Newcastle á morgun!

Þetta verður í styttri kantinum þar sem ég er búinn að vaka núna í 21 klukkustund samfleytt… 🙂

Okkar menn skella sér norður á morgun og heimsækja lið Graeme Souness, Newcastle Utd. Við unnum þá mjög örugglega á Anfield fyrir um tveimur mánuðum síðan, eftir að hafa lent óvænt undir í byrjun leiks, en síðan þá hefur verið öruggur stígandi á liði Souness. Hann keypti menn á borð við Babayaro og Boumsong í janúarglugganum til að þétta hripleka vörn sína og það virðist hafa borið árangur. Newcastle-menn eru komnir áfram í UEFA-keppninni og farnir að sækja hart að Evrópusæti í deildinni, eftir að hafa verið í neðri hlutanum fyrri hluta tímabilsins. Þá unnu þeir sterkan sigur á St James’ Park um daginn gegn Chelsea, 1-0 í FA Bikarnum. Sá sigur hefur heldur betur gefið þeim sjálfstraust og því er ljóst að þeir verða mjög erfiðir heim að sækja á morgun!

Hjá okkar mönnum er Traoré meiddur eins og Einar kom inná fyrr í dag, en aðrir verða væntanlega með frá því síðast. Í ljósi þess að Milan Baros var á bekknum gegn Chelsea tel ég ekki séns í helvíti að Rafa hafi hann aftur á bekknum á morgun, og því finnst mér líklegt að í fjarveru Traoré verði Riise færður niður á við og við skiptum einfaldlega yfir í 4-4-2. Byrjunarliðið verður þá væntanlega svona:

Dudek

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

García – Gerrard – Hamann – Kewell

Baros – Morientes

Þó verð ég að viðurkenna að það er freistandi að koma með eina villta spá. Það er nefnilega eitthvað sem segir mér að, eftir góða innkomu gegn Chelsea þá muni Antonío Núnez vera í byrjunarliðinu á morgun. Veit ekki af hverju en það kæmi mér ekkert á óvart ef hann væri inni fyrir García, en við sjáum hvað setur á morgun býst ég við.

MÍN SPÁ: Það er alveg ljóst að ef við ætlum okkur nú loksins að fara að rífa okkur upp af rassgatinu í deildinni og fara að hirða þetta blessaða 4. sæti af Everton, þá verður það að byrja með sigri á morgun. Ég nenni ekki einu sinni að pæla í öðrum niðurstöðum – staðan í dag er einfaldlega sú að ef við vinnum ekki á morgun þá náum við ekki 4. sætinu. Því miður, en það er raunveruleikinn. Við höfum málað okkur út í horn og getum því ekkert kvartað yfir þessu.

Spurningin er hins vegar hvort sá sigur næst. Það er ómögulegt að spá hvernig liðið mætir stemmt til leiks eftir tap í bikarúrslitaleik, en ljóst er að Newcastle-menn verða sterkir. Ég þoli ekki að vera svartsýnn í garð okkar manna, en í gær og í dag hef ég bara fengið alveg yfirþyrmandi á tilfinninguna að martröðin sé að verða að veruleika – að við töpum á morgun og Everton landi 4. sætinu í maí…

Ég spái því: 2-0 eða 3-1 fyrir Newcastle á morgun. Mikið ofboðslega vona ég samt að ég hafi rangt fyrir mér, en ég hef þetta bara mjög sterklega á tilfinningunni… 🙁

Áfram Liverpool! Prove me wrong, please!!!!

5 Comments

  1. “Ég spái því: 2-0 eða 3-1 fyrir Newcastle á morgun. Mikið ofboðslega vona ég samt að ég hafi rangt fyrir mér, en ég hef þetta bara mjög sterklega á tilfinningunni? ”

    Það þýðir að við sigrum……..

    :biggrin:

  2. Ég held að það sé nokkuð öruggt að Benitez spilar ekki með 2 sóknarmenn OG Garcia + Kewel, svo líklegast er að Nunez komi inn á kantinn. Sem Liverpool maður þá er ég óendanlega bjartsýnn svo ég spái 4-3 sigri fyrir okkur.

  3. þar sem Páló á afmæli þá krefst hann þess að fá sigur í afmælisgjöf frá liðinu :confused:

  4. Ég tel að leikurinn endurspegli liðsuppstillingu Herra Benitez. Ef hann reynir að vinna leikinn og spilar 4-4-2 með Baros og Morientes á toppnum þá tel ég að við eigum góðan séns á allavega stigi.

    Ef Rafa ætlar að halda áfram í 4-5-1 varnaruppstillinguna sína þá tel ég að við töpum líkt og í Cardiff nema þá að við skorum ekki sjálfsmark en fáum mark á okkur mun fyrr.

    Þetta er bikarúrslitaleikurinn okkar og að mínu mati ÆTTI Rafa að spila sóknarleik frá fyrstu mínútu en ég tel að hann sé varkár vegna CL í næstu viku og þetta verði steindautt jafntefli 0-0. Köld spá þar sem þessi lið skora alltaf….en eitthvað segir mér það…… :confused:

Traore meiddur

CARSON BYRJAR!