Mjög gott viðtal við [Djibril Cisse í The Mirror](http://www.mirror.co.uk/sport/sporttop/tm_objectid=15395747%26method=full%26siteid=50143%26headline=call%2dme%2dmr%2dmiracle-name_page.html), þar sem hann talar um meiðslin, leikinn á móti Juventus og hvernig fótbrotið hefur breytt viðhorfi hans gagnvart fótbolta. Einhvern veginn hef ég þann grun að Djibril Cisse muni snúa aftur á næsta tímabili mun betri leikmaður en hann var fyrir fótbrotið, með mun betra viðhorf gagnvart fótbolta og Liverpool.
Viðbót (Kristján Atli): Það er náttúrulega frábært að lesa þetta viðtal og sjá viðhorf drengsins til “starfs” síns. Ég hef fylgst með Cissé lengi, lengur en flestir, og hlakkað til að sjá hann hjá Liverpool alveg ótrúlega lengi. Síðasta haust rættist það loksins og mér fannst hann óneitanlega sýna getu og hæfileika til að geta orðið eitthvað svakalegt fyrir liðið.
Hins vegar fannst mér hann enn vera óreyndur hvað skapið varðaði, hann var óþolinmóður í haust og alltaf fljótur að pirra sig á kringumstæðum. Sérstaklega fannst honum erfitt að vinna með Milan Baros – við vissum alltaf að það þyrfti að gefa þeim tveim tíma til að ná saman en Cissé var alltof fljótur að láta ‘þröngsýni’ Milans fara í taugarnar á sér og mér fannst það koma niður á leik þeirra beggja. Enda var Rafa farinn að nota bara annan þeirra í einu áður en Cissé meiddist.
En í dag virðist Cissé hafa haft nægan tíma til að hugsa um knattspyrnu, um sig og sína spilamennsku og ég vona að hann snúi ekki aðeins aftur með alla sína getu og sína hæfileika ósnerta, heldur einnig með meiri þolinmæði og betra viðhorf. Ég trúi því ennþá að Cissé sé, og muni verða, okkar framherji #1 næstu árin.
Snilld. Kvöldið í kvöld getur ekki komið nógu fljótt!
Váá!! Ég verð að viðurkenna það fúslega jafnt sem frjálslega að ég er að upplifa geðshræringar eftir að hafa lesið þessa grein.. Rann kalt vatn milli skinns og hörunds og þurfti ég tvisvar að stöðva lesningu einfaldlega vegna þessa að ég fann mig úr jafnvægi andlega
Ég veit ekki hvað skal segja! Lord it´s a miracle eða Doctor it´s steroids? Þó þegar öllu er á botninn hvolft er ég bara svo ánægður fyrir hönd Cissé að ég er í sjöunda himni hérna…..
….en samt svo skíthræddur!!
Cisse er sterkari einstaklingur eftir þessi meiðsli og hefur alla hæfileika til að verða striker nr. 1 hjá LFC í framtíðinni.
Ég vona hins vegar að við þurfum ekki að nota hann í kvöld gegn Juve….
Verð á pubbnum hérna í Kóngsins og styð okkar menn með kaldan Carlsberg á kantinum….
Samkvæmt þessari grein virðist hann hafa gert sér grein fyrir því að þeir eru ekki að fá bara fáránlegar upphæðir fyrir áhugamál sín, heldur er horft á þá öfundaraugum um allan heim fyrir vinnu sína. Vonandi gleymir hann ekki þessu blaðaviðtali þegar nokkrir mánuðir verða liðnir og hann farinn að lemja inn mörkunum
En ég segi það út svo allir sem þessa síðu lesa að sá sem gerir mark fyrir okkur sem verður til að það slái út vitleysingaliðið Juventus, mun hækka verulega í áliti hjá mér! Ef það verður Igor Biscan að so be it! :biggrin2: