Leikmannakaup

Annars langaði mig að tala aðeins um leikmannakaup. Nú er komið fram í miðjan mars, tímabilinu lýkur eftir tvo mánuði og í kjölfarið eru menn farnir að velta fyrir sér mögulegum hreyfingum á markaðnum í sumar. Auðvitað er, eins og venjulega, 90% af því sem maður heyrir algjört slúður og tilbúningur (eins og t.d. sagan um að Rafa ætli til Real Madríd í sumar, menn þurfa að vera óðir til að trúa því!) en þó eru alltaf tvær eða þrjár sögur sem virðast vera þráleitari en aðrar, og því er kannski rétt að maður gefi þeim gaum.

Og nei, ég er ekki að tala um SG. Nenni því ekki núna.

Eitt mest nefnda nafnið í slúðri um leikmannakaup Liverpool þessa dagana virðist vera MAREK MINTAL, sem er miðjumaður hjá Nürnberg í Þýskalandi. Nürnberg-liðið á í fallbaráttu í ár en Mintal, sem er miðjumaður, er víst markahæstur í deildinni með einhver 18 mörk. Sem er alls ekki slæmt fyrir miðjumann. Ég verð þó að viðurkenna að ég hef aldrei séð hann spila og gengur illa að finna nánari upplýsingar um hann á netinu – minnir að hann sé 27 ára Slóvaki eða Slóveni og hafi skorað grimmt í heimalandinu áður en hann fór til Nürnberg í fyrra. Ef einhver getur bent á heimildir um hann væri það vel þegið.

En allavega, þar sem ég hef aldrei séð kauða spila er kannski erfitt að vera eitthvað spenntur fyrir þessum kaupum, þótt maður segi svo sem aldrei nei við miðjumanni sem getur skorað 20+ mörk á tímabili 🙂

Önnur nöfn sem hafa verið orðuð nokkuð sterklega og víða við okkur fyrir næsta sumar eru menn á borð við Shaun Wright-Phillips, Andy Johnson, Matthew Upson og Sergio Ramos hjá Sevilla. Ég hefði ekkert á móti því að fá þá alla en held samt að mikið af þessu sé slúður. Wright-Phillips verður örugglega mikið á milli tannanna á fólki eftir að Keegan hætti hjá City, AJ fer nærri því örugglega í sumar ef Crystal Palace falla (sem virðist líklegt í dag), Matthew Upson verður samningslaus í sumar og Sergio Ramos var að framlengja samning sinn við Sevilla um áramótin. Þannig að þeir eru í raun allir í aðstöðu sem býður upp á slúður, nema kannski Ramos.

Ég veit það ekki, þangað til maður heyrir eitthvað öflugra þá tekur maður slúðrið ekki of alvarlega en af þessum fjórum þá kæmi mér ekkert á óvart ef AJ yrði okkar leikmaður í sumar – ef Baros færi. Annars ekki.

Verður samt spennandi að fylgjast með Mintal-málinu. Hefur einhver séð hann spila? Getur þessi gæji eitthvað???

7 Comments

  1. Eeeehhhh hérna er eitthvað…

    Marek MINTAL
    FC Nuremberg Midfielder
    Height: 1.83m. Weight: 78.00kg. Nationality: Slovakia
    Born: 02/09/1977 in Zilina

    Grein um hann hér:
    Click here

  2. Það er einmitt nokkuð athyglisvert að sjá hvernig miðjumann Benitez myndi vilja kaupa. Ég er alltaf að vona að hann vilji sjá sóknarsinnaðan miðjumann ef hann notar 4-5-1 kerfið.

    Það er að hann myndi spila með Xabi Alonso aftast, Gerrard í miðjunni og svo einn sóknarsinnaðan fyrir framan þá. Finnst það heldur varnarsinnað að hafa Hamann – Alonso – Gerrard.

    Án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um þennan Mintal, þá ætti hann að vera allavegana rétta típan af leikmanni, en maður veit svo sem ekkert hvað Rafa er að hugsa.

  3. Verð nú að segja að ég hef aldrei heyrt Shaun Wright-Phillips eða Sergio Ramos orðaða við Liverpool. En já, ég sé alltaf mörkin úr Bundesligunni, og einstaka leiki, þar sem ég er Bayern aðdáandi, og Mintal er ágætur, þótt að Makaay sé vissulega betri, þrátt fyrir smá markaþurrð í ár.

    Annars ku Shaun Wright-Phillips víst vera 85% á leiðinni til Arsenal í ár ásamt Michael Owen, þar sem að þeir ætla einungis að kaupa stjörnur svo að þeir geti alltaf fyllt Emirates Stadium þegar hann verður tilbúinn.

  4. Slóvakía
    15 leikir og 3 mörk
    2.9.1977

    2003-2004 Nurnberg 31/18
    2002-2003 Zilina 32/20
    2001-2002 Zilina 34/21
    2000-2001 Zilina 27/7

  5. Takk fyrir upplýsingarnar strákar. Greinin sem þú vísaðir á Garon er bara nokkuð skemmtileg og gefur manni smá hugmynd um hvernig leikmaður þetta er … ég sé fyrir mér þessa Ljungberg-týpu sem er oft mættur inn í boxið til að setja boltann yfir línuna.

    Og skv. tölfræðinni sem Aggi kemur með er Mintal búinn að skora 64 mörk í 124 leikjum síðustu 4 tímabil. Það er betra en flestir framherjar sem ég veit um.

    Og Pétur Steinn … Makaay er sennilega betri framherji en við erum að tala um miðjumann sem skorar mikið. Miðað við tölfræðina komast fáir þar sem Mintal hefur hælana í þeim efnum… 🙂

  6. Fann þetta á einhverri þýskri fótboltaspjallsíðu þar sem nokkrir tala saman á “ensku”!

    he is a creative midfielder only on paper. on the field he works more as a striker coming from behind. his goals are typical striker goals and he scores a lot with his head. he is not that technical nor very good in creating goalscoring opportunities for his teammates but he is awesome at sneaking unnoticed into the penalty area from outside and finish.

    Segir okkur eitthvað hvernig týpa þessi leikmaður er, eða hvað?

Anders Frisk og Chelsea

Bestu fréttir í langan tíma