Hvar er Fernando Morientes?

LFC Online [halda því fram](http://www.liverpool-mad.co.uk/news/loadnews.asp?cid=TMNW&id=197518) að Fernando Morientes hafi verið ásamt umboðsmanni sínum í Liverpool í vikunni. Þó mjög óáreiðanlega fregnir.

Annars berast þær athyglisverðu fréttir frá Spáni að Marca menn halda því fram að Luxemburgo [muni stilla upp Ronaldo og títtnefndum Morientes gegn Real Socidead í kvöld](http://www.marca.com/edicion/noticia/0,2458,578750,00.html). Leikurinn í kvöld er einmitt restin af leiknum sem var frestað vegna sprengjuhótunnar fyrir nokkrum vikum. Því verða aðeins leiknar 6 mínútur en þetta sendir samt ákveðin skilaboð um það hvað Luxemburgo ætlar sér í framherjamálum hjá Madrid.


Uppfært (Kristján Atli): Ókei, þannig að Real Madríd unnu “7 mínútna leikinn” í kvöld, eða mínúturnar sem voru eftir af leik þeirra við Real Sociedad á Bernabeau þegar leikurinn var flautaður af vegna sprengjuhótunar fyrir mánuði.

Og það sem meira er, FERNANDO MORIENTES VAR Í BYRJUNARLIÐINU, sem þýðir væntanlega að (a) hann er ekki í Liverpool-borg þessa dagana að ganga frá félagaskiptum, (b) kaupin á honum voru ekki orðin klöppuð og klár fyrir opnun gluggans eins og sumar vefsíður gáfu til kynna og loks, (c) Luxemburgo þjálfari Real er að senda honum skýr skilaboð um að hann vilji hafa hann áfram sem hluta af sínum hópi.

Þannig að Morientes er aftur vel inní myndinni hjá Real? Flott fyrir hann, kominn tími á að hann fengi þann séns sem hann verðskuldar. En … hvað með okkur?

Anelka?

Úff … þetta verða slúðurríkir dagar á næstunni…

6 Comments

  1. Það er svo sem alveg vel hugsanlegt að Owen sé ekki í jafn miklum metum hjá Luxemburgo og hann láti hann fara 🙂

  2. Það er eitthvað sem segir mér að Morientes sé út úr myndinni, að Luxemburgo sé maður með viti og leyfi honum ekki að fara. Ef það gerðist þá náttúrulega snýr maður sér beint að Anelka og fer að spá … en maður hlýtur samt að spyrja sig: hvað ef hvorugur þeirra er að koma?

    Hver þá?

    Hmmm…

  3. Gæti þetta ekki verið “seinasti leikurinn fyrir Real Madrid”. Maður lifir í voninni :rolleyes:

  4. Á YNWA foruminu segir einn:

    Morientes has just done alap of honour around the Bernebeau and threw his shirt into the crowd

    Hljómar eins og síðasti leikurinn.

Mat okkar á hópnum á fyrri hluta tímabilsins! (þjálfarinn)

Pellegrino orðinn Liverpool leikmaður