- Múhahahhahaha, ég ætla sko til Liverpool næsta sumar, enda er Rafa svo mikil dúlla!.
Jæja, þá er Santiago Solari fréttin, sem ég [birti um helgina](http://www.kop.is/gamalt/2005/01/23/10.37.20/) farin að verða athyglisverð.
Þeir miðlar, sem fréttin birtist í um helgina, voru þó ekkert alltof áreiðanlegir, en þrátt fyrir það ákvað ég að taka slaginn og skella þessu inn, þar sem mér þótti þetta ekki vera svo vitlaus hugmynd.
Jæja, núna eru áreiðanlegri miðlar farnir að tala um Santiago Solari og Liverpool.
Chris Bascombe [heldur því nefnilega fram í Liverpool Echo](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0100news/0100regionalnews/tm_objectid=15110873%26method=full%26siteid=50061%26page=1%26headline=benitez%2dsets%2dsights%2don%2dsolari-name_page.html) að Solari sé efstur á óskalista Rafa Benitez í sumar. Bascombe er ekki vanur að skrifa einhverja vitleysu!
Bascombe skrifar:
>RAFA BENITEZ has made Real Madrid midfielder Santiago Solari a prime transfer target as he prepares a radical rebuilding of his squad this summer. The Liverpool boss will return to Spain in an attempt to lure the Argentinian winger to Merseyside on a free Bosman transfer, although he faces competition from Manchester United and Inter Milan for his signature.
>Benitez hopes the Spanish influence which helped entice Fernando Morientes to Anfield will prove successful again. Solari, 28, is free to sign a pre-contract agreement with clubs now before completing a move on July 1, 2005. He’s made over 200 appearances for Real Madrid, but had limited opportunities this season.
>Benitez is under no illiusions about the scale of restructuring needed to make Liverpool challengers again.
>Although his squad has been decimated with injuries in recent weeks, he’s seen enough to know the squad he inherited is well below the necessary standard.
Sá einhver markið, sem Solari skoraði um helgina fyrir Real Madrid??? VÁ!
Vorum við Kristján ekki að tala um að okkur vantaði kantmenn? Þetta sannar enn einu sinni að Rafa Benitez les þessa síðu 🙂
Ef að Solari kæmi, mundi það tákna brottför Kewell ? Eina áhyggjuefnið væri hversu fljótt Solari mundi venjast deildinni ef að hann kæmi.
Gatur kannski Pellegrino, eftir allt saman, reynst okkur vel og laðað að fleiri argentíska snillinga (Pablo Aimar :biggrin:) ?
Ég held nú líka að Pellegrino geti nú reynst okkur vel sem leikmaður. Eigum við ekki að gefa honum meira en 180 mínútur til að sanna sig 🙂
Annars, er ég ekki viss um að Solari myndi koma í stað fyrir Kewell. Okkur veitir ekki af einhverri breidd á þessum köntum. Garcia og Kewell geta líka spilað frammi og Garcia getur skipt á milli kanta, þannig að með Garcia, Kewell og Solari þá værum við með þrjá góða kantmenn, sem gætu skipt hlutverkum á milli sín.
En ég geri mér auðvitað grein fyrir því að Real Madrid munu vilja halda í Solari og þetta verður alls ekki auðvelt.
Já ég sá markið hjá honum Solari, snilld. Hann skoraði það á hægri kantinum, er hann ekki vinstri kantmaður? Bara gott ef hann getur spilað hægri líka því ef Kewel kemst í sitt besta form (eins og áður hann meiddist aftur í náranum) og Solari á hægri kantinum þá er kanta breyddin komin, brilliant.
Nei. Þetta er ekki lengur spurning um að hafa bara sterkt 11-manna byrjunarlið heldur nægilega sterkan 22-manna hóp, þannig að það séu a.m.k. tveir klassaleikmenn um hverja stöðu. Því ættu Kewell, Solari og jafnvel García að geta skipst á um kantstöðuna vinstra megin.
Ég vona að hægri kantmaður verði bendlaður við okkur á næstunni, GÓÐUR hægri kantamður. Það væri rábært EF að Solari kæmi, en væri þá ekki málið að taka inn tvo hægri kantmenn? Væri óraunhæft að ná í S.W.Phillips og Routlidge næsta tímabil ? Er ég sá eini sem að held því fram að Garcia er ekki hægri kantari ?