Traore meiddur

Það er merki um hversu mikið hlutirnir hafa breyst undir stjórn Rafa að mann finnst það nú vera hræðileg tíðindi að [Djimi Traore skulu vera meiddur](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N148024050304-1258.htm). Hann spilar ekki með gegn Newcastle.

Nú er spurning hvort Benitez setur Riise í bakvörðinn gegn Newcastle eða hvort Carra fari í bakvörðinn og Pellegrino í miðvörðinn. Newcastle er gríðarlega sterkt sóknarlega, þannig að það eru slæmar fréttir að þurfa að breyta vörninni fyrir þennan leik.

5 Comments

  1. Já, það er svo sem líka möguleiki. En efast um það. Finnst líklegra að Riise eða Carra verði þarna í svo mikilvægum leik.

  2. Sælir

    Við skulum vona að Benitez byrji ekki með Pellegrino inná í vörninni. Hann því miður virkar ekki með Hyypia, það sjá allir.

    Vonandi verður Kewell búinn að hrista sig í leikform, þá gætum við notað Kewell á kantinum.

    Annars spái ég því að liðið muni líta svona út. 4-5-1

    Dudek (ef hann er ekki meiddur)
    Finnan, Carra, Hyypia, Riise
    Nunes/Baros, Gerrard, Garcia, Hamann, Kewell
    Morientes

    Eins er möguleiki að nota Garcia á vinstri kanti og Baros í sókninni með Morientes, þá 4-4-2

    Við verðum bara að vinna þennan leik sama hvaða lið labbar inn á völlinn á morgun.

    Kveðja
    Krizzi

  3. Óskaliðið mitt væri

    Dudek
    Finnan – Carra – Hyypia – Riise
    Garcia – Gerrard – Hamann – Kewell
    Baros – Morientes

    En gæti líka alveg séð fyrir mér

    Dudek
    Finnan – Carra – Hyypia – Riise
    Garcia – Gerrard – Hamann – Biscan – Kewell
    Baros/Morientes

  4. Mitt mat er að liðið verði svona:

    Dudek,

    Finnan, Carra, Sami, Riise,

    Nunez, Didi, Stevie, Garcia,

    Kewell,

    Nando,

    Gæti verið að Luis og Harry myndu skipta, en ég held að Milan verði áfram á bekknum.

Benitez um stöðuna

Newcastle á morgun!