Benitez er að leita að [reyndum markmanni](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4152179.stm) núna í janúar.
Einn besti markvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni, Carlo Cudicini, situr á bekknum hjá Chelsea og á ekki sjens á að komast í liðið nema að Peter Chech meiðist.
Hvað gerist næst?
**BAMM!**
[Cudicini linked](http://liverpool.rivals.net/default.asp?sid=890&p=2&stid=8369770). Hverjum hefði dottið þetta í hug? Umboðsmaður Carlo segir víst í viðtali:
>”In England there could be some clubs interested. Liverpool could be interested in Carlo but other clubs also.”
>”I’m waiting to have a meeting with Chelsea to speak about the situation. But Carlo is very relaxed about it.”
Carlo á Anfield, STRAX! Vandamálið er reyndar að hann hefur líka verið orðaður við Arsenal og Man U – en hverjum er svo sem ekki nákvæmlega sama um þau lið?
Geggjað væri að fá Carlo Cudicini, hann allavega ver alltaf best á Anfield þegar hann spilar þar! Annars er mér nokk sama hvaða markmann við tökum svo framarlega sem hann er góður og ekki Roy Carroll!
Hérna er annað vídeó af Carroll eða allavega markmaður sem er í sama gæðaflokki. [http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=1203]
Það væri algjör draumur í dós að fá Cucidini! Selja Kirkland og fá 3-4 mills fyrir hann, þá væri Dudek og Cucidini eftir! Hversu gott par er það?