Liverpool hækkar tilboðið í Morientes og varamarkvörð Real! (uppfært! x2)

[Marca halda því fram í dag að Liverpool sé búið að hækka tilboð sitt í Morientes uppí 7 milljónir punda](http://www.marca.com/edicion/noticia/0,2458,579708,00.html). Sky Sports [staðfesta](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=248584) þetta og segja nú aðeins tímaspursmál hvenær þessum viðræðum líkur.

Það, sem kemur á óvart í þessu er að Rafa Benitez vill víst að annar af varamarkvörðum Real Madrid, [Cesar](http://www.realmadrid.com/web_realmadrid/templates/minisite/fichajugador.jsp?idpersona=135) eða [Diego Lopez](http://www.realmadrid.com/web_realmadrid/templates/minisite/fichajugador.jsp?idpersona=627) fylgi með í kaupunum fyrir um hálfa milljón punda. Samkvæmt Marca þá er Real Madrid tilbúið að láta Cesar fara (hann á aðeins nokkra mánuði eftir af samningnum), en ekki Diego Lopez. Cesar er 33 ára gamall, en Diego Lopez er 23 ára. Meira veit ég ekki um þá, en allar upplýsingar eru vel þegnar.


UPPFÆRT (KRISTJÁN ATLI): Ókei, nú eru Daily Mail að halda því fram að Real Madríd séu búnir að taka þessu hækkaða tilboði okkar, sem þýðir væntanlega að þeir séu tilbúnir að selja. Daily Mail halda því fram að salan gæti gengið í gegn nú um helgina, sem yrðu frábærar fréttir.

Einnig, þá hefur Kevin Keegan nú viðurkennt að Anelka megi fara eftir að hann neitaði að gangast undir fitness-próf fyrir Arsenal-leikinn á þriðjudaginn. Þannig að Anelka er að fara líka og fréttir segja að hann sé falur fyrir 8 milljónir punda.

Þannig að … 6-7 milljónir punda fyrir Morientes, 7-8 milljónir fyrir Anelka? Eftir þessar fréttir af þessum tveimur leikmönnum er ég sannfærður um að annar þeirra skrifar undir hjá Liverpool FC í næstu viku. En svo hlýtur maður að spyrja sig, ætli við fáum þá báða? Ég meina, Rafa hefur verið að tjá sig um þá báða í síðustu viku og maður hlýtur að spyrja sig hvort hann sé búinn að nota Anelka sem hótun til Real? Að hann sé að segja við þá að ef þeir séu með stæla út af Morientes þá snúi Rafa sér bara við og kaupi Anelka í staðinn?

EÐA… erum við þegar búnir að tryggja okkur Anelka, og Keegan er að “ryðja veginn” svo að brottför hans verði aðdáendum City ekki svo mikið sjokk, og því getur Benítez leyft sér að nota nafn hans til að þrýsta á Real svo að við fáum Morientes líka???

Hmmm?

Næstu dagar verða svakalegir. Ég er sannfærður um að annar þessara leikmanna skrifar undir hjá okkur – en gæti það gerst að þeir séu báðir að koma???


cesar-real.jpg**Uppfært (Einar Örn)**: Aðeins varðandi Cesar. Ég er búinn að vera að grafa aðeins upp upplýsingar um hann á netinu. Hann er semsagt 33 ára gamall og var keyptur til Real Madrid árið 2000 frá Real Valladolid. Það sama ár spilaði hann sinn fyrsta landsleik fyrir Spán, á móti Þjóðverjum.

Hins vegar, þá smám saman sló Iker Casillas hann útúr Real Madrid liðinu (það hafði nú vissulega áhrif að Casillas var alinn upp hjá Real Madrid). Þegar Casillas sló hann útúr Madrid-liðinu, þá var ekki langt í það að hann komst líka á undan Cesar í spænska landsliðið.

Cesar hefur þó haldið Casillas við efnið og slegið hann útúr liðinu nokkrum sinnum þegar Casillas hefur gengið illa. Cesar hefur verið aðalmarkvörður Real Madrid í bikarkeppninni spænsku, Copa del Rey.

