Liðið gegn Everton komið

Jæja, þá er liðið komið. Ég hafði rangt fyrir mér, Rafa ætlar í 4-4-2

Dudek

Finnan – Carragher – Pellegrino – Warnock

Garcia – Gerrard – Hamann – Riise

Baros – Morientes

Bekkur. Carson, Hyypiä, Smicer, Nunez, Biscan.

Jæja, 4-4-2. Baros og Fernando frammi. Hyypia hlýtur að vera slappur ennþá, þar sem hann er á bekknum.

Við hljótum að taka þetta 🙂

7 Comments

  1. Ætli hann hafi ákveðið að halda sömu vörn og síðast þar sem liðið hélt hreinu í fyrsta skipti í deildinni síðan í des. 04?

    Bara pæling.

  2. Sammála síðasta ræðumanni… Hvernig er hægt að klúðra þessum færum, meira að segja Mcmanaman hefði skorað úr þessum færum og þá er sko mikið sagt!!! Selja þennan sjálfselska, eigingjarna álf!!!!!!!

    Kv. Stjani

  3. Frábær sigur, frábær barátta og ótrúlega mikilvægt fyrir okkur að hafa klárað þetta þótt þetta hafi kannski verið pýrrosar sigur.

    Baros gerði okkur ekki auðvelt með að klikka á þessum dauðafærum og síðan láta reka sig út af hins vegar er ekki fræðilegur möguleiki að ég vilji selja hann…. hann mun aðeins læra af þessu verður betri og sterkari leikmaður (andlega) eftir þessa reynslu.

    Jákvætt var að sjá baráttuna í liðinu… Pellegrino og Carragher spiluðu ótrúlega vel í vörninni og Gerrard var út um ALLT.

    Vonandi eru Hamann og Morientes ekki illa meiddir og verða klárir eftir ca. 1-2 vikur.

    Liverpool lenti í erfiðleikum í dag, meiðsli, spenna o.s.frv. en stóð þetta allt af sér og náði ótrúlega mikilvægum sigri… SNILLD

    THE SHOW MUST GO ON!

  4. Já, ég ætlaði nú ekki bara vera neikvæður (Hann (Baros fer bara svo í taugarnar á mér)…

    Því þetta var snilldarsigur og eiga margir leikmenn okkar hrós skilið… Garcia var stóran plús frá mér fyrir harka þetta af sér, Carragher var klettur að venju, Gerrard leiddi liðið að hreini snilld, Biscan kom sterkur inn á og restin af liðinu stóð sig af prýði. Þó er það nokkuð ljóst að Smicer er á leiðinni í burtu.

    Kv. Stjani

  5. Jæja, absolut bráðnauðsynlegur sigur til að halda okkur inni í baráttunni.

    En hvílíkur leikur…………púffffffffffff. Þrír menn meiddir í fyrri hálfleik og sá fjórði harkaði meiðsli af sér……. Ég hef bara sjaldan eða aldrei orðið vitni að öðru eins.

    Mér fannst okkar menn standa sig frábærlega en að öllum öðrum ólöstuðum þá var Gerrard maður leiksins og ég hoppaði hæð mína í loft upp þegar hann skoraði og beit í peysuna þegar hann var að fagna. Vonandi kemur hann mér og fleiri púllurum á óvart og verður áfram hjá okkur. Hann er barasta stórkostlegur leikmaður.

    Baros kallin átti bara ekki sinn dag. Ekkert mál að fyrirgefa honum “klikkin” þegar hann slapp í gegn en ég verð að viðurkenna að miðað við meiðlsavandræðin hjá okkur þá var ég alls kostar ekki hress með Baros að láta reka sig út af. Við meigum bara ekki við því þessa dagana að missa menn í leikbann. Nóg er samt.

    Nú er bara staðan orðin sú að leikurinn á móti Bolton 2. apríl hefur ekkert minni mikilvægi en leikurinn í dag ef við ætlum að halda okkur í baráttúnni um fjórða sætið……. :rolleyes:

Everton á morgun!

Liverpool 2 – Everton 1