Eiður Smári

Ég spyr, er þetta nú [til fyrirmyndar](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15454524%26method=full%26siteid=50061%26headline=ref%2dignored%2dalonso%2dplea-name_page.html) hjá landsliðsfyrirliða okkar?

>Alonso’s 88th minute caution followed a challenge on Eidur Gudjohnsen, which TV replays showed involved no contact from the Spaniard.

>Liverpool officials are furious today amid claims **Gudjohnsen taunted Alonso after he toppled without being touched – and told the Spaniard he knew was on a yellow card already and would now miss the return.**

Þetta er allavegana að mínu mati til háborinnar skammar!!!

38 Comments

  1. Það verður gaman að sjá í þættinum hjá Guna á sýn hvort að þeir tali eitthvað um þetta, man þegar Sagnol hjá Bayern fiskaði gula spjaldið á eið, þá töluðu þeir mikið un það hvað Sagnol hefði leikið þetta og verið óheiðarlegur, ef þeir geta nú ekki gagrýnt eið fyrir þetta þá er þessi chelsea- og eiðsdýrkun komin út í rugl. Feitur smári er nú ekki hafin yfir alla gagnrýni.

  2. Það er því miður orðið þannig í nútímaknattspyrnu að svona hlutir eru daglegt brauð. Eins gríðarlega mikilvæg og þessi keppni er, skal enginn reyna að segja mér að Chelsea hafi ekki gert sér grein fyrir því að Alonso yrði í banni fengi hann spjald. Það er leiðinleg þróun, en svona hlutir eru orðnir hluti af taktíkinni, sem er ekki lengur bara bundin við fótboltann sjálfan heldur alla umgjörð leikjanna – þar með talið bönn leikmanna.

  3. Ég er brjálaður út í Eið Smára fyrir að sýna af sér slíkan aumingjaskap, að láta sig detta, sem ég hef hingað til tengt aðallega við ítalska leikmenn. En hann hefur sjálfssagt fengið hrós fyrir þetta “bragð” hjá stjóranum sínum, sem hefur þó ekki getað hrósað honum fyrir frammistöðu í leiknum sem var ömurleg!

  4. ég held frekar að ESG hafi erft þetta frá föður sínum, a.m.k. kæmi það mér ekki á óvart 😡

  5. Tvennt. Annars vegar, hættið þessu væli. Það er ekki eins og Cisse hafi staðið sem fastast í lappirnar þegar þeir bláu nálguðu. Þið getið valið hvort þið trúið þessu eða ekki, en þetta er haft eftir Eið á soccernet.com:

    “There were also suggestions after the match Gudjohnsen had told Alonso after the incident he was aware a caution would result in him being banned from the second leg, delicately balanced at 0-0.

    But Gudjohnsen said: ‘It’s disappointing for him to get the yellow card, but it’s not my decision it’s the referee’s decision.

    ‘I would never try to get a fellow professional booked. The referee just gave the foul and got the book out. I understand his disappointment and it’s a shame for him to miss the next game.

    ‘But I’m a Chelsea player so there’s nothing I can do to stop it. It’s one of those things. I didn’t agree with Joe Cole’s booking either.”

    Hins vegar vona ég leikurinn á þriðjudaginn verði fjörugri heldur en leikurinn í gær. MoM í gær, án nokkurs vafa, var Jamie Charrager.

  6. ESG gat þó REYNT að standa í lappirnar sem hann gerði ekki þar sem hann vissi að Xabi mundi fá bann 😡 sýnir bara innræti ESG að svindla svona 😡

  7. eitt annað CFC: Heldur þú virkilega að ESG hefði látið sig detta ef það væri annar leikmaður sem væri ekki á spjaldi væri í honum :confused:

  8. Svar til Páló:

    Af hverju ætti Eiður að reyna að standa í lappirnar ef jafnvægi hans var raskað og möguleikar hans á því hlaupi sem hann er í verða þannig minni fyrir vikið. Svona er bara boltinn. Ég vil alls ekki ýta undir leikaraskap og fyrirlít hann alveg jafn mikið eins og þið, en eins og þetta kom mér fyrir sjónir í gær hefði ég líka gefið gullt spjald. Alonso dró lestina, ef við getum orðað það þannig, og Eiður féll. Dómarinn var með svipað sjónarhorn og það sem við sjónvarpsáhorfendur sáum og því get ég vel skilið gula spjaldið. Hvað svo sem endursýningar segja. Ég veit ekki til þess að Eiður hafi verið þekktu fyrir leikaraskap hingað til og sé ekki afhverju hann ætti að byrja á því núna. Ég myndi einmitt segja að bæði Chelsea og Liverpool séu með mjög heiðarlega spilara, þeas enga sérstaka “Ronaldo-a”. Þetta er bara oft spurning hvar menn draga mörkin milli leikaraskaps og þess að vera “sniðugur” spilari.

    Hvað Alonson varðar ættuð þið frekar að pirrast yfir því gula spjaldi sem Alonso fékk á ítalíu þar sem hann, algjörlega að óþörfu, hljóp með boltan í burtu og tafði þegar búið var að dæma á hann aukaspyrnu. Gjörsamlega óþarft spjald þar og hann getur sjálfum sér um kennt að hafa fengið það spjald.

