Ég lýsi því hér með yfir að ef að einhver Liverpool leikmaður, sérstaklega Luis Garcia eða Steven Gerrard, meiðist í þessari landsleikjahrinu, þá mun ég ganga berserksgang um Vesturbæinn.
Núna er það semsagt opinbert að Didi Hamann verður frá í [einn mánuð](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4379787.stm). Hann mun því missa af báðum leikjunum gegn Juve. Það gæti þó gerst að Xabi Alonso yrði heill fyrir seinni leikinn og það myndi bjarga ansi miklu.
Það er spurning hvernig í ósköpunum Benitez mun stilla upp 5 manna miðju þegar Didi er meiddur. Biscan og Gerrard velja sig sjálfir, en hver verður 5. maðurinn? Ha? John Welsh? Le Tallec? Einhver? Finnst einhverjum þessi meiðslamál vera sniðug?
Ætli hann spili þá ekki bara 4-4-2 þar sem hann hefur ekki mannskap í 5 manna miðju.
Bíddu og hefur hann TVO framherja? I think not. :confused:
Mín ágiskun:
Dudek
Finnan – Carra – Pelle – Traoré
Núnez – Gerrard – Biscan – Riise
García – Le Tallec.
Þetta er 4-4-2, nema með tveimur sókndjörfum miðjumönnum fremst. Gæti orðið áhugavert.
Þá gæti hann notað Smicer fram yfir TLT í framlínuna … en TLT verður allavega í hópnum.
Jamm, ég vona að Le Tallec fái tækifæri frekar en Smicer. Þrátt fyrir að ég hafi haft álit á Smicer í gegnum árin, þá hefur hann ekki getað nokkurn skapaðan hlut í ár og mun klárlega fara í sumar. Le Tallec hefði gott af reynslunni.
Gæti alveg séð Hyypia leysa Didi af í ruslakallahlutverkinu fyrir framan vörnina! Hann hefur alla burði til þess svo framarlega sem hann er ekki meiddur.
Annars er þetta ástand orðið gjörsamlega óþolandi!
Ég myndi frekar vilja sjá Carra þar heldur en Hyypia, hafa frekar Hyypia og Pelle í vörninni
Pelle má ekki spila í Meistaradeildinni.
Hvernig getur fólk haft álit á eins miklum svindlara og Smicer ?
Aron:
1. Hver hefur álit á Smicer? Bæði ég og KAR viljum frekar sjá LeTallec í liðinu.
2. “eins miklum svindlara og Smicer”. Hvað í ósköpunum áttu við?
Einar, hefur Smicer eitthvað fengið að sanna sig í vetur eða? Hefur hann ekki verið að basla með meiðsli í allan vetur og lítið spilað? Eigum við ekki að gefa kallinum smá séns, eða hvað segja menn
Einar, nei en hann getur spilað á móti Bolton.
Verður Traore ekki orðin heill fyrir Juventus leikinn ?
Þú segir eftirfarandi:
Mér finnst þetta vera auðskiljanlegt, en ef ég á að gera þetta mun augljásara þá ég einfaldlega við með því að Smicer er svindlari.
Hvernig er Smicer svindlari?
Þú verður aðeins að útskýra þetta betur.
Hvernig er Smicer svindlari? HAnn er svindlari að því leiti að hann er alltaf að leita eftir aukaspyrnum og vítaspyrnum, hann hefur örugglega díft oftar á sínum ferli en allur MAn U skarinn síðastliðin 10 ár! Svoleiðisleikmenn eru óþolandi, sérstaklega þegar að þeir geta ekki haldið sér saman á tveim fótum.
Aldrei hef ég tekið neitt sérstaklega eftir því að Smicer detti auðveldlega, ekki neitt í líkingu við Diouf eða Garcia t.d.
Hvað eigum við að þurfa að segja þetta oft … García dettur EKKI auðveldlega! Það er munur á því að vera leikari og ekki leikari. Að mínu mati eru menn eins og t.d. Diouf, Van Nistelrooy og Pires leikarar … en menn eins og García, Smicer og t.d. Reyes eru það ekki. Þeir eru bara ekki jafn líkamlega sterkir og er því auðveldara að bola þeim frá. En það er ekki þar með sagt að García hendi sér í jörðina um leið og færi gefst…
…hins vegar, þá eru allir “leikarar” í nútímafótbolta. Ef menn eiga möguleika á að fiska víti eða spjald með að láta sig detta þá munu 19 af hverjum 20 ekki hika við það.
Ég meinti þetta nú reyndar bara bókstaflega, Garcia dettur auðveldlega. Diouf gerir það líka en það er stundum meiri vilji á bak við hans föll. Heskey dettur líka mjög auðveldlega en hann er líklega eitthvað vanskapaður í sambandi við þyngdarpunkt 😀
Hehe .. vel orðað með Heskey. Mér hefur einmitt oft þótt með ólíkindum hvernig hann getur verið “aumasti” framherjinn í deildinni, þar sem hann er augljóslega sá líkamlega sterkasti. :biggrin:
Skemmtileg hliðarspurning: væru menn til í að hafa Heskey í dag? Þegar Cissé brotnaði, hefðu menn frekar viljað sjá Heskey spila í haust og um jólin með Baros heldur en t.d. Mellor? Mellor skoraði 5 mörk á 3 mánuðum fyrir okkur áður en hann meiddist sjálfur, ég efast um að Heskey hefði náð svo miklu.
Og Diouf? Plís… :laugh:
Ég bara get svo svarið það? að Smicer hafi verið einhver svikahrappur á sínum ferli með Liverpool? Hljómar eins og frá stuðningsmanni annarra liða. Man eftir mörgum góðum smicer-atvikum. Hef alltaf séð Smicer sem gæja sem reynir en er e.t.v. of veikur fyrir og stöðugt að meiðast – hefur skorað nokkuð mikilivæg mörk – man t.d. einhver eftir chelsea 1 – 0?
setti þetta óvart í vitlaust svarbox. Smicer er svalur. Hann er ekki svikari. 🙂