Ja hérna!!
Núna berast jákvæðar meiðslafréttir af Liverpool TVO daga í röð. Það hreinlega hlýtur eitthvað slæmt að fara að gerast.
En allavegana, þetta var það síðasta, sem ég átti von á að heyra:
[Rafa: Cisse may be back this season](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N148317050331-1226.htm)!!!!!
>”Cisse is now training again with the team. He is doing all the warm-ups and he’s kicking the ball again,” said Benitez.
>”I’m very happy with him. He’s running well and doing a lot of hard work with the physios with the ball. Yesterday, he completed a full warm-up.
>”After talking with my assistant Paco Ayesteran, who controls the fitness coaching, we no longer believe it’s impossible he’ll play this season.
>”We have to listen carefully to the doctors. We know how much Cisse wants to play, but they will decide for us. But because there are still two months of the season left, we think there is enough time for him.
Hversu yndislegt væri það ef allt færi að óskum og bæði Djib og Xabi myndu spila aftur fyrir okkur á þessu tímabili!
Með fullri virðingu fyrir Milan Baros… en ef ég sé Djibril Cissé og Fernando Morientes spila í framlínunni saman, með Steven Gerrard og Xabi Alonso fyrir aftan sig, áður en þetta tímabil er úti þá mun ég fagna í maí, sama hvernig tímabilið endar!
Þetta eru náttúrulega ótrúlega góðar fréttir. Svo er Traoré kominn aftur, Xabi Alonso að byrja að æfa á ný í lok vikunnar og víst bara örstutt í að Josemi verði leikfær að nýju. Svo gæti Chris Kirkland náð að spila fyrir lok leiktíðarinnar líka.
Þetta er allt að gerast. Það verður vissulega sætt þegar Rafa getur í fyrsta skiptið stillt upp sínu sterkasta liði, valið úr öllum hópnum og haft liðið nákvæmlega eins og hann vill!
Góðir dagar. Hlakkar til á laugardaginn. 🙂