Guess who’s back!
**Xabi Alonso** spilaði seinni hálfleikinn með varaliðinu gegn [Leeds í kvöld](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N148399050406-2248.htm) og komst í gegnum það án áfalla. Hann ætti því að vera á bekknum gegn Man City og hugsanlega í byrjunarliðinu gegn Juve á Delle Alpi. Alonso hefur ekki spilað síðan að Frank Lampard [fótbraut](http://www.telegraph.co.uk/sport/graphics/2005/01/05/ualonso.jpg) hann.
Yndislegt alveg hreint!
Vá!
Þvílíkar fréttir! Gerrard og Alonso á miðjunni. SNILLD! :rolleyes:
frábært nema hvað að það er eitthvað skrýtið við að segja að lampard hafi fótbrotið hann. hljómar einsog viljaverk sem þetta var nú ekki…. annars góðar fréttir
Nú er ég langt kominn með að fá draum minn uppfylltann. Hann er sá að Liverpool og Chelsea komast áfram í CL og keppa í næstu umferð þar sem Alonso mun hefna sín duglega á Frank Lampard….allavega tækla hann hressilega svo að hann gleymi því ekki hvar Alonso ættin keypti ölið! :biggrin:
En ég er farinn að hafa trú á því að við virkilega eigum séns á 4.sætinu núna sérstaklega eftir að Alonso er að koma aftur og að við erum aðeins 1 stigi á eftir þið-vitið-hverja-ég-er-að-tala-um. Hlakka til sumarsins!!!
Ekkert rugl, best bara að vinna kvikyndið 😉
Hreint út sagt frábærar fréttir. Alonso að koma til baka. 🙂
Á eftir Carragher er hann minn uppáhaldsleikmaður í dag. Ég var eyðilagður maður í marga daga þegar Lampard framkvæmdi glórulausa skriðtæklingu og fótbraut hann. Enginn að segja það að það hafi verið viljaverk en tæklingin var út í hött og hafði hræðilegar afleiðingar. Ég hef ekki litið Frank Lampard sömu augum síðan.
En nóg um það, Xabi er að koma til baka og vonandi nær hann sínu fyrra formi að fullu aftur.
Spennandi tímar framundann.