Hey, psst! Hver vill fá Aimar í jólagjöf?

Þetta er slúður. Þetta er slúður. Þetta er slúður. Þetta er slúður. Þetta er slúður…

…ég verð að halda áfram að endurtaka þetta, svo að ég bilist ekki úr eftirvæntingu…

…Þetta er slúður. Þetta er slúður. Þetta er slúður. Þetta er slúður. Þetta er slúður…

4 Comments

  1. Sælir og gleðilega hátíð.

    Hvort sem um slúður sé að ræða eða ekki þá eru það svona leikmenn sem eiga að vera á innkaupalista okkar. Leikmenn sem við vitum að eru í heimsklassa og munu bæta liðið með komu sinni. Sjáum nýjasta dæmið, Morientes eða Anelka, þetta eru leikmenn sem eru jafn góðir ef ekki betri en þeir sem fyrir eru.

    Um daginn fékk ég inn um lúguna nýjasta tölublað Rauða hersins, þar er að finna skemmtilegt viðtal sem tekið var við fyrrverandi Liverpool hetju Phil Neal. Í því viðtali kemur meðal annars fram að þegar hann var að spila með Liverpool á gullaldarárunum, þá hafi Bob Paisley alltaf keypt nýjan leikmann(leikmenn) á hverju ári sem voru álíka góðir ef ekki betri en þeir sem fyrir voru. Þetta jók á samkeppnina innan liðsins sem skilaði sér svo í frekar mörgum titlum ef ég man rétt.

    Svona hugafar vill maður sjá hjá okkar mönnum í dag. Ekki að kaupa leikmenn sem gætu orðið næsti Zidane eða Viera. Heldur að kaupa leikmenn sem þegar eru komnir í ákveðinn standard (klassa) og munu því veita þeim sem fyrir eru verðuga keppni um stöðu í liðinu eða einfaldlega slá þá út. Því segji ég inn með meiri peninga og þar með mikið betri leikmenn.

    Vonandi höldum við áfram að vera linkaðir við heimsklassa leikmenn, og hver veit nema einn daginn endi einn eða fleiri slíkir á Anfield.

    Jólakveðja
    Krizzi

  2. Ég er búinn að opna allar jólagjafirnar, en ég væri alveg til í að fá hann í afmælisgjöf núna í byrjun janúar.

    Já, og ég væri alveg til í að rekast á Jack Bauer hérna í miðbænum. Það væri svona áramótagjöf.

  3. Hagnaður … ef þú rekst á Jack Bauer í miðbænum þar sem þú býrð þýðir það að þú ert líklega í bráðri lífshættu.

    Er sniðugt að vilja rekast á hann úti á götu?

W.B.A. 0 – Liverpool 5

Southampton í dag!