20 árum eftir Heysel slysið hörmulega, sem varð til þess að Liverpool var bannað úr Evrópukeppni í mörg ár, þá munum við mæta Juventus í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Að mínu mati var þetta eitt af þeim þremur liðum, sem ég óttaðist mest. Hin voru Chelsea og AC Milan. Ég mun skrifa meira um þetta þegar ég hef betri tíma. En á meðan, hvernig líst ykkur á?
Fyrri leikurinn verður á Anfield, 7.apríl og sá seinni verður 13.apríl í Tórínó.
**Uppfært (Einar Örn)**: Það má kannski bæta því við að ef við vinnum leikinn gegn Juventus, þá munum við leika gegn sigurvegaranum úr leik Chelsesa og Bayern Munchen í undanúrslitum. Í hinum undanúrslitaleiknum munu svo mætast AC Milan/Inter Milan og PSV/Lyon. Þannig að ef við ættum að fara alla leið, þá væri ekki ólíklegt að okkar menn þyrftu að vinna Juventus, Chelsea og svo AC Milan. Jammm…
Einnig, þá sendu tveir lesendur inn fín komment á leik Juve í vetur og erum við þakklátir fyrir. Sjá hér frá [Zlatan](http://www.kop.is/gamalt/2005/03/18/15.36.33/#12047) og [Kallinn](http://www.kop.is/gamalt/2005/03/18/15.36.33/#12044).
Samkvæmt þeim, þá er líklegasta byrjunarlið Juventus svona:
Zebina – Thuram – Cannavaro – Zambrotta
Camoranesi – Emerson – Blasi – Nedved
Zlatan – Trezeguet/Del Piero
Ekki slæmt lið þar. Þarna er einn af fimm bestu markmönnum í heimi, einn af fimm bestu miðjumönnum í heimi og þrír af bestu framherjum í heimi.
Ég er nú harður Juventus aðdáandi og mér líst ekki nógu vel á þetta. Vona bara að Nedved verði í formi. Svo væri nú ekkert verra “slaka” Liverpool liðið myndi mæta í þessa leiki. Þó ég eigi nú frekar von á þeim eins og þeir spila alltaf á móti stóru liðunum.
En það er held ég nokkuð ljóst að þetta verða tveir svakalegir leikir og held ég að þetta einvígi vinnist með ekki meira en 1 marki. Vona þó að mínir menn taki þetta.
Hvernig var Juve að spila gegn Real Madrid? Lágu þeir aftarlega, eða var sótt?
Það eina, sem ég hef séð af Juve í ár er highlight reel af Zlatan, sem virðist vera í rosalegu formi. Hefur einhver séð Juve spila mikið í vetur? Zlatan, þú kannski fræðir okkur meira
Aetli eg leyfi mer ekki ad skrifa sma um Juve
Juventus byrjadi timabilid af feykikrafti og virtust vera ad stinga af i deildinni a timabili en Milan rett nadu ad hanga i rassgatid a teim. Nyju mennirnir ; Emerson, Zlatan, Cannavaro og Zebina voru allir ad spila glimrandi vel og menn voru ekki i neinum vafa ad tetta lid myndi vinna Serie A lett.
Sidan tok ad halla undan faeti og eg held ad tad megi vel segja ad Juventus hafi i raun ekkert getad a tessu ari. Tad liggur nokkud ljost fyrir ad Milan mun vinna Serie A (a.m.k. ad minu mati) tratt fyrir ad lidin seu jofn med 63 stig nuna.
Nedved meiddist ad visu en tad sem hair tessu lidi er fyrst og fremst vaengspil, lidid spilar of “central”. Einnig vantar sterkan midjumann med Emerson, Blasi, Tachinardi og Appiah eru agaetir en bara engan veginn nogu godir fyrir Juventus.
Vornin hefur soldid verid ad fa a sig mork a sidustu minutunum (gegn t.d. Parma, Cagliari og Juventus), baedi mork sem hafa kostad stig og lika kaeruleysismork i unnum leikjum. Vornin er to feiknarsterk en samt sem adur farin ad eldast soldid.
Del Piero hefur verid gagnryndur og fengid ad sitja soldid a bekknum eftir ad Trezeguet kom aftur eftir meidsli.
Juventus mega to eiga tad ad teir geta verid vel massivir tegar teir turfa a tvi ad halda og eru ognarsterkir a heimavelli.
Teirra sterkasta byrjunarlid er sennilega svona :
Markvordur : Buffon,
Varnarmenn (fra haegri til vinstri) : Zebina, Thuram, Cannavaro, Zambrotta
Midjumenn (fra haegri til vinstri) : Camoranesi, Emerson, Blasi, Nedved
Frammi : Zlatan/DelPiero/Trezeguet (tid veljid bara ta 2 sem ykkur finnst )
Vornin hefur soldid verid ad fa a sig mork a sidustu minutunum (gegn t.d. Parma, Cagliari og Juventus)
Juventus a ad vera Inter :blush:
Takk kærlega, Kallinn. Og takk líka, Zlatan.
