Það er komið að því. Upphitun fyrir úrslitaleik Deildarbikarsins á Millennium Stadium í Cardiff á morgun, gegn Chelsea. Ég hef í dag pælt mikið í því hvað í ósköpunum ég geti sagt sem við Einar höfum ekki þegar sagt um þennan leik, þar sem það er nokkuð augljóst að við höfum fjallað mikið um Chelsea-liðið í vetur og “samskipti” okkar manna við þá bláu frá höfuðborginni.
Á endanum þá hugsaði ég með mér, það er frekar litlu við þetta að bæta, þannig að ég ætla bara að láta skrif okkar Einars tala sínu máli. Ég hef valið til svona bestu & áhugaverðustu greinarnar okkar allt frá því að þessi síða fór í loftið í maí 2004, en þá var Gerrard-sápuóperan rétt í startholunum. Það er gaman að renna yfir þessar greinar og sjá hvernig viðhorf okkar Einars – og ykkar sem skrifið ummæli hér á síðuna – til Chelsea hefur þróast síðustu 9 mánuðina. Endilega kíkjið á þessar greinar (þær opnast í nýjum glugga, sem þið getið síðan lokað að lestri loknum) og skemmtið ykkur við að hita ærlega upp fyrir morgundaginn: 😉
Umfjöllun um Chelsea á Liverpool-blogginu (ath, greinarnar eru í tímaröð, sú elsta efst):
José Mourinho efstur á óskalista Liverpool?
Mourinho og Shankly
Porto: Evrópumeistarar 2004 (m.a. um Mourinho og Morientes)
Mourinho flýgur til London
Mourinho og leikmannahópar
Angel inn, Gerrard út?
Getur hið ómögulega gerst? (um Gerrard til Chelsea)
Hvað er í gangi hjá Stevie G?
Af hverju Gerrard verður áfram
Bla bla bla Steven Gerrard bla bla bla
Guess Who! (um Gerrard til Chelsea)
Chelsea vilja Gerrard! Döööööh…
OK, núna getum við byrjað að tala saman! (Chelsea bjóða 50 millur í SG)
Shit.
Shit (framhald)
Duff fyrir Gerrard?
Blaðamannafundur í dag! (Gerrard)
Blaðamannafundur: Gerrard verður kyrr!
Góð grein & vond grein
Smá um Chelsea
Föst skot Parry á Chelsea
Lawrenson og Chelsea
Kirkland með + Gerrard ánægður hjá L’pool
Upphitun: Chelsea á morgun!
Leikskýrsla: Chelsea 1 – Liverpool 0
Helgin + Sanngjörn umfjöllun fjölmiðla
Eins og rottur á sökkvandi skipi…
Næsta mál: Gerrard EKKI til Chelsea í janúar!
S.G. verður kyrr, og hana nú!!!
Upphitun: Chelsea á morgun!
Leikskýrsla: Liverpool 0 – Chelsea 1
Cudicini?
Meistarahópur: hvað vantar mikið uppá?
Rafa: Scott Carson ætti að velja Liverpool
Carson kemur til okkar!!
Komnir í úrslit Deildarbikarsins!!!
Chelsea skal það vera!
Mellor & Gerrard: heimsendir?
Besti miðjumaður Liverpool?
Stevie!
Meira um Gerrard og Patrick Ewing-kenningin
Gerrard spilar í 90 mínútur…
Allt í blóma hjá Stevie G!
Paul Tomkins um Gerrard & Chelsea-sápuóperuna
Úff, þetta var slatti… 🙂
Hvernig verður svo liðið hjá okkar mönnum á morgun? Jú, eftir mjög góðan sigur á Leverkusen á þriðjudag í Meistaradeildinni þá finnst mér ótrúlega líklegt að Benítez haldi sig við byrjunarliðið og taktíkina úr þeim leik, með tveimur undantekningum: hann þarf að koma Gerrard og Morientes inn í byrjunarliðið. Líklegast þykir að þeir Igor Biscan og Harry Kewell verði látnir víkja sem yrði þó að teljast eilítið ósanngjarnt, þar sem þeir áttu báðir skínandi leik á þriðjudag. En engu að síður er langlíklegasta byrjunarliðið þetta hér:
Finnan – Carragher – Hyypiä – Traoré
García – Gerrard – Hamann – Riise
Morientes – Baros
Hins vegar hef ég heyrt talað um að, vegna þess að Chelsea spilar með þrjá menn á miðjunni hjá sér, þá muni Benítez fara niður í 4-5-1 kerfið … en eina leiðin til að gera það væri að fórna Milan Baros í framlínunni, þar sem það er ekki séns að jafn leikreyndur maður og Morientes verði ekki í byrjunarliðinu á morgun. Þá myndi byrjunarliðið sennilega líta svona út:
Finnan – Carragher – Hyypiä – Traoré
García – Gerrard – Hamann – Riise
Kewell
Morientes
Þó gæti Biscan haldið stöðu sinni og Gerrard farið í “holuna” í stað Harry Kewell. Taktískt séð held ég að þetta sé að miklu leyti sniðugra kerfi uppá miðjubaráttuna að gera en á sama tíma þá get ég varla hugsað mér að Baros byrji ekki inná á morgun.