Cesar spilaði m.a. úrslitaleik í Meistaradeildinni gegn Bayer Leverkusen árið 2002. Í þeim leik meiddist hann reyndar og varð að fara útaf fyrir Casillas.

Þannig að það er nokkuð ljóst að þarna er enginn aukvissi á ferð, ekki frekar en Pellegrino, sem kom til okkar í vikunni.

9 Comments

  1. Ég vill frekar fá Morientes og Cudichini.

    Morientes
    Pellegrino
    Cudichini

    Topp-kaup og myndi það gleðja mann verulega ef þessir menn kæmu.

  2. Ég held nú að ef að Cesar yrði keyptur, þá yrði hann markvörður númer 2, en ef Cudicini yrði keyptur þá væri hann miklu, miklu dýrari og myndi verða markvörður númer 1.

    Ég held að þetta sé ágætis skammtímalausn, því það er mjög ólíklegt að Chelsea séu tilbúnir að selja Cudicini núna í janúar, þar sem að þá eiga þeir engan alvöru markmann ef að Cech meiðist. Talsvert meiri líkur á að þeir séu tilbúnir að selja hann í sumar.

  3. Ég vill fá Morientes og Cucidini þá er ég MJÖG sáttur. Ég meina þessi Cesar er örugglega góður keeper en hann er 33 ára sko? Hvað finnst ykkur um það?

  4. Ég man eftir Cesar þegar hann spilaði fyrir Real í stjórnartíð Del Bosque. Hann er rosalega góður markvörður og gæti jafnvel orðið #1 valkostur hjá okkur, hann hefur alveg burði til þess. Cudicini er klassamarkvörður líka en við fengjum hann aldrei jafn ódýrt og Cesar, þannig að að mínu mati væru þetta gríðarlega góð kaup.

    Janúar: Cesar í markið, Pellegrino í vörnina og Morientes í sóknina. Ég held að það yrðu meira og minna allir sáttir við þær bætur á hópnum fram á sumarið … 🙂

  5. Já en að mínu mati eigum við að kaupa leikmenn sem eru líka uppá framtíðina, svo verðum við að passa okkur að kaupa ekki bara “Spanjóla”. Við erum með sex spánverja ef allt gengur að óskum! Er það ekki aðeins of mikið?

    Áfram L´Pool

  6. Dabbi, ég get ekki ímyndað mér að það sé líklegt að Chelsea selji Cudicini á miðju tímabili.

    Af hverju í ósköpunum ættu þeir að gera það og eiga það á hættu að eiga engan almennilegan markvörð þegar Cech meiðist. Cudicini fer frá Chelsea, en ekki fyrr en liðið fær sér almennilegan varamarkvörð.

  7. ég meina Morientes er GEÐVEIK kaup ef þau ganga í gegn,, ég held að það eigi eftir að koma mikið meira úr honum en Cisse hjá okkur,, Cisse á eftir að vera striker númer 3, þegar hann verður heill,, Cesar er reinslu mikill markmaður , fín kaup að fá hann næstum frítt,,
    Ég sé lík að menn eru að dreyma um að fá Cudicini eins og Einar Örn segjir er ekki líklegt að fá hann á miðju tímabili þegar það stefnir meðal annars í titil hjá þeim,, við reynym að næla okkur i hann þegar hann er orðinn þreyttur að vera á bekknum hjá þeim,, hann kemur inn feskur til okkar og brillerar á næsta ári 🙂 🙂

  8. Fyrsta myndin af Morientes í LFC búningi er orðin staðreynd! Veftímaritið Hundurinn hefur skákað öllum við í þeim efnunum. Og já, hann tekur sig vel út í treyjunni blessaður karlinn!

  9. Fyrir mína hönd þá vill ég frekar fá Anelka en Morientes. Hann er með betri tölfræði en Morientes hjá sínum kúbbi og hann er gjaldgengur í Meistaradeildina og FA Cup. Annars væri frábært að fá þá báða, en fyrir mig þá finnst mér Anelka betri kosturinn.

Leiknum frestað

Meira af Cesar og Morientes + annað slúður