Það er alveg ljóst að þetta verður verulega erfitt. En þó gefur það manni meiri von að heyra að Juventus liðið hafi verið að hiksta að undanförnu.
Já já ég get frætt ykkur meira. Ég hef séð slatta af leikjum með þeim í vetur.
Þeir spila þennan týpíska Cappello fótbolta. Liggja aftarlega og teysta á mjög sterka vörnm með frábæran markmann fyrir aftan. Úti á máti Real lágu þeir mjög aftarlega og beittu skyndisóknum og voru reyndar heppnir að tapa ekki stærra. Á heimavelli þá spiluðu þeir 4-3-3 og fannst mér Real nú aldrei ná að ógna þeim að neinu viti fyrir utan eitt stangarskot. Þeir sóttu nú ekki mjög stíft en náðu að skora þessi mörk sem þurfti.
Það verður svo að taka það með í dæmið að Nedved verður kominn aftur á móti ykkur og mér persónulega finnst Juve vera allt annað lið með hann innanborðs. Má líkja því við ykkar elskaða Chelsea með og án Robben.
Þið getið alveg búist við því að Juve liggi aftarlega á Anfield og beyti skyndisóknum. L’pool verða sjálfsagt 60% með boltann í leiknum, en verða að nýta færin sín vel.
Ég hef ekki verið nógu ánægður með spilamennsku Juve upp á síðkastið. Finnst þeir vera full varnarsinnaðir þar sem þeir eru með frábæra varnarmenn sem eiga ekki að þurfa allt liðið fyrir framan sig. En það er hins vegar rétt hjá þér Einar að Zlatan hefur verið í feiknaformi í vetur. Vona bara að hann og Trezeguet verði frammi á móti ykkur og Del Piero fái að hvíla sig.
En annars þegar Nedved er með Juve þá spila þeir 4-4-2. Líklegasta byrjunarliðið er þá Buffon-Zambrotta, Cannavaro, Thuram, Zebina-Nedved, Emerson, Blasi, Camoranesi-Zlatan,Trezeguet
Að mínu mati þá liggur séns Liverpool í því að eigna sér miðjuna þar sem Blasi er arfaslakur(að mínu mati).
Þetta verða rosalegir leikir…. og vonandi tökum við Juve…
Annað mál… Luis Garcia er kominn í spænska landsliðið…. gott mál!
Zebina er reyndar haegra megin og Zambrotta vinstra megin og svo er Camoranesi skrifad svona (ekki Camorenesi)
Kallinn ef þú lest þetta rétt þá er þetta skrifað frá vinstri til hægri (hélt að menn áttuð sig á því á Nedved). Hver skrifaði Camoranesi sem Camorenesi?
Zlatan, Kalinn var að kommenta á mig, eg ég var að uppfæra sjálfa færsluna og setti inn liðin einsog þið töluðuð um. Ég pikkaði svo Camoranesi vitlaust inn og ruglaðis á Zebina og Zambrotta
Að sjálfsögðu er ekkert mál að vinna lið sem er með svona marga menn sem byrja á Z í byrjunarliðinu… :biggrin2:
Annars finnst mér fyndið að hér kommenti fólk eins og Zlatan og Kallinn sem virðast vita mikið um ítalska boltann og meira að segja [gasp] hafa meiri áhuga á þeim ítalska en enska. Í mínum sjálfhverfa heimi hélt ég að að íslenskir fótboltaáhugamenn létu sér fátt um ítalska boltann finnast… Persónulega, eins harður áhugamaður um enska boltann og ég er, myndi ég frekar horfa á 3 þætti af Fólki með Sirrí en að horfa á leik í ítalska boltanum.
Hafði áhuga á þeim ítalska fyrst þegar byrjað var að sýna frá honum hér á landi og byrjaði að halda með AC – en um það leyti urðu þeir leiðinlegasta lið í heimi – unnu alla leiki 1 – 0 og drápu gersamlega allan minn áhuga á ítalska boltanum.
En stóra málið í þessum drætti öllum er Heysel-málið. Sá á YNWA að áhangendur hafa áhyggjur af því að Juve-áhangendur muni leita hefnda – það verður að gera ALLT sem hægt er til að þessir leikir fari vel fram og án vandræða utan vallar.
Já, ég held að við megum ekki gera lítið úr áhuga fólks á ítalska boltanum. Fyrir mér var hann mjög spennandi, en áhuginn hefur minnkað um leið og öll umgjörð í kringum enska boltann hefur batnað.
En það er rétt að maður hefur frekar neikvæða ímynd af ítalska boltanum, sérstaklega þar sem manni finnst einsog liðin vinni alla leiki 1-0. En við munum að síðast þegar við lékum við ítalskt lið, þá tókum við Roma (sem var á þeim tíma besta lið Ítalíu, undir stjórn Cappello) með glæsibrag.
En núna vantar reyndar Michael Owen. Þetta verður gríðarlega erfitt, en samt finnst mér einsog við eigum að geta unnið Juve.
Jújú, það má alveg gera lítið úr áhuga fólks á ítalska boltanum, það er ekkert sem bannar það. Ítalski boltinn er mjög leiðinlegur, ítölum finnst skemmtilegast þegar leikir fara 0-0. Það er mjög leiðinlegt, gaman að spila vörn í snóker en ekki í fótbolta, sérstaklega ekki áratug eftir áratug. Ég held að þessi rimma við Juventus verði alveg dreeepleiðinleg því að það virðist sem við spilum alltaf sama bolta og andstæðingurinn, höfum engan sérstakan stíl sjálfir. Plu.
ps. Jóhannes í Bónus biður að heilsa.
Hey! :laugh:
Tad ma nu ekki stimpla mig sem einhvern hardan studningsmann italska boltans. Malid er nu bara tannig ad i augnablikinu er eg stadsettur a N-Italiu vegna vinnu og hef tvi vel fylgst med boltanum tar, enda syna teir ekkert annad i sjonvarpinu fyrir utan audvitad faklaeddar stulkur og Berlusconi :biggrin2:
Tad er rett sem menn hafa sagt her ad margir leikir eru afspyrnuleidinlegir en tad leidinlegasta ad minu mati eru endalausar aukaspyrnur en ekki endlilega markaleysi. Storu lidin (Milan og Juve) eru to dugleg i 1-0 urslitunum, Milan hefur unnid 7 slika og Juve 5 en ef mig misminnir ekki ta vann Juve 5 leiki i ridlakeppni CL og allir unnust teir 1-0.
Skemmtilegustu lidin herna eru Inter og Roma. Menn einsog Adriano og Cassano eru otrulegir med boltann. Roma er to alveg hrunid eftir brottfor tjalfarans til Juve auk lykilmanna einsog Samuel, Emerson og Zebina. Auk tess er fjarhagsstada lidsins mjog slaem og liklegt ad menn einsog Totti, Cassano og fleiri turfi ad vikja til ad fa pening inn i klubbinn.
Inter hins vegar er i svipadri stodu og Liverpool, hefur ekki unnid titilinn sidan ’89 en kaupa og kaupa a hverju einasta sumri og vaentingarnar eru ogurlegar fyrir hvert timabil en alltaf tekst teim ad valda vonbrigdum. Lidid er to storskemmtilegt og mun liklegra ad leikir hja teim fari 2-2 eda 3-3 heldur en 0-0.
Milan og Juve hins vegar hafa og virdast muna um okomna framtid rada logum og lofum i Serie A enda ansi voldugir menn tar a bak vid. Mafia?
Bara svona aðeins til að sýna ykkur hvað það er skorað “mikið” meira í ensku deildinni: 1 sæti í báðum deildum Chelsea 53 Milan 47 mörk 2 sæti Man utd 47 Juve 46 mörk 3 sæti Arsenal 67 Inter 50 mörk 4 sæti Everton 35 Sampa 31 mark 5 sæti Liverpool 41 og Udinese 41 mark.
Þetta er allur munurinn það er í raun Arsenal sem er að halda þessu uppi á Englandi. Eftir 10 umferðir þá var búið að skora meira á Ítalíu heldur en Englandi. Sá svo tölfræði aftur fyrir um mánuði síðan og þá var England komið aftur yfir en það munaði ekki svo miklu. Stærsti munurinn á þessum deildum eru aukaspyrnurnar eins og kallinn sagði.
Mér finnst það nefnilega málið með Íslendinga (sérstaklega Man utd aðdáendur) að þeir halda því alltaf fram að allt sé best og frábærast í Englandi (árangurinn í Evrópu hefur ekkert verið til að hrópa húrra fyrir) en svo ef þeir eiga að rökstyðja það þá kemur bara í ljós að þeir “vissu” ekki að það væri spilaður fótbolti annarsstaðar.
Svo ef það er hægt að spila frábæran sóknarbolta og ná árangri þá er það náttúrulega snilld. En ég vildi frekar spila varnarbolta (eins og Juve) og vera enn inni í Champions League heldur en spila sóknarbolta og hrynja út. Ég er aðdáandi Juve og Barca og það er ekki spurning að það er skemmtilegra að horfa á Barca.
Svo er náttúrlega hægt að spyrja ykkur Liverpoolaðdáendur hvort þið skemmtuð ykkur betur fimmutímabilið undir GH spilandi varnarbolta eða þegar þið spiluðuð glimmrandi sóknarbolta undir Roy Evans?
Sammála því að það er aukaspyrnugeðveikin sem er að eyðileggja ítalska boltann. Zlatan ætti að fara rólega í markatalningar og gagnrýna síðan Liverpool á þrennutímabilinu – Houllier þreyttist aldrei á að benda á að það tímabil skoruðum við 127 mörk! :biggrin2: