Morientes: ÉG FER TIL LIVERPOOL! (uppfært: NEi, HANN SAGÐI ÞETTA EKKI!)

Sama hvað enskir fjölmiðlar rembast við að orða Morientes við alls konar lið, þá er Fernando harðákveðinn. Hann [segir í viðtali](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N147277041230-0849.htm):

>”Yes, I am going to England – I have decided. I will go to Liverpool and for many reasons. The main reason is the coach Rafa Benitez. He is Spanish and knows me perfectly, which is worth a lot for a professional.

>”We have asked Real Madrid to make a fast solution and I don’t want to expand any further, except to say I am already looking through the English dictionary.”

Núna eru bara tveir dagar í að glugginn opni. Vonandi að þetta klárist sem fyrst.

Samt athyglisvert þessu tengt að Real Madrid eru að [skipta um þjálfara](http://www.marca.com/edicion/noticia/0,2458,577118,00.html) (aftur!) og er Wanderlei Luxemburgo, fyrrverandi þjálfari Brasilíu að taka við.


**Uppfært (Einar Örn) – kl 12:35**: Ja hérna hér, þessi hringavitleysa heldur áfram. Það er ágætt að kunna spænsku þessa dagana, því Marca menn eru ansi öflugir. Þeir voru að birta viðtal við umboðsmann Morientes og hann [HARÐNEITAR því að Morientes hafi sagst viljað fara til Liverpool!!!](http://www.marca.com/edicion/noticia/0,2458,577175,00.html) (sjá hræðilega enska þýðingu [hér](http://translate.google.com/translate?u=http%3A%2F%2Fwww.marca.com%2Fedicion%2Fnoticia%2F0%2C2458%2C577175%2C00.html&langpair=es%7Cen&hl=en&c2coff=1&ie=UTF-8&oe=UTF-8&prev=%2Flanguage_tools)).

Gines Carvajal, umboðsmaður Morientes, segir einnig að aðstæður séu mjög breyttar núna víst að Wanderlei Luxemburgo hefur tekið við sem þjálfari hjá Madrid!!! Carvajal segir að núna vilji þeir bíða og sjá hvað breytist með nýjum þjálfara hjá Real Madrid!

Hvað er í gangi?

Ég spái því núna að Benitez snúi sér nú að Nicolas Anelka.

2 Comments

  1. Hæ hó jibbí jei. Nú verður gaman.

    Þetta eru frábærar fréttir…nú er bara vonandi að þær rætist.

  2. Þetta er nú málið með þetta transfer tal, það er ekkert öruggt fyrr en að leikmaðurinn heldur uppi liverpool treyju með nafninu sínu aftan á á blaðamannafundi. Maður hefur í gegn um tíðina oftar en ekki verið búin að losa tappann á kampavíninu eftir fréttaflutning af einhverri stjörnunni sem að skilja mátti að sæti við hliðið inn á Anfield með ferðatöskuna sína og beði eftir að einhver hleypti honum inn,aðeins til að frétta daginn eftir að þetta var tómt þvaður í umboðsmanninum hans til þess að hækka verðið á honum. Nú bíð ég rólegur eftir að haldin verði blaðamannafundur í janúarmánuði og þá kemur í ljós hvaða nöfn verða á treyjunum. 😉

Nei, ekki Igor!!!

Kewell frá í mánuð!