólegan dag. Um miðjuna og varnarlínuna okkar er síðan lítið að segja, þar sem þeir mættu nákvæmlega engri mótspyrnu og voru bara í jólapælingum… 🙂
Hvað liðsbreytingar varðar held ég að þetta sé sniðugt hjá Benítez. Á meðan Mourinho er að væla um að hann hafi aðeins 16 leikmenn heila þá erum við núna loksins með nokkuð heilan hóp og Benítez virðist ætla að nýta sér breiddina, til að halda lykilmönnum ferskum og til í slaginn.
Það gæti borgað sig á nýársdag gegn Chelsea, ef menn eins og Makelele, Lampard og Robben verða kannski þreyttir eftir að hafa spilað alla leiki Chelsea síðustu tvo mánuði þá gætum við haft menn eins og Alonso, Kewell, García og jafnvel Gerrard og Baros nokkuð ferska og góða.
Það yrði mikill plús fyrir okkur í þeim leik, og því er bara um að gera að nýta sér breiddina gegn “lakari” liðum eins og í dag. Flottar pælingar hjá Benítez. :biggrin:
Mér fannst nú enginn glæsibragur yfir leik liðsins í fyrri hálfleik. Það var raunar ekki fyrr en við vorum orðnir manni fleiri sem það var hægt að tala um einhverja yfirburði Liverpool í leiknum.
Vont hvað maður gat nú ekkert lesið útúr þessu Liverpool liði eftir leikinn. Við vissum alveg að Riise skýtur fastl, að Gerrard finnst gaman að skjóta á markið, að Flo-po er flinkur með boltann og að Alonso getur gefið sendingar. Eina sem ég sá nýtt var raunar hversu snöggur hann Nunez er. Vonandi verður hægt að hvíla einhverja í Southampton leiknum (og samt ná 3 stigum) því við þurfum alla topp mennina og þeir þurfa allir að ná topp leik á móti Chelsea.