Steve Hunter skrifar góða grein á official heimasíðuna í dag: [Lady Luck has deserted Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N147313050102-1339.htm). Þar fjallar hann um hversu ótrúlega óheppið þetta Liverpool lið hefur verið á þessu tímabili.
Ég er reyndar ekki mjög fylgjandi því að vera að afsaka hluti í fótbolta með heppni, en það verður þó ekki hjá því komist að sumir hlutir hafa verið með hreinum ólíkindum hjá Liverpool í vetur.
Það að Gerrard skuli fótbrotna án þess að neinn komi við hann. Það að Lampard skuli fótbrjóta Xabi Alonso með broti, sem getur varla talist mjög gróft. Og að löppin á Djibril Cisse skuli fara í tvennt vegna tæklingar, sem var ekki af ásettu ráði. Þetta getur ekki fallið undir neitt nema stórkostlega óheppni.
Að ekki sé minnst á “handbolta” andstæðinganna. Hvernig Tiago kýldi boltann frá Nunez í gær. Hvernig Izzet tók boltann með höndinni og hvernig Saviola lagði boltann fyrir sig með höndinni á móti Monaco. Dómararnir dæmdu aldrei okkur í hag!
Athyglisverður punktur frá Hunter varðandi ákvörðun Riley dómara:
>Reds defender Jamie Carragher said: “The referee knew he had made a mistake because in the next five minutes he gave us everything: “He even had the whistle to his lips as though he was going to blow and then gave us nothing. It was very hard to take.”
>Riley’s explanation that he was going to give a penalty but change his mind because he thought a Liverpool player was going to be fouled shortly afterwards was a ridiculous assessment and even Sky TV’s Andy Gray admitted he was totally bemused by the official’s comments.
Það er vissulega erfitt að sætta sig við stöðuna, sem við erum í dag, en það má þó hrósa liðinu fyrir að hafa leikið frábærlega á köflum. Ólíkt því, sem gerðist undir Houllier, þá get ég hreinlega ekki nefnt einn einasta leik, þar sem við vorum áberandi lélegra liðið, fyrir utan leikinn á móti Man U. Við vorum betri aðilinn í öllum leikjunum í Meistaradeildinni og það sama hefur átt við í deildinni. Það, sem helst hefur háð okkur er að hafa ekki klárað leikina með því að nýta færin okkar.
Hefðum við bara klárað færin á móti Birmingham, Portsmouth, Aston Villa, Everton og Tottenham þá hefðu þeir leikir breyst úr töpum í jafntefli eða jafteflum í sigra. Ég man ekki eftir neinum leik, þar sem við vorum lélegri og fengum eitthvað, sem við áttum ekki skilið. Kannski er minnið að bjaga mig eitthvað núna og ég veit að ég horfi ekki á Liverpool leikjum með hlutlausum augum. En á síðustu tímabilum undir Houllier gerðist það gríðarlega oft að maður var dauðfeginn í leikslok að við skyldum hafa komist upp með heppnissigra eða jafntefli. Það hefur ekki gerst undir Benitez.
Ég veit að margir munu hlæja að þessu, en ég skal leyfa mér að halda því fram að það sem aðskilji okkur og “toppliðin 3” í ár sé heppni! Í fyrra var gríðarlegur getumunur á liðunum, en undir Benitez er hann ekki til staðar.
Ég er alveg nákvæmlega sammála þessum punkti Einar. Ég myndi reyndar segja að gengi okkar í ár sé tvenns eðlis: óheppni og umrót. Því fyrra var gerð góð skil í greininni sem þú vísaðir á og einnig var skrifuð góð grein um óheppni á RAWK.com. Mæli einnig með henni.
En hitt er líka málið að liðið stóð í talsverðu umróti frá því í maí og það umrót stendur enn yfir. Vissulega eru meiðslavandræði stór hluti af þessu umróti en þarna kemur líka inní breytt þjálfaralið með breyttar áherslur (og breytt tungumál), ný hlutverk fyrir marga leikmenn liðsins (dæmi: Pongolle á kant og Kewell frammi vegna mannskorts) og svo mætti lengi telja.
