Jæja, það er augljóst að það er stutt í að leikmannagluginn opni aftur. Mikið líf er að færast í slúðurdálka í tengslum við Liverpool. Í dag hefur fókusinn verið á þremur leikmönnum.
Í fyrsta lagi virðist það staðfest að Liverpool er að reyna [að kaupa Scott Carson](http://liverpool.rivals.net/default.asp?sid=890&p=2&stid=8369054), 19 ára gamlan markvörð Leeds. Nokkrar vefsíður halda því fram að Leeds hafi hafnað tilboði frá Liverpool uppá 250.000 pund. Chelsea hefur einnig áhuga.
Í öðru lagi er það Argentínumaðurinn [Maurico Pellegrino](http://www.destinationfootball.net/mainsite/playerDetail.aspx?playerCode=51833&country=&club=52268§ionID=10011), sem er núna með [lausan samning](http://liverpool.soccer24-7.com/general/3433) og er einsog allir aðrir Valencia leikmenn orðaðir við Liverpool. Maurivio er stór og sterkur argentískur varnarmaður, sem Rafa hafði mikið dálæti á, en Ranieri hefur ekki notað. Ef hann kemur ókeypis, þá er hann frábært cover í vörnina hjá okkur. Pellegrino er 33 ára gamall.
Svo er það vinur okkar, Pablo Aimar, slúðursíður halda því nú fram að Liverpool hafi gert [Valencia tilboð uppá 8 milljónir punda](http://www.liverpool-mad.co.uk/news/loadnews.asp?cid=TMNW&id=195981). Þetta er þó frá frekar óáreiðanlegum heimildum, en það vekur þó athygli að Valencia hafa verið með allskonar yfirlýsingar um að ef Aimar verði seldur, þá verði það fyrir mikinn pening, þannig að það virðist vel vera inní myndinni að hann fari frá Valencia.
Valencia menn segja í Marca að þeir [selji Aimar ekki fyrir minni pening en þeir borguðu River Plate fyrir 4 árum](http://www.infobae.com/notas/nota.php?Idx=158815&IdxSeccion=100689). Það er 16 milljónir punda.
**Uppfært (Einar Örn)** Ja hérna, ég var varla búinn að setja þessa frétt inn þegar ég sé þessa frétt á Marca.com: [Aimar neitar því að hann vilji fara frá Valencia](http://www.marca.com/edicion/noticia/0,2458,576998,00.html). Þeir vísa þar í [yfirlýsingu, sem birtist á official Valencia vefnum](http://www.valenciacf.es/noticias/prelimin.asp?idnoticia=7195&idioma=1&IdBanner=Aleatorio), sem hljómar nokkurn veginn svona:
>Valencia hefur sett sig í samband við Pablo Aimar, sem hefur staðfest að hann hafi ekki verið með neinar yfirlýsingar né veitt nein viðtöl við enska fjölmiðla undanfarna daga.
>Einnig vill Valencia koma því á framfæri að upplýsingar á heimasíðu Liverpool (*væntanlega [þessi frétt](http://www.liverpoolfc.tv/mediawatch/drilldown/MW7371041229-0841.htm) – innsk. Einar Örn*), sem staðfestir tilboð Liverpool í leikmann okkar, Pablo Aimar, er með öllu ósönn.
>Í sömu frétt er vitnað í Agustin Morera, talsmann Valencia, sem hefur aldrei talað við enska fjölmiðla. Raunveruleg skýring á þessum ummælum Morera er “platfrétt”, sem var sett inná vefinn [foroche.com](http://foroche.com/) þann 28.desember, sem er einmitt “dia de los inocentes” (*1. apríl þeirra Spánverja – innskot Einar Örn*) og var sett inn sem gabb.
Ok, núna er Liverpool bloggið búið að skúbba alla ensku fjölmiðlana
Englendingarnir féllu semsagt fyrir spænsku aprílgabbi varðandi tilboð Liverpool. Magnað. Við eigum þó ábyggilega eftir að heyra meira af þessu máli.
Er 1. apríl 28. desember á Spáni? Í hvaða tilveru???
Oh well … bara tilhugsunin um að Aimar væri að koma hefur yljað mér síðustu daga. Maður vissi að það væri eitthvað við þetta sem passaði ekki alveg og nú hefur komið í ljós að það reyndist rétt.
Þetta verður samt greinilega feykispennandi og áhugaverður janúarmánuður, það er á hreinu!
Sjá [hér um 28.desember](http://www.etenerife.com/Day%20Of%20Innocent%20Saints.htm). Spánverjar er vissulega snillingar að halda 1.apríl í desember :biggrin2:
En það breytir ekki hinu, að mér finnst það skrítið að Aimar skuli neita þessum kvótum og segjast aldrei hafa farið í viðtal við enskt blað. Það finnst mér hæpið. Það hlýtur að vera eitthvað meira á bakvið þetta.