Burnley í FA bikarkeppninni í kvöld!

Úff, eftir 4 leiki á 9 dögum þá er kominn tími á að aðalliðið okkar fái hvíld. Þannig að á föstudagskvöldinu fáum við þá ánægju að sjá kjúklingana, eða ‘Rafa’s Babes’ eins og þeir eru kallaðir úti, takast á við lið sem er einhvers staðar um miðja fyrstu deildina (eða “Championship” eins og hún er kölluð, pffft!)

Jamm, þannig að þetta er FA bikarinn og hann virkar þannig að í gegnum tíðina hafa allir getað unnið alla. Og yfirleitt hefur það verið nánast venjan að eitt stórlið fellur út fyrir minni spámönnum í hverri umferð. En það er einmitt þetta Davíð/Golíat-syndróm sem er svo heillandi við þessa keppni. Þannig að þótt við eigum að klára leikinn annað kvöld, þá eru þetta óreyndir strákar hjá okkur á útivelli … og ég hef bara ekki hugmynd um hvað gerist.

Líklegt byrjunarlið:

Dudek

Raven – Whitbread – Traoré – Warnock

Potter – Biscan – Diao – Riise

Mellor – Pongolle

Það hefur allavega verið rætt um það að þeir Raven, Whitbread, Warnock og Potter verði í byrjunarliðinu á morgun og eins hafa þeir Hyypiä, Carragher, Finnan, Gerrard, Hamann, García og Núnez verið nefndir sem þeir sem muni hvíla. Þannig að ef við tökum þessa gæja úr dæminu er þetta bara nokkuð líklegt byrjunarlið. Eitthvað svona allavega.

Hvað get ég sagt um þennan leik? Hann verður spennandi, það verður stemmning á vellinum og Burnley-menn munu leggja allt kapp á að sigra okkur. Þeir voru reyndar að selja sinn besta mann, markaskorara og fyrirliða, Robbie Blake, til Birmingham á mánudaginn en verða eflaust grimmir engu að síður.

MÍN SPÁ: Ég spáði um réttar lokatölur gegn Norwich og sá fyrir að García myndi skora þannig að eigum við ekki að segja að við tökum þetta svona 4-2 í æsispennandi leik? Mellor og Pongolle skora tvö hvor … nema Potter fari að læða einu inn. 🙂

Þetta verður allavega gaman. Mér finnst eitthvað svo afslappandi að horfa á kjúklingana í bikarkeppnunum. Síðast þegar þeir spiluðu var það gegn Tottenham í 8-liða úrslitum Deildarbikarsins og þótt það liti lengi vel út fyrir að við myndum tapa þeim leik höfum við Einar sjaldan hlegið og skemmt okkur jafn mikið yfir einum leik og þá … einfaldlega af því að við vorum lausir við alla spennu. Við gerðum engar kröfur. Það verður eitthvað svipað í gangi á morgun.

Minni samt á að það hefur víst verið hellirigning í Burnley þessa vikuna og menn óttast að ef það hellirigni á leikdag verði að fresta þessum leik – þannig að fylgist með fréttum hér eða á öðrum netsíðum varðandi það hvort leikurinn fari ekki örugglega fram.

Áfram Liverpool!

6 Comments

  1. Finnst þér ekkert líklegt að Núnez verði með í dag? Hann var svo slappur í síðasta leik að honum veitir ekki að fá að spreyta sig strax aftur til að losa sig við það úr minninu.

  2. Jú reyndar hef ég verið að hugsa það í dag. Af tveimur þá væri líklega meira vit í að hvíla Riise sem hefur spilað mest allra í vetur fyrir utan Carra og Sami. Þannig að við skellum Potter bara yfir til vinstri og setjum Núnez í liðið. Þá var ég að lesa það einhvers staðar að Otsemobor og John Welsh myndu líka byrja inná, þannig að ætli liðið í kvöld verði ekki bara opinberlega kallað Biscan & Kjúklingarnir? :biggrin:

  3. Þetta er einmitt leikurinn til að leyfa kjúllunum spreyta sig ásamt þeim sem eru oft í hóp en fá kannski ekki að spila mikið t.d. Biscan, Diao, Mellor, Nunez, Warnock og síðan þeir yngri eins og Welsh, Potter, Raven, Whitebread, Mannix, Partridge og co.

    Ég er þess full viss um að t.d. Biscan, Warnock, Raven, Welsh, Potter og Raven munu sanna í kvöld að þeir eiga skilið að fá fleiri tækifæri með aðalliðinu (alla vega vona ég það)

  4. Uppfært:
    Var að sjá að mbl.is að næstum allir kjúllarnir eru í hóp í kvöld og að Gerrard og Baros er 100% ekki með. Sem reyndar allir vissu…

    Neil Mellor, John Welsh, Darren Potter, Zak Whitbread, David Raven og Mark Smyth eru allir í leikmannahópnum.

    Við spiluðum síðast við Burnley fyrir 8 árum og unnum þá 1-0 með marki frá þunlyndum Collymore.

Cudicini?

Leiknum frestað