Ég verð gestur í þættinum [Fótbolti.net á XFM 91,9](http://www.xfm.fotbolti.net/naesti.html) klukkan 13.30 á morgun laugardag. Mun ég þar tjá mig um málefni besta fótboltaliðs í heimi. Hvet alla til að hlusta. Ég hef nefnilega alveg einstaklega sexí rödd.
**Uppfært (Einar Örn):** Hérna er svo viðtalið: [XFM – Fótbolti.net](http://www.kop.is/xfm.mp3) (MP3 – 27mb innanlands)
þetta verður spennandi að heyra 🙂
Daim you’re a sexy little thing :biggrin2:
Vantar ekki restina af viðtalinu??
Það komu auglýsingar og svo bara allt búið!! :confused:
Annars þetta fína viðtal..
Jú, það kom einn hlustandi í viðbót, sem vildi að vörnin væri einsog hún var fyrir einhverjum tíu árum með John Scales, Rob Jones og félaga. Svo var þetta bara búið. 🙂
Hlustaði á viðtalið, stóðst þig vel Einar … fyrir utan … mér fannst þú vera allt of neikvæður í garð Milan Baros. Ég hélt ég gæti treyst því að þú myndir sannfæra allan heiminn um að Baros væri besti framherji í heimi í þessu viðtali!? Ha?!?!? Þú ollir mér talsverðum vonbrigðum þar… 🙂
En að öllu gríni slepptu (eða næstum því) þá fannst mér einmitt síðasti hlustandinn algjört gull. Að leggja til að vörnin fyrir 10 árum með þeim Rob Jones, John Scales, Mark Wright og Stig-Inge Bjornebye hafi verið betri en vörnin okkar er í dag er bara rugl … man enginn hvað við fengum á okkur mörg mörk fyrir 10 árum?
Mig langaði einna helst að hringja inn og segja að því miður væru Gerrard og Alonso ekki jafn gott miðjupar og þeir Nigel Clough og Don Hutchinson … en ákvað að sleppa því. :tongue:
Já, ég fattaði ekki alveg hvort hann var að grínast með þetta komment. 🙂
Svo líka kommentið um að menn vildu frekar fá Carroll heldur en Dudek. Þar var nú of langt gengið í yfirlýsingunum.
En jú, auðvitað hefði maður átt að verja Baros meira. Ef við tveir verjum hann ekki, þá gerir það sennilega enginn.