Svo það sé alveg á tæru, þá eigum við Chelsea í undanúrslitum og fyrri leikurinn er á Stamford Bridge. Leikjaplan næstu daga lítur svona út
16. apríl lau: Tottenham á Anfield
20. apríl mið: Portsmouth á útivelli
23. apríl lau: Crystal Palace á útivelli
27. apríl mið: Chelsea á Stamford Bridge
30. apríl lau: Middlesborough á Anfield
3. maí þri: Chelsea á Anfield
8. maí sun: Arsenal á útivelli
15. maí sun: Aston Villa á Anfield
Semsagt, nokkuð létt prógram framundan 🙂
Ef við komumst í úrslit í Meistaradeildinni, þá er sá leikur í Istanbúl, miðvikudaginn 25. maí
Átta leikir á einum mánuði? Djísús…
Legg til að Welsh, Potter, Warnock, Carson, Whitbread, Raven, Smyth, Foy, Smicer og jafnvel Emile Heskey verði í byrjunarliðinu á laugardaginn. Við þurfum að hvíla menn fyrir átökin framundan, og það er betra að gera það á Anfield á laugardag heldur en í útileikjunum sem framundan eru!
Annars bið ég bara að heilsa … farinn til London fram yfir helgi. 🙂 Take it away, Einar…
Já tökum nettan Ferguson á þetta og spilum bara varaliðinu í mikilvægum leik á móti Tottingham Rovers.
Við verðum að spila eins sterku liði og hægt er í hverjum einasta leik það sem eftir er. 8 Bikarúrslitaleikir framundan.
Nákvæmlega. Fara að nýta Heskey betur, hann hefur ekki sést í allan vetur! :biggrin2:
Er það ekki rétt munað hjá mér að Liverpool hafi verið hársbreidd frá því að vinna Chelsea í bikarúrslitaleiknum? og að við hefðum líka átt að vinna leikinn á nýársdag? Svo man ég reyndar ekkert hvernig hinn leikurinn á móti Chelsea var í deildinni. Eru menn til í að hressa uppá minni mitt?
Eigum við ekki alveg að geta unnið þetta helvítis lið? (með fullri virðingu fyrir Eiði) 🙂
Hannes:
[Chelsea leikur 1](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2004/10/03/17.11.28/)
[Chelsea leikur 2](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/01/01/14.51.45/)
[Chelsea leikur 3](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/02/27/18.36.53/)
Og já, við hefðum getað unnið alla leikina, sérstaklega leikinn á Anfield.
Þegar maður kíkir á þessar greinar um leikina 3 gegn chelskí þá finnur maður hvernig blóðið hitnar í æðunum! Sérstaklega tapið á Anfield sem er þjófnaður ársins í enska boltanum 😡
Ég fer að hallast að því að Liverpool muni klára þetta einvígi, sérstaklega í ljósi þess að seinni leikurinn er á Anfield og Alonso, Cisse og fleiri góðir eru að koma til baka!
Smá vangavelta, ef við vinnum CL erum við þá automatic inni næsta ár eða..?
Takk Einar! 😉
Og Svavar: Já Liverpool fá sjálfkrafa sæti í meistaradeildinni næsta ár þegar þeir vinna meistaradeildina í ár! En þeir taka líka fjórða sætið til að gera þetta öruggt! :tongue:
Ef við vinnum Meistaradeildina en lendum í fimmta sæti, þá þarf enska knattspyrnusambandið að sækja um það til UEFA að Liverpool fari í Meistaradeildina í stað Everton. Það verður að teljast nokkuð líklegt að enska knattspyrnusambandið myndi gera það.