Rafa ver Fernando

Rafa Benitez hefur í kjölfar laugardagsins [varið Fernando Morientes](http://www.teamtalk.com/teamtalk/News/Story_Page/0,7760,1776_416161,00.html). Ég er nokkuð sammála orðum Rafa en það er greinilegt að Rafa hefur tekið eftir því hversu illa Fernando hefur gengið með Liverpool, einsog ég benti á í síðust [leikskýrslu](http://www.kop.is/gamalt/2005/04/16/16.16.36/)

>”He needs to score, when you have two clear cut chances like that you must score.”

>”It has been difficult for him to adapt to English football because he did not play a lot for Real Madrid earlier in the season. His physical condition is not the best now and he needs to be quicker.”

>”But he will be much better next season when he has had a full pre-season’s training with us. He is a skilful player with good movement.”

Nákvæmlega. Morientes hefur alls ekki náð sér á strik með okkur í vetur, en ég er fullviss um að hann muni standa sig á næsta ári þegar hann hefur vanist enska boltanum og komið sér í betra form.

5 Comments

  1. Af hverju finnst mér eins og Liverpool leikmenn séu aldrei lélegir, heldur bara það að þeir séu ekki í formi eða eitthvað. Sjálfur held ég með Newcastle, og Patrick Kluivert er t.a.m. maður sem er ekki verri en Morientes, en aldrei hef ég séð í fréttum að Kluivert þurfi að fá sumarið til að aðlaga sig að enska boltanum eða eitthvað þannig, einungis það að hann hafi verið lélegur. Annars hefur Kluivert verið mikið meiddur, en samt skorað meira en Morientes í álíka mörgum leikjum.

    Svo ég taki annað dæmi þá sagði einn Liverpool stuðningsmaður mér það um daginn að Erik Meijer hefði verið dýrkaður í Liverpool. Ef svo er þá hlýtur maðurinn að hafa verið mjög viðkunnalegur, því að í rúmlega 20 leikjum fyrir Liverpool skoraði hann ekki eitt mark.

  2. Það er erfitt að svara fyrir það sem þér finnst. Mér hefur til dæmis alltaf fundist leiðinlegt í sundi en þú veist sennilega ekki afhverju.

  3. Synir okkur mikilvaegi Milan Baros, sem ad minu mati er longu buinn ad sanna sig. Selja hann vaeri faranlegt.

    Thad er ekki haegt ad treysta a ad kaupa betri framherja.

    Auvitad ma gefa Morientes meiri tima, hann er ny byrjadur spila aftur og er ekkert alslakur.

    Best ad segja sem minnst um Patrick Kluivert og Newcastel lidid.

  4. Ég veit vel að Newcastle hafa verið hörmulegir… ætla ekkert að verja þá. En Patrick Kluivert hefur ekkert verið að gera verri hluti fyrir Newcastle heldur en Fernando Morientes fyrir Liverpool. Hann skoraði t.a.m. sigurmörkin bæði gegn Chelsea og Tottenham í bikarnum og kom liðinu í undanúrslit bikarsins. Og þegar menn tala um að Morientes sé ekki í formi, þá langar mig nú að benda á að maðurinn átti besta tímabil ævi sinnar í fyrra, var svo á EM í sumar, svo að ef að 6 mánuðir í herbúðum Real Madrid fara svona með formið á varamönnum, þá er nú eitthvað að.

  5. Reyndar skoraði Meijer 2 mörk fyrir Liverpool. Bæði gegn Hull. Já þeir gerast varla betri.

Möguleikar á fjórða sætinu

Helgarpælingar