Þetta er bara fyrsta árið hans Rafa og ef við hefðum haft flesta okkar leikmenn heila frá byrjun er ég handviss um að við værum svona 10-15 stigum ofar í deildinni, allavega. Það að við skulum þó vera fyllilega í baráttunni um 4. sætið, komnir í undanúrslit Deildarbikarsins og 16-liða úrslitin í Meistardeildinni þrátt fyrir að hafa verið í tómu tjóni frá því síðasta sumar er bara Benítez til hróss, og það sama gildir um boltann sem við höfum verið að spila!
Ég er bjartsýnn á framtíðina en það er alveg ljóst að ef við eigum að vera áfram jafn óheppnir með mikilvæga dóma í mikilvægum leikjum, og meiðsli, þá skiptir nokkurn veginn engu máli hvern eða hverja við kaupum.
Einhvern tímann hlýtur heppnin að snúast okkur í vil.
Já, vissulega mjög góður pistill hjá Tomkins! Allir ættu að lesa [pistilinn](http://www.redandwhitekop.com/article.php?id=743445&PHPSESSID=de516b04a188063609be0cdae8a96fd7). Hann telur m.a.s. upp 12 atriði, sem hafa kostað okkur stig í vetur. Ég hef verið að velta þessu heppnismáli fyrir mér en Chelsea leikurinn var bara toppurinn á þessu öllu.
Jamm. Ef við förum yfir þessi 12 atriði sem hann nefnir og teljum til þau stig sem það kostaði okkur þá telst mér til að það séu 15 stig í deildinni.
34 + 15 = 49 stig sem myndi setja okkur í annað sætið í deildinni, með jafnmörg stig og Chelsea sem hefðu þá réttilega tapað gegn okkur.
Sem sagt, ef menn vilja vera mjög öflugir og telja þessi stig öll til okkar værum við á toppi deildarinnar núna. En það er auðvitað frekar langsótt hugsun, en sýnir samt hversu mjög vafasamir dómar hafa kostað okkur. Þótt við hefðum bara fengið sjö af þessum fimmtán stigum værum við í fjórða sæti núna, einu á undan Everton.
Það hefur verið skotið á mig dálítið oft sem LFC aðdáanda þegar Henchoz varði á línu með hendi í bikarnum gegn Arsenal forðum og þegar Babbel bjargaði líka marki á línu. Einnig þegar dómarinn hjálpaði okkur gegn Barcelona forðum og hætti við vítaspyrnuna eftir að LFC leikmenn mótmæltu og allt hefur þetta verið sagt við mann þar sem maður er LFC aðdáandi og við ættu mekki að vera að kvarta svona. Well, ekki getum við gert af því að það sé ekki búið að koma með myndavélar á vellina til að dæma svona vafaatriði. Ég vil sjá myndavélar til að skera úr svona stærri vafaatriðin í leikjum. Það tekur svona 10 sekúndur að skera út um hvort um víti hafi verið að ræða á Tiago í staðinn fyrir að röfla í dómaranum í 2-3 mínútur. Löngu tímabært!
Jæja, heppni. Menn skapa sér hana sjálfir. Afhverju stefnir allt í að Chelsea séu að verða meistarar? Af því að þeir eru “heppnir” (eins og sigurinn á Liverpool sýndi). Lið skapa sér sýna eigin heppni og sjálfstraust á þar mikinn þátt.
Þorgrím Þráinson skrifaði grein í fréttablaðinu (minnir mig) þar sem hann talaði um hvernig leikmenn í íslensku deildinni kynnu ekki að hafa áhrif á dómarana, vegna t.d. innkasta. Að ganga rösklega á eftir boltanum eftir að hann fer útaf gefur t.d. til kynna að sá aðili eigi fullan rétt á honum. (Þetta er bara eina dæmið sem ég man eftir). En það sem er þá “pointið” er að leikmenn verða stundum að sækja ákvarðanir frá dómaranum sjálfir og leikmaður sem geislar af sjálfsöryggi hefur að sjálfsögðu áhrif á dómarann, án þess að ég sé að tala um að leikmenn eigi að jagast meira í dómurunum, nóg gera þeir nú af því.
En varðandi meiðslin, ég vona að einhver í þjálfaraliðinu sé að skoða þær líkamsæfingar sem leikmenn eru settir í og athuga hvort þar sé mögulega eitthvað að, þessi ökkla og leggja meiðsl eru alltof algeng.