Benitez búinn að fá nóg af aulaskapnum

benitez_mop.jpgÉg geri ráð fyrir að flestir hafi lesið viðtal við Rafa Benitez, sem birtist í Echo í dag og hefur verið á forsíðum helstu netmiðla, svo sem ESPN og BBC.

Kannski er minnið að bjaga mig, en ég held að þetta sé í fyrsta skiptið, sem Benitez gagnrýnir leikmenn sína jafn mikið í fjölmiðlum. Hann gefur til að mynda í skyn að það séu leikmenn, sem séu ekki að leggja sig fram. Hann talar um að hann sjálfur leggi sig fram, en það sama eigi ekki við um suma leikmenn.

Einnig kvartar hann yfir þessum hræðilega óstöðugleika, sem hefur verið í þessu liði. Það er með hreinum ólíkindum hversu mismunandi Liverpool liðið getur verið frá leik til leiks. Ekki bara að liðið leiki verr, heldur dettur einnig öll barátta úr leikmönnum.

Benitez veit náttúrulega að það þarf eitthvað mikið að gerast fyrir næstu leiki, sem verða allir hrikalega erfiðir og mikilvægir. Leikjaprógrammið lítur svona út:

22. febrúar – Bayer Leverkusen á Anfield
27. febrúar – Chelsea á Litla Anfield í Cardiff
5. mars – Newcastle á St. James’s Park
9. mars – Bayer Leverkusen á Bay Arena
20. mars – Everton á Anfield

Það er augljóst að það er ekki nóg að spila vel í nokkrum þessara leikja. Nei, leikmenn verða að spila toppleik í öllum þessum leikjum. Allt annað er óásættanlegt.

Ég held að við getum líka bókað það að Benitez verður algjörlega misskunnarlaus næsta sumar gagnvart þeim leikmönnum, sem standa sig ekki. Hann hefur sýnt það hingað til að hann hikar ekki við að láta menn, sem eru ekki honum að skapi, fara frá félaginu. Það er vonandi að menn taki ummæli hans alvarlega og standi sig í næstu leikjum.

Síðustu tveir Liverpool leikir, sem ég hef horft á voru á móti Southampton og Birmningham. Ég hreinlega þoli ekki svona aulaskap aftur!

9 Comments

  1. það má eiginlega segja að maður segi LOKSINS að hann gagnrýni liðið opinberlega og þeir eiga það svo sannarlega skilið eftir frammistöðuna gegn Birmingham….

    Þá er bara að vona að leikmennirnir taki þessari gagnrýni jákvætt og gott hljóti af…

    Hins vegar hlakka ég óneitanlega til næsta sumars, sjá breytingarnar sem Benitez gerir á liðinu þ.e. hverjir verða seldir (einhverjir gefnir) og síðan hversu mikla fjármuni hann fær til leikmannakaupa… Við þurfum virkilega á fleirum kaupum eins og Morientes og Alonso að halda og þá er allt opið…..

    KOMA SVO STRÁKAR… SANNIÐ YKKURL, AÐ ÞIÐ EIGIÐ SKILIÐ AÐ SPILA FYRIR LFC OG KLÁRIÐ NÆSTU LEIKJAHRYNU MEÐ POMPI OG PRAKT.

  2. Síðustu tveir Liverpool leikir, sem ég hef horft á voru á móti Southampton og Birmningham. Ég hreinlega þoli ekki svona aulaskap aftur!

    hmmm… Þú horfðir semsagt ekki á Fulham og Charlton leikina? Áhugavert :rolleyes:

    Nei, nei, að öllu gríni slepptu þá er ég allveg sammála þér og finnst mér vera kominn tími til að Benitez sparki í liðið allvel í afturendan í fjölmiðlum.

  3. við VERÐUM að vinna einhverja af þessum leikjum, ef við vinnum ekki Newcastle leikinn þá verður afmælisdagurinn minn ónýtur :confused:

  4. Aron, ég var erlendis þegar Fulham og Charlton leikirnir voru, þannig að já, þetta eru tveir síðustu leikirnir, sem ég sá.

    Heppinn?

  5. Nei, þig misminnir ekkert. Þetta er í fyrsta skiptið sem hann gagnrýnir liðið sitt svona harkalega opinberlega og kominn tími til. Nú verða leikmenn að fara að vakna ef þeir ætla sér að komast í önnur lið (Gerrard) eða fá samning annarsstaðar (Biscan + 7-9 aðrir leikmenn). Ekkert meira að segja um þetta mál. Málið er dautt

  6. Ég er á þeirri skoðun að þjálfarar eigi að gera eins mikið og þeir mögulega geta til að halda gagnrýni utan fjölmiðla en einhverntímann þarf þetta að koma, mér finnst Benitez vera að standa sig frábærlega hvað þetta varðar, sáttur við kallinn, hann er að sýna kænsku sína með tímasetningu þessarar gagnrýni á liðið og mun vonandi skila sér í brjáluðu Liverpool liði á móti Byern í næstu viku 🙂

  7. Loksins loksins segi ég! Þegar menn spila eins og aular eiga þeir að fá að heyra það. Bravó Benitez. Vona bara að leikmenn taki sig á og sýni að þeir eru verðugir að spila í rauðu treyjunni

Gerrard spilar í 90 mínútur…

Könnun