Annað í þessu: þeir sem horfðu á Chelsea tapa fyrir Barcelona á miðvikudaginn tóku eflaust eftir því að þeim gekk ágætlega að liggja í vörn og halda hreinu … þangað til að Barca settu Maxi Lopez inná. Þá voru allt í einu orðnir tveir frábærir framherjar, sem vörn Chelsea þurfti að hafa áhyggjur af … og við það galopnuðust glufur í vörn Chelsea. Þannig að ég fór einmitt að pæla, ef við notum Morientes einan frammi á morgun þá eru ágætis líkur á að hin fyrnasterka vörn Chelsea muni hafa hemil á honum. Hann er frábær framherji, en það er svolítið mikið að ætlast til þess að hann einn finni pláss innan um Cech, Terry, Carvalho, Ferreira, Gallas og Makelele. Þannig að það gæti verið betra að hafa Baros með honum frammi, uppá að sækja að vörn Chelsea á fleiri vígstöðvum.
Líklegt byrjunarlið Chelsea á morgun er hins vegar svona, og ég þori að vera nokkurn veginn öruggur með svona 9 stöður af 11 í þessu liði:
Ferreira – Terry – Carvalho – Gallas
Tiago – Makelele – Lampard
Duff – Eiður Smári – Cole
Hér eru einu spurningarmerkin að mínu mati þeir William Gallas, sem er víst tæpur fyrir morgundaginn, og svo Joe Cole. Drogba var látinn byrja inná gegn Barcelona á miðvikudag sem segir mér að Mourinho vilji hafa Eið Smára ferskan fyrir morgundaginn … en engu að síður gæti Drogba, eða Kezman þess vegna, komið inn í byrjunarliðið í stað Joe Cole sem hefur verið frekar misjafn í síðustu leikjum. Allir aðrir í þessu liði eru nánast öruggir með stöðu sína.
Þannig að … topplið Chelsea gegn Liverpool, sigursælasta liði enskrar knattspyrnu. Á Millennium Stadium í Cardiff, sem hefur reynst okkur svo góður undanfarin ár að stuðningsmenn okkar eru farnir að kalla hann ‘Litla Anfield’. 🙂
MÍN SPÁ: Þetta verður rosalegt. Eins og ég sagði í upphafi, þá er voðalega lítið sem ég get bætt við um í hvað stefnir á morgun. Fyrir viku síðan voru flestir á einu máli um að Chelsea væru pottþétt að fara að taka okkur í nösina í þessum leik, en eftir tvo tapleiki í röð (í fyrsta sinn á þjálfaraferli Mourinho) og góðan leik okkar í Meistaradeildinni (án Gerrard og Moro) þá hefur taflið snúist við, og nú telja ansi margir að okkar menn eigi bara rosalega góðan séns á sigri á morgun.
Eitt er víst, eins og margir af okkar leikmönnum hafa sagt síðustu daga, þá er pressan nærri því öll á Chelsea fyrir þennan leik. Roman Abramovitch hefur eytt um 250 milljónum punda í þetta lið á um 18 mánuðum og hefur enn sem komið er ekki uppskorið eina einustu dollu fyrir ómakið. Það er því gríðarleg pressa á að það breytist á morgun.
Hjá okkur á móti hefur tímabilið, og í raun bara síðasta árið eða svo, verið óóótrúlegur rússíbani – upp og niður, endalaust, bæði í frammistöðu og atburðum utan vallar. Þar hefur hæst borið þjálfaraskiptin, salan á Owen í haust og síðan Gerrard/Chelsea-sápuóperan sem hefur ein og sér orðið þess valdandi að sumir Liverpool-aðdáendur eru farnir að hata Chelsea meira en Man U núna. Og þá er mikið sagt!
Það er ljóst að okkur dauðlangar að vinna á morgun, okkur dauðlangar að veita Chelsea þriðja tap sitt í röð og allt það … en þeir eru samt sem áður líklegri aðilinn. Málið er bara að það veit enginn hvernig þeir bregðast við síðustu tveimur leikjum, og það veit enginn “hvaða” Liverpool-lið mætir til leiks á morgun – það góða eða það slæma? Þessum spurningum verður ekki svarað fyrr en kl. 15:00 á morgun, 27. febrúar, þegar flautað verður til leiks í Cardiff.
