Hversu mikið söknum við Xabi Alonso?

Er það bara ég, eða eru enskir fjölmiðlar loksins að átta sig á mikilvægi Xabi Alonso?

Úr [góðri leikskýrslu](http://sport.independent.co.uk/football/liverpool/story.jsp?story=617526) í Independent: “*However, [Benitez] does have one still – just – workable fantasy. It is that **Liverpool’s most significant player of the season** – the beautifully gifted playmaker Xabi Alonso – will be fit for the last month of action, and a possible place in the Champions’ League final.”*

Síðan að Xabi Alonso meiddist höfum við spilað 12 leiki:

**Heima**: Leverkusen, Man United, Watford, Fulham

**Úti**: Newcastle, Birmingham, Charlton, Watford, Southampton, Burnley, Norwich

**Cardiff**: Chelsea

Í þessum leikjum höfum við aðeins spilað vel tvisvar, gegn Leverkusen og Charlton. Í hinum höfum við leikið sæmilega, illa, mjög illa og hræðilega.

Nefnið mér einn leik, þar sem að Steven Gerrard og Xabi Alonso hafa spilað saman á miðjunni og Liverpool hefur spilað illa! Bara einn leik! Getiði það? Ég fór í gegnum leikina og fann ekki neinn.

Ég gekk lengra og fletti upp leikjum, þar sem Xabi Alonso hefur spilað og reyndi að finna leiki þar, sem Liverpool spilaði illa. Ég fann eftirfarandi:

[Bolton á Reebok](http://www.kop.is/gamalt/2004/08/29/19.18.32/): Það var fyrsti leikurinn hans Xabi Alonso, þannig að varla er hann marktækur.

[Man United á Old Trafford](http://www.kop.is/gamalt/2004/09/20/21.31.11/). Þar var reyndar Xabi Alonso algjör yfirburðarmaður. Kristján Atli skrifaði um hann: *XABI ALONSO var í algjörum heimsklassa í dag. Þvílíkur leikur! Hann sá einn síns liðs um að stúta Roy Keane í fyrri hálfleik og þrátt fyrir yfirburði United var hann yfirburðamaður á vellinum*

[OIympiakos í Grikklandi](http://www.kop.is/gamalt/2004/09/28/22.06.45/
). Þar lék Xabi með Hamann í sennilega erfiðasta leiknum okkar á tímabilinu. Xabi lék ekki vel.

[Chelsea á Stamford Bridge](http://www.kop.is/gamalt/2004/10/03/17.11.28/). Þar var Alonso með Diao á miðjunni og átti í raun aldrei sjens gegn Chelsea miðjunni.

[Blackburn á Ewood Park](http://www.kop.is/gamalt/2004/10/30/18.26.52/): Lélegur leikur, en einsog svo oft áður þá bar Xabi Alonso af öðrum leikmönnum og ég valdi hann mann leiksins.


Ég veit að það getur verið hættulegt að binda of miklar vonir við endurkomu Xabi Alonso. Við megum ekki búast við því að hann komi einsog Messías og lagi öll okkar vandamál. En það verður hins vegar ekki tekið frá honum að þegar hann hefur spilað hefur hann ansi oft verið okkar besti maður og spil hans hefur gert aðra í liðinu betri, þá ekki síst Steven Gerrard.

Liverpool lið Rafa Benitez verður byggt upp í kringum Xabi Alonso, það er öruggt mál.

Ein athugasemd

  1. Ég vissi vel að Xabi var okkur afar mikilvægur, en ég gerði mér þó enga grein fyrir því hversu svaðalega mikilvægur hann er okkur. Stýringin á miðjunni er ekki brot af því jafn góð eins og þegar hann var þar til að dreifa spilinu.

    Maður hreinlega vonast eftir kraftaverki og að hann geti byrjað að spila fljótlega. Byrjun apríl væri samþykkt af minni hálfu.

Blackburn (uppfært!)

Meiðsli (uppfært)