  9. Sko þetta sem Eiður gerði var bara til skammar og hann var ekki samkvæmur sjálfum sér hann var fúll og pirraður þegar Sagnol fiskaði Gula spjalldið á hann og þetta var íslendingum til skammar líka :mad:. Ég segi að maður eigi að mætta á næsta landsleik og púa á hann og bulla. En Áfram Liverpool og núna er það bara að rúlla þessu Chelsea liði og taka Eið og pakka honum saman.

  10. Eiður er bara of feitur til að geta hlaupið um þarna á miðjunni, hann var bara búinn þannig að hann lét sig detta þegar Alonso nálgaðist hann.
    Það hefði engu máli skipt hver hefði komið að honum hann hefði samt látið sig detta.

  11. I rest my case also: Hið feita og drykkfellda óskabarn þjóðarinnar er ekki lengur með lappir til að halda búknum uppréttum. Svo koma hirðslefarar hérna og segja þetta sanngjarnt spjald. Eitt það aumasta sem til í er í dag er þetta Chel$ki dótarí sem vissi ekki hvað fótbolti var fyrir 2003.

  12. ég held að við ættum alveg að róa okkur í þessari umræðu. Svona er nú bara boltinn í dag eins og einsidan benti réttilega á. ég er nú viss um að við hefðum ekki kvartað ef Garcia hefði fiskað einhvern sterkan leikmann chelsea í bann eða hvað? ég held ekki. menn eru tilbúnir að gera allt til að vinna og ég er viss um að við hugsum þannig líka.
    þetta gerir okkur bara grimmari og okkar maður mætir ferskur í úrslitaleikinn er það ekki.

    Eiður er lang besti knattspyrnumaður sem við höfum alið og við skulum ekki drulla yfir hann útaf því að hann létt sig detta á móti Liverpool það er ekki sanngjarnt (hefðum líklega kæst heldur betur ef þetta hefði td. verið roy keane) hann er bara snjall svo einfallt er það.

    Svo ef við erum nú að fá Figo þá eigum við nú heldur betur eftir að fá að heyra það… hann er nú ekkert að harka af sér sá maður.

  13. Fyrirgefðu Ingi minn, en ég fæ velgju þegar ég sé svona lagað:

    “Eiður er lang besti knattspyrnumaður sem við höfum alið og við skulum ekki drulla yfir hann útaf því að hann létt sig detta á móti Liverpool það er ekki sanngjarnt (hefðum líklega kæst heldur betur ef þetta hefði td. verið roy keane) hann er bara snjall svo einfallt er það.”

    Af því að hann er íslendingur, þá er þetta bara í fína lagi og hann er hreint út sagt stórsnjall og ákveða að svindla og vera óheiðarlegur. COME ON. Ég hata leikaraskap í boltanum og þá skiptir engu máli hvort Liverpoolmenn eða aðrir eiga í hlut. Finnst þér El Hadji Diouf hrikalega snjall þegar hann fleygir sér á hausinn inni í teig án þess að nokkur komi nálægt honum? Finnst þér virkilega snjallt að koma óheiðarlega fram? Eða á það bara við þegar íslendingar eiga í hlut?

  14. “Af hverju ætti Eiður að reyna að standa í lappirnar ef jafnvægi hans var raskað og möguleikar hans á því hlaupi sem hann er í verða þannig minni fyrir vikið” ætti þá ekki bara að spjalda menn í hvert einasta skipti sem mótherji kemur nálægt manni. þú ert augljóslega að gefa það í skyn að það ætti að dæma svoleiðis nema þú viljir hafa sérreglur fyrir Chelsea og aðrar reglur fyrir hin liðin.

    Annars þá finnst mér fáránlegt að í 2 leikjum liðanna á sísoninu þá hefur dómgæsla algjörlega fallið með Chel$ki, á nýársdag og síðan núna í gær. Ætla rétt að vona að Liverpool fái einhverja dóma með sér á þriðjudaginn þar sem fólk segir alltaf að “dómgæsla jafnar sig út yfir tímabilið” (sem btw er þvæla)

  15. þykir leitt að hafa ollið velgju hjá þér SSteini en ég skal reyna að vanda málfar mitt betur í framtíðinni:confused:

    Auðvita skiptir það máli að hann er íslendingur…. ég get ekki neitað því, og þess vegna finnst mér hart að kalla hann fyllibyttu og fitubollu því ég get ekki séð hvað það kemur málinu á nokkurn hátt við. svoleiðis umræða á betur við á spjallborði liverpool.is (á ekki við um þitt comment steini)

    Eiður er ekki vanur að henda sér í grasið og finnst mér engin ástæða til að afhausa drenginn fyrir þessar misgjörðir sínar. (ég er sammála því að hann hafði rangt við)
    auðvitað er ég hund fúll yfir þessu en þetta er bara svona í dag, en hver er ástæðan?
    Eru það ekki slakir dómarar sem eru alltof ragir við að spjalda menn fyrir þessi bellibrögð? við munum nú eftir Viera í vetur í leiknum á móti okkur. (sem var reyndar bara hlægilegt).

    Menn eru sí leikandi út í gegn, hvort sem verið er að reyna að;

    Toga varnarmanninn með sér niður,
    Gefa smá olnbogaskot
    Æsa menn upp með kjaftbrúki jafnvel kynþáttafordómum.
    Varnarmenn að veifa rangstöðu í þeirri vona að hafa áhrif á línuvörð þó það sé ekki rangstaða
    Rúlla sér tvo auka hringi í grasinu til að mótherjinn fái rautt frekar en gult
    Reyna að skora/ verja með hendinni
    Rífa í stuttbuxur (sem skv. Reglum þýðir rautt spjald.)
    Klípa og hrækja eins og vinur okkar diouf
    Heimta horn þegar þeir vita að það er útspark
    Tefja vísvitandi leikinn
    DRULLA yfir dómarann
    Hefna sín fyrir brot

    Allt þetta mætti flokka undir óheiðarleika jú eða svindl eða hvað?

    Menn ganga einfaldlega eins langt og dómarinn leyfir ekki satt? Við sjáum þetta hverja helgi, því miður og það sorglega er að þetta er orðinn hluti af leiknum hvort sem það er Eiður smári, Diouf eða einhver annar. Þetta er oft á tíðum ekki heiðarlegur leikur og ég segi það aftur, sumir eru tilbúnir að gera allt til að vinna og kannski er það einmitt það sem gerir fótboltann svona magnaðan, þetta er miklu meira en bara leikur.

    Ein spurning í lokin, og ég spyr því ég hef ekki hugmynd um svarið. Haldið þið að Eiður hafi vitað hver það var sem var að elta hann?

  16. svarið við spurningu þinni í lokin Ingi, er einfaldlega JÁ. Ég efast mjög svo stórlega að ESG hefði látið sig detta ef hann hefði vitað að leikmaðurinn sem væri að elta hann hefði ekki verið á spjaldi 😡 En svona er þetta einfaldlega í ættinni hjá honum 😡

  17. Hvernig væri nú að slaka pínulítið á ?
    Páló, villt þú meina að það sé arfgengt að hrasa þegar að þú ert með mann fyrir aftan þig ?
    Er þetta þá genatíst vanda mál….common !

  18. Tvilikt vael einu sinni enn herna um Chelsea :laugh:

    Ofundin er tvilik i gard tessa lids ad tad er med olikindum.

    Vil endurtaka tad einu sinni enn ad ekki er eg Chelsea-madur.

    Hef tetta ekki lengra i bili. Hlakka til ad sja hversu vitlaus eg er nuna ad ykkar mati :biggrin2:

  19. Kallinn – þú ert ekkert vitlaus að mínu mati. Þú veist nákvæmlega hvað þú ert að gera, þú hefur engan áhuga á að koma hér inn og taka þátt í umræðum um hluti – jákvæða sem og neikvæða hluti – heldur bara til að segja okkur hinum hversu miklir vælukjóar við erum fyrir að hafa eitthvað slæmt um eitthvað að segja.

    Þú varst á gulu spjaldi og vissir það, komst samt með þetta komment og virðist bíða eftir því að við æsum okkur. Ég ætla hins vegar ekki að æsa mig. Bara banna þig.

    Þú kommentar ekki oftar hér inni á þessari IP-tölu. Og það mun enginn hér rífast við þig aftur. Þannig að þú getur snúið þér að einhverju öðru – veðrið er flott úti núna, tilvalið að skella sér í sandkassann…

  20. Kallinn – ég var að lesa yfir þau komment sem þú hefur látið falla hér síðan þessi síða var opnuð fyrir ári, og þú ert ekki alltaf með þessi leiðindi. Yfirleitt kemurðu með skemmtilegt innlegg í umræðuna – en af og til er eins og þú njótir þess að reyna að æsa fólk upp.

    Ég ætla að gefa þér annan séns. Ekki misnota hann. Þú getur komið með skemmtileg ummæli þegar þú nennir því, vinsamlegast haltu þig við þau en ekki þessi ummæli sem eru til þess eins fallin að reyna að æsa fólk.

    Ókei?

  21. Já, það verður spennandi að sjá hvað verður sagt í þættinum “Í beinni með Heimi Karlssyni” um þetta atvik og er ég viss um að það verður farið fögrum orðum yfir þetta eins og allt sem viðkemur Eiði Smára. Ég þakka samt Guði fyrir það að hafa fjárfest í SKY til þess að þurfa ekki að hlusta á þessa vitleysinga á SÝN hreinlega fáða yfir Eiði Smára í hvert skipti sem hann er á skjánum! Það sem ég óska mér er að við klárum Chelsea í seinni leiknum til að þurrka þetta glott af Chelsea-liðinu en það er sú hefnd sem er sætust.

    Chelsea leikmenn sem og þjálfarar eru að reyna að æsa LFC í eitthvað sálfræðistríð en málið er að það tekst ekki. Menn ættu að vera farnir að sjá það eftir öll þessi ár að ef þú ferð á veiