Crystal Palace á morgun!

milan_rihilati.jpg Okkar menn ferðuðust norður frá Portsmouth eftir leik miðvikudagsins, en stöldruðu við í London í stað þess að fara alla leið heimtilsín. Þar hafa þeir verið síðustu tvo dagana, fóru víst saman í paintball í gær að mér skilst (í alvöru) og hafa almennt bara verið að gera sig klára fyrir næsta úrslitaleik tímabilsins: Crystal Palace á morgun!

Það virðist bara vera þannig þessa dagana að hver einasti leikur er úrslitaleikur. Það á vissulega við á morgun, ef við vinnum ekki gegn Palace á morgun erum við endanlega úr leik í baráttunni um fjórða sætið, jafnvel þótt Everton tapi líka fyrir Birmingham á morgun. Segjum að það gerist, þá væru þeir enn þremur stigum á undan okkur og með fjóra leiki eftir, við þrjá. Það er ekki nóg að mínu mati, til að hirða fjórða sætið.

En allavega, Crystal Palace töpuðu fyrir Blackburn á útivelli á miðvikudag, 1-0, og gerðu þar áður 3-3 jafntefli við Norwich á heimavelli um síðustu helgi. Þeir hafa verið að spila illa og tapa leikjum undanfarið og – sennilega bestu fréttirnar fyrir okkur – Andy Johnson er lentur í mikilli markaþurrð. Held að vítið sem hann fiskaði og skoraði úr gegn Norwich um síðustu helgi sé eina markið sem hann hefur skorað í apríl, og bróðurhluta mars. Þannig að ég sé enga ástæðu til að okkar menn geti ekki unnið ótrúlegt afrek og unnið annan útisigur sinn í röð á morgun.

Hins vegar hafa okkar menn ekki beint verið gjarnir á að fara eftir hefðbundnum leiðum í vetur, er það nokkuð?

Mér skilst að García sé tæpur eftir Portsmouth-leikinn og að Alonso verði jafnvel hvíldur á morgun. Þá finnst mér líklegt að Pellegrino komi inn fyrir annað hvort Carra eða Hyypiä á morgun til að hvíla menn. Þannig að byrjunarliðið á morgun gæti litið einhvern veginn svona út:

Dudek

Finnan – Carra – Pelle – Traoré

Smicer – Biscan – Alonso/Gerrard – Riise

Baros – Morientes

Smicer átti góða innkomu í seinni hálfleiknum gegn Portsmouth og gæti því fengið að byrja á morgun. Þá geri ég ráð fyrir að Morientes verði í byrjunarliðinu á morgun þar sem hann fær “frí” á miðvikudag. Cissé er sennilega ekki enn fær um að spila frá byrjun og því gæti Baros orðið einn frammi á Stamford Bridge í næstu viku.

MÍN SPÁ: Ég spáði okkur 3-0 tapi gegn Portsmouth á miðvikudag og var látinn éta orð mín. Að sjálfsögðu dettur mér ekki í hug að breyta út af vananum fyrir morgundaginn. Við töpum 5-0! 😉

Nei, líklegast þykir mér að við vinnum útisigur í miklum baráttuleik, svipað og gegn Portsmouth um daginn og Norwich í janúar. 2-1 eða 3-1 eru ekkert ólíkleg úrslit, þótt ég væri alveg til í að halda hreinu svona eins og einu sinni.

Ég veit það bara að okkar menn verða að vinna þennan leik á morgun, annað kemur ekki til greina. Svo verðum við að vona að Emile Heskey geri okkur greiða og sjái um Everton á Goodison á morgun! Það yrði snilld!

Áfram Liverpool! Ég hef enn fulla trú á að við getum tekið þetta 4. sæti, en það verður að vinna alla leikina sem eftir eru!

14 Comments

  1. Þó svo að Heskey hafi ekki gert mikla lukku á Anfield þá er hann samt sterkur framherji, ekki hægt að gera lítið úr því ! ?

    Hins vegar er það þannig að þau lið sem koma upp úr neðri deildum eiga oft erfitt með að ljúka “The Premiership” deildinni. Ætli það hafi ekki verið þannig með CP (Crystal Palace) að þeim er að fallast flugið sem þeir hafi verið á (getum sagt að eldsneytistankurinn sé að tæmast).

    Hinsvegar hefur það verið þannig í vetur að þegar Liverpool hefur náð góðum úrslitum á “the final moment” þá klúðra þeir því aftur með snilldarlegu klúðri ? ! ?:confused:

    Það er erfitt að segja með þennan leik þar sem að CP er einsog sært ljón og verður fyrir vikið erfitt viðureignar. Ég þori ekki að spá um úrslitin og verð að viðurkenna að ég óttast þennan leik meira en heitann eldinn !

    Við eigum að mæta Chelsea í næsta leik á eftir og það í CL keppninni og erum við að fara treysta á einhverja varaliðsleikmenn eða ætlar RAFA að leika okkar sterkustu mönnum fram í þeim leikjum sem eftir eru (álagið verður mikið en menn geta hvílt sig í sumar – það er hvorki EM né HM í sumar).

    CP verður skætt í þessum leik, ég efast ekki um það. Hins vegar er það vitað mál að L´pool verður að vinna alla þá leiki sem eftir er bara til að eiga von um 4. sætið og þá Meistardeildasæti á næstu leiktíð (án þess að kaupa sætið af þeim bláu) ! ………………. 😯

  2. Mér svíður í augunum í hvert sinn sem að Sm*c*r er nefndur á nafn. 🙁

  3. Hvad erudi oft bunir ad segja ad tetta 4. saeti se farid? 🙂

    Liverpool er svo sannarlega enn i barattunni. Tad ma ekki gleyma tvi ad Everton (sem er mjog lelegt lid) a eftir ad tapa sinum sidustu 2 leikjum (Arsenal og Bolton uti), na i mesta lagi i 1 stig i teim.

    Tu vilt semsagt meina, ad ef Liverpool og Everton nai i jafnmorg stig i dag ad barattan se topud?

    Blessadur vertu, tu att eftir ad skipta um skodun eina ferdina enn :biggrin2:

    Auk tess tel eg ad Liverpool nai i fleiri stig en Everton i dag.

    To vaeri tad oneitanlega gaman ad sja Bolton eda Everon i CL, fa loksins einhvern pening til ad kauipa ser leikmenn og verda kannski einhver “force” i enskri knattspyrnu, tad tel eg to oliklegt, Liverpool a eftir ad grisast a 4. saetid.

  4. Kallinn – auðvitað eigum við tölfræðilega möguleika alveg þangað til í síðustu umferð, eins lengi og Everton eru bara 3 stigum á undan okkur. EN ég byggi mat mitt á líkum frekar en möguleikum, og Crystal Palace er lakasta liðið sem við eigum eftir að mæta. Hin eru Middlesbrough heima, Arsenal úti og Aston Villa heima. Það eru miklu sterkari lið en CP, þannig að ef við vinnum ekki í dag sé ég ekki af hverju við ættum endilega að geta unnið þá þrjá í röð…

    Það er nú bara það sem ég meina.

    Svo segirðu að Everton séu lélegt lið? Ég er að hluta til sammála því, kannski ekki lélegt en allavega í allt of hárri stöðu í deildinni miðað við getu. En hvað segir það þá um okkar menn að vera 3 stigum fyrir neðan “lélega liðið” eftir 34 leiki? Það er ljóst að þótt framtíðin sé björt og við höfum séð mikla velgengni í Evrópu og Deildarbikarnum í vetur, þá verður Rafa að taka mannskapinn í gegn fyrir næstu deildarkeppni. Við erum búnir að tapa jafn mörgum leikjum og Blackburn, for crying out loud! :confused:

  5. Eg veit ekki hvernig eg a ad utskyra lelegt gengi Liverpool, er ekki haegt ad benda a tetta klassiska, nyr stjori, nyir leikmenn, meidsli, oheppni o.s.frv. ? Auk tess eru teir i CL sem hefur tekid mikinn kraft ur teim.

    Vissulega er erfitt ad rettlaeta ad Liverpool se betra en Everton ef mid er tekid af deildartoflunni. En mitt huglaega mat og mjog liklega flestra annara er tad ad Liverpool er mun betra en Everton.

  6. Vissulega. Liverpool er betra lið en Everton, meira að segja frændi minn – sem er mikill Everton-aðdáandi – sagðist ekki nenna að reyna að ljúga því að sjálfum sér að hans menn væru betra liðið. Að mínu mati sjáum við gæðamuninn í markatölunni – Liverpool er með helmingi fleiri mörk í plús. Þetta kemur til af því að Liverpool hefur verið að reyna að spila flottan bolta og vera eitthvað sérstakt í vetur, en sökum kringumstæðna sem þú taldir til hefur verið erfitt að halda uppi þeim staðli af fótbolta í öllum leikjum.

    Everton hafa á móti verið að vinna varnarsinnaða, baráttuglaða 1-0 og 2-1 sigra í allan vetur. Þeir hafa spilað, leyfi ég mér að segja, Houllier-legan fótbolta. Liverpool töpuðu aldrei 12 leikjum á einu tímabili undir stjórn Houllier, allavega held ég ekki, en þeir spiluðu heldur aldrei jafn flotta knattspyrnu eins og við höfum séð hjá liði Rafa Benítez í vetur. Í því liggur gæðamunurinn.

    Og þegar að aðstæður – meiðslin/breytingarnar/nýr stjóri – eru aftur orðnar stöðugar þá mun liðið fara að sýna þessa knattspyrnu sem það getur sýnt á stöðugri hátt, og þá verður augljóst að Everton eru ekki einu sinni nálægt því að vera jafn gott lið og Liverpool.

    Vonandi kemur þessi stöðugleiki aftur næsta vetur, en til þess að það gerist þarf gæfan að snúast okkur í vil. Megum ekki lenda í jafn miklum meiðslum, megum ekki gera jafn róttækar leikmannabreytingar í sumar – þótt tveir-þrír muni koma og kannski þrír-fimm fara – og Rafa verður árinu eldri og reyndari í ensku deildinni, sem er sú deild sem hann er enn að læra á.

  7. Vel maelt Kristjan, ekki sist tess vegna, vona eg ad Everton og eda Bolton nai tessu 4. saeti svo tau fai sma grundvoll til ad keppa vid tessi topp-lid. Liverpool mun alltaf vera tarna og to svo ad Liverpool-menn segi ad tetta 4. saeti se alveg gifurlega mikilvaegt fyrir ta, ta er 4. saetid miklu mikilvaegara fyrir Bolton og Everton.

    Einmitt i halfleik nuna er stadan Everton 0 Birmingham 1 og tvi ljost ad Liverpool er a leid inni i CL, til hamingju med tad Liverpool menn!

  8. hversu ********** týpískt er að við klikkum í kjölfarið á jafnteflinu hjá Everton. hversu oft höfum við klúðrað möguleikanum á að nálgast Everton enn frekar. við eigum engan veginn skilið að spila í meistaradeildinni að ári. 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡

  9. “Andy Johnson er lentur í mikilli markaþurrð.”
    Gastu jinxað þetta eitthvað meira? Einhver mögulegur séns? Verst að þú sagðir ekki eitthvað skemmtilegt eins og “Sem betur fer er Alonso ekki meiddur”.

  10. Ég ætla nú ekki að vera svo grófur að kenna pistlahöfundi á Íslandi um gengi ensks knattspyrnuliðs, en þetta er engu að síður einstaklega leiðinleg tilviljun… 😡

Aimar til sölu?

Sumarfríið verður stutt í ár!