Ókei, er verið að gefa manni páskaegg eða hvað? Ég vaknaði í morgun, fór þennan venjulega bloggrúnt á netinu og endaði svo á því að kíkja á LFC.TV-síðuna. Og hvað var það fyrsta sem ég sá?
STEVEN GERRARD: I AM FULLY COMMITTED TO LIVERPOOL FC!!!
Hvað höfum við rætt oft um Gerrard í vetur? Hvað höfum við oft sagt að eina leiðin fyrir hann að kála slúðrinu og umræðunni væri með því að koma með afdráttarlausa neitun og nánast lofa því að hann verði áfram?
Nú … Steven Gerrard var einmitt að gera það. Hann kom með afdráttarlausa neitun, gaf viðtal sem virðist mjööög hreinskilið og eins og talað út úr hans hjarta. Hann segir meðal annars:
>”I held a press conference last summer to say I was staying and the situation hasn’t changed since then. I can tell you for a fact the suggestion I’ve already made up my mind to leave Liverpool and I’ve done a deal to join another club is absolute rubbish. There’s no deal for me to go anywhere and I’ve not even been thinking about that.”
Legg til að menn lesi all viðtalið. Í lokin talar hann um að ætla að setjast niður með Rafa eftir tímabilið og ræða framtíðina, en í ljósi þess sem hann segir í þessu viðtali þá meinar hann eflaust að ræða framtíðaráætlanir Liverpool, ekki hvort hann vill fara eður ei. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem munu efast um orð hans og auðvitað er ekki þar með sagt að við getum útilokað að hann fari í sumar – en það hlýtur að teljast ansi ólíklegt í kjölfar þessara orða.
Góð byrjun á páskahelginni segi ég. Gerrard hefur alltaf verið hreinskilinn í viðtölum og miðað við þetta viðtal er ljóst að hann ætlar sér að vera áfram. Hann segir það mjög skýrt og greinilega! Ég held að það sé ástæða til að brosa, og um leið kannski anda aðeins léttar … en þið?
Jamm, það var ánægjulegt að lesa þetta.
Gerrard kemur einnig með góða punkta varðandi það að veita viðtöl eða veita ekki viðtöl. Hann bendir á hvernig ef hann fer *ekki* í viðtöl, þá sé hann að segja eitthvað óbeint og að efa að hann *fer* í viðtöl, þá er allt túlkað á öfugan hátt. Í raun er hann oft í alveg ómögulegu ástandi varðandi viðtöl.
Við sjáum svo hvað þetta viðtal fær mikla umfjöllun á Bretlandi. Ætli það verði ekki klipptur út hlutinn með að hann ætli að setjast niður með Benitez og það gert að einhverri stórfrétt og gefið í skyn að með því sé hann að segja að hann vilji fara til Chelsea 🙂
Breska pressan vill fá hann í London og mun ekki verða sátt fyrr en hann er kominn þangað, þannig að við verðum bara að þola þetta í bili.
En þetta viðtal við Gerrard var gott. Mjög gott.
Að lokum legg ég til að sá maður, sem lagði til landsleikjahelgi um páskana, verði sviptur starfi sínu!
Þetta er ánægjulegt að sjá… SG er náttúrulega í dag táknrænn fyrir Liverpool… eins og nokkrir hafa áður verið, Fowler, Owen, Redknapp, McManaman o.s.frv. og enginn af þessum er lengur í LFC….
Ég á von á því að Benitez nái að sannfæra Gerrard um eitt en tímabil og hann geri miklar hreinsari á liðinu og vonandi, vonandi án meiðsla náum við að vera í topp 3 allt næsta tímabil!
tillykke með páskana
Mér finnst eins og þeir ætli að ræða framtíð hans hjá félaginu í lok tímabilsins…En ég vona náttúrulega að sjálfsögðu að svo sé ekki! 😉
Er bara að velta fyrir mér hvað Óven sagði síðasta sumar. Er ekki að fara en farinn viku seinna. Bara að velta þessu fyrir mér sko. Annars alveg sáttur með að Gerrard tjái sig loks um þetta mál. Mar er búinn að sitja og horfa á leiki þar sem hann hefur hengt haus og ekkert gert, frekar en aðrir í liðinu. Þá fer ímyndunaraflið í gírinn. Vona þó að gaukurinn verði. Eins og Einar eða Kristján hafa bent á hér á síðunni þá er Gerrard-Alonso parið eitthvað sem mar getur alveg haft lyst á að fylgjast með í framtíðinni.
Málið er öðruvísi en með Owen. Hjá Owen lá mikið á að skrifa undir nýjan samning, þar sem hann atti aðeins 12 mánuði eftir.
Gerrard á hins vegar meira en 2 ár, þannig að það er ekki lífsnauðsynlegt að fá hann til að skrifa undir nýjan samning í sumar.
Ég er svo hjartanlega sammála honum Einari að ætti að svipta þann starfinu sem datt í hug að hafa landsleiki yfir páskana….
Annars var gaman að lesa þennan pistil hjá Gerrard. Gerrard er liverpool leikmaður og verður það þangað til hann er búin að skrifa undir samning hjá einhverjum öðrum, á annað hlusta ég ekki á… Og þeir sem efast um hollustu hans mega bara eiga sig hvað mig varðar…
Kv. Stjani
Thank you Stevie :biggrin: :biggrin2: :blush: :laugh:
er viss um að hann verði næsta tímabil en fari sumarið 2006 :confused: vona þó ekki :biggrin2:
Voðaleg jákvæðni er þetta, afhverju fáum við ekki smá neikvæðniskammt með umfjöllun um nýjasta markmannsgerpið okkar?
http://www.football365.com/news/story_147473.shtml
Fín fyrirsögn, sómir sér vel í minningabók markmanna Liverpool 😡
erm, eiginlega segir Owen málið okkur það að við verðum að redda Gerrard í sumar eða selja hann. Ef við verðum með Gerrard í biðstöðu í sumar og framan af næsta vetri verðum við komnir með Owen pakkann á þetta. SEM MÁ EKKI.!
Þannig að það þarf að fást annað hvort framlenging á samning hjá Gerrard í sumar eða sala. Punktur. Ef hvorugt næst þýðir það sama rugl næsta vetur, fer hann/fer hann ekki, blablabla og haustið 2006 þurfum við svo að selja hann á skít og kanil vegna þess að annars fer hann á frjálsri sölu 2007! Gaman að Gerrard sé að gefa frá sér hljóð um að e.t.v. langi hann til að vera áfram, en þangað til hann klippir á kjaftæðið og skrifar undir framlengingu verður þetta alltaf vafamál og því miður, fyrirliðinn okkar að búa til óþarfa fyrirsagnir í gulu pressunni…
Gott mál að Gerrard sé að tjá sig um málið.
Ég vil alls ekki missa Gerrard.
En ég get ekki séð úr þessu viðtali að hann sé búinn að gera upp hug sinn!!! Ef það gerir mig svartsýnismann og úrtölumann þá “so be it”.
Hann ætlar að skoða málin með Benitez í sumar segir hann…. skoða málin!!!!!
Ég segi bara að ég frábið mér annað tímabil eins og þetta þar sem eintómar vangaveltur um hvort hann sé að fara eða ekki tröllríði húsum. Annað hvort skrifar Gerrard undir framlengingu á samning sinn í sumar eða hann verður seldur.
Hugsanleg atburðarrás:
Við rétt missum af fjórða sætinu í PL eftir “blóðuga” lokabaráttu. Mikið skrifað og skrafað alls staðar. Gerrard tilbúinn að vera áfram en vill ekki framlengja samninginn sinn.
“Gefa þessu séns í eitt ár enn.” 😡
Stjórnin sættir sig ekki við þá framvindu og vill frekar selja núna til að forðast annað Owen klúður.
Real Madrid kaupir Gerrard fyrir 28 millur og eitt stykki Michael Owen!!!!!!
:biggrin: :biggrin: :biggrin:
It was a good thing that Gerrard Did staying at liverpool. Well in gerrard
Ey m8. Gerrard is da best player in the world. gud job he stayed m8 coz well be lost wiv out him. Gerrad lad!!!!!