Jæja þá er maður mættur heim í sófann, kaldur eftir erfiðan vinnumorgun. En allavega, byrjunarliðið er mætt til að hlýja manni:
Finnan – Carragher – Hyypiä – Warnock
Núnez – Gerrard – Diao – Riise
García – Mellor
Bekkur: Harrison, Raven, Hamann, Traore, Pongolle.
Það er greinilega verið að gefa Hamann, Traore og Flo-Po smá hvíld eftir að hafa spilað þrjá leiki í röð, á meðan Baros og Kirkland eru enn meiddir eins og búist var við.
Verður spennandi að sjá þennan leik. Mér líst ágætlega á þetta lið að öllu leyti nema einu: mun Salif Diao einhvern tímann eiga stórleik fyrir Liverpool?
Efast um það … en auðvitað vonar maður það alltaf þegar maður sér hann í liðinu. Plís Salif, láttu okkur Einar éta orð okkar … plííís!
Það er hálfleikur núna og ég er að kíkja á síðuna ykkar til að gá hvort þið segið eitthvað um hann Biscan…Hvar er kallinn eiginlega?
Vona að Diao fari útaf núna fyrir Hamann. Hann er búinn að vera slaaakur! :confused: