- Hæ, við ætlum að pakka þessum Man U viðbjóði saman á morgun!!!
Jæja, Steven Gerrard var valinn [leikmaður mánaðarins í desember í ensku úrvalsdeildinni](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4174779.stm). (Jol hjá Tottenham var valinn þjálfari mánaðarins). Þeir, sem hafa hlotið þessa nafnbót í vetur eru:
Ágúst: Reyes
September: Ledley King
Október: Andy Johnson
Nóvember: Robben
Desember: Gerrard
Gott mál. Enda hefur Gerrard verið stórkostlegur eftir að hann kom tilbaka úr meiðslunum. Maður stendur sjálfan sig að því að minnast varla á það þegar Gerrard á frábæra leiki, því standardinn er svo hár hjá honum.
Hvernig væri að hann myndi nú fagna þessu með því að leggja upp nokkur mörk á morgun á móti Man U: Gerrard to Garcia to Morientes GOOOOAAAL!! 🙂
Annars athyglisvert að meðan við erum að styrkjast, þá er liðið í sætinu fyrir ofan okkur að selja sinn [langbesta leikmann](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/e/everton/4167127.stm). Gott mál!
Einnig þá er Demento að halda því fram að [Giggs og Ferdinand séu tæpir](http://www.breakingnews.ie/2005/01/14/story184724.html) fyrir leikinn á morgun. Aha, nákvæmlega. Alveg einsog Henry átti að vera meiddur fyrir Arsenal leikinn. Ég skal éta hattinn minn ef að Ferdinand verður ekki með á morgun!
morientes og rafa saman á anfield :biggrin2:
Áttu virkilega hatt!? :biggrin2:
Jamm, flottan leðurkúrekahatt, sem ég keypti í Kólumbíu fyrir einhverjum árum. 🙂
Er þetta svona Indiana Jones hattur?