Ég veit bara að þetta verður rrrooooooooosalegggtttt, það er alltaf svo ógeðslega gaman þegar Liverpool eru að spila úrslitaleiki. Við höfum ekki tapað í úrslitum bikarkeppni síðan 1996, fyrir tæpum níu árum, þegar Eric Cantona sigraði okkur á Wembley. Síðan þá höfum við spilað í fimm bikarúrslitum í ýmsum keppnum og unnið alla þá úrslitaleiki, þar af tvo í deildarbikarnum. En nú eru komnir nýjir þjálfarar og leikmenn og svona tölfræði segir því í raun ekki neitt um möguleika okkar á morgun.
Ég ætla bara að láta staðar numið hér, en minni menn á að Chelsea hafa unnið okkur 1-0 í báðum leikjum okkar í vetur. Við höfum ekki skorað gegn þeim í tveim leikjum í röð, í 180 mínútur. Ég er handviss, þótt vörnin þeirra sé sterk, að það líða ekki 270 mínútur án þess að við skorum gegn þeim! 😉
Á móti, þá vantar þá Arjen Robben og Eiður hefur verið kaldur undanfarið. Ef okkur tekst að stöðva Damien Duff á morgun, vinnum miðjustríðið við Lampard og gefum Joe Cole engar gjafir, þá eigum við bara hörkuséns á að vinna þetta.
KOMA SVO, BIKARÚRSLIT! ÁFRAM LIVERPOOL!!!!! LET’S TWAT THE CHELSEA BASTARDS!!! 😀 😀 😀 😀 😀
**Viðbót(Einar Örn)**: He he he, magnaður pistill, Kristján. Það er nokkuð ljóst að við höfum verið með Chelsea algjörlega á heilanum frá því að þessi síða opnaði. 🙂
Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir sunnudaginn, en þó er ég raunsær líka. Þetta verður rosalega erfiður leikur, en ef okkur tekst að skora þá verð ég bjartsýnn, enda hefur sóknarleikur Chelsea verið frekar dapur undanfarið.
Annars er gaman að lesa hvað ég var að [skrifa um Liverpool fyrir akkúrat ári](http://www.kop.is/gamalt/2004/02/17/06.17.54). Þrátt fyrir þessa rússíbanaferð og öll vonbrigðin á þessu tímabili, þá er ég svona 10000 sinnum jákvæðari um gang Liverpool heldur en ég var fyrir ári. 🙂
Varðandi leikinn, þá get ég ekki séð að seinni uppstillingin verði valin. Annaðhvort verður það fyrri uppstillingin, eða þá fimm manna miðja með Biscan, Gerrard og Hamann. Get ekki séð að Kewell verði í liðinu á morgun.
Fyrir utan Chelsea vörnina, þá er ég ekkert svo hræddur við þetta Chelsea lið. Ef að Hamann og Biscan leika einsog á þriðjudag þá geta Biscan, Hamann og Gerrard alveg ráðið við Lampard, Tiago og Makelele.
Framherjarnir okkar eru klárlega betri en hjá Chelsea og miðað við hvernig Duff og Riise hafa spilað í síðustu leikjum, þá finnst mér munurinn ekki hafa verið svo mikill. Varðandi Cole og Garcia, þá er Garcia að mínu mati betri leikmaður en Cole á góðum degi. Vandamálið með Garcia er að góðu dagarnir eru alltof fáir.
En Chelsea hefur náttúrulega forskotið á okkur í vörn og markmanni, það er alveg klárt. Ef okkur tekst að skora fljótt, þá gæti þetta orðið verulega skemmtilegur leikur.
**Áfram Liverpool! :-)**
Mér finnst sterkasta vísbendingin að okkar liði koma fram í viðtalið við Stevie G, sem ég var að setja inn á http://www.liverpool.is.
Þar talar hann um helsta styrkleika Chelsea og talar þar um að þeir séu að vinna sína leiki með þriggja manna miðju, og þá erum við að tala um inni á miðri miðjunni. Því tel ég líklegt að það verði Igor, Didi og Stevie inni á miðjunni, Riise og Garcia á köntunum og svo Nando frammi. Það verður erfitt að skilja Milan eftir úti, en í dag finnst mér þetta líklegast og svo komi Milan baneitraður inn af bekknum ef ekki gengur að óskum.
En hvað veit maður svosem?
Nákvæmlega. Hann talar um þriggja manna miðjuna og hann segir líka að Rafa sé með áætlun sem þeir hafi verið að æfa síðustu daga.
Það má auðveldlega lesa úr þessu að Rafa sé búinn að vera að æfa liðið með þriggja manna miðju undanfarna daga, í þeim tilgangi að stöðva Lampard/Claude/Tiago-þrífótinn…
Eins og ég sagði, taktískt séð held ég að það gæti verið miklu betra að spila með 5 á miðjunni og einn frammi … en ég er bara svo mikill Baros-aðdáandi að ég get ekki að því gert að finnast það mjög hart í hans garð ef hann þarf að byrja á bekknum á morgun. That’s all… :confused: