Jæja, það er komið að því. Eins og glöggir menn hafa tekið eftir undanfarna daga hefur Einar Örn verið fjarverandi, en hann fór til útlanda á laugardaginn síðastliðinn og verður í tvær vikur, upptekinn við vinnu. Þá vill svo skemmtilega til að ég er sjálfur að fara út til Liverpool-borgar á föstudagsmorgunn í þeim tilgangi að horfa á okkar ástkæra lið spila gegn Fulham á laugardag (og djamma feitt alla helgina!) og þar sem ég kem ekki heim fyrr en á sunnudagskveldið erum við í fyrsta sinn í þeirri aðstöðu að hvorugur okkar getur uppfært síðuna yfir helgina.
Við höfum samt fengið góða hjálp og á meðan ég verð úti mun hann Benni Jón ofurLiverpoolpenni væntanlega láta heyra aðeins í sér. Hann ætlar sem sagt að redda okkur með leikskýrslu á laugardaginn að leik loknum, auk þess sem hann mun kannski tjá sig eitthvað hérna um stórfréttir helgarinnar, EF eitthvað stórt gerist.
Annars mun ég uppfæra að einu leyti nokkuð oft yfir helgina. Áhugasamir geta kíkt á MBloggið mitt yfir helgina fyrir nýjustu myndirnar af því sem ég sé. Ég mun eflaust senda frá stöðum eins og Bítlasafninu, miðbæ borgarinnar, Anfield og leiknum á laugardeginum og svo loks skoðunarferðinni um Anfield á sunnudeginum … svo fátt eitt sé nefnt. Þannig að endilega kíkið á þá síðu og sjáið hvað kallinn er að gera af sér þarna úti. :p
Ég kem með upphitun fyrir þennan leik annað kvöld – óvenju snemma – þar sem ég fer út snemma á föstudag og eins og áður sagði, þá mun Benni Jón redda okkur yfir helgina. Ekki vera leiðinleg við hann. 😉
Og koma svo … You’ll neeeeeeveeeeeeeer waaaaaalk aloooooneeeee!
Þetta verður yndislegt… 😀
BENNI JÓN *KLAPP KLAPP KLAPP*
BENNI JÓN *KLAPP KLAPP KLAPP*
BENNI JÓN *KLAPP KLAPP KLAPP*
BENNI JÓN *KLAPP KLAPP KLAPP*
THERE´S ONLY 1 BENNI JÓÓÓÓÓN!
:biggrin:
því miður hef ég ekki trú á að Benni Jón :rolleyes: komist í hálfkvist við ykkur Einar og Kristján :confused:
Heh… við sjáum til með það. Kæmi mér ekkert á óvart þótt þið viljið ekki fá okkur Einar aftur eftir helgina. :tongue: 😉
Skemmtu þér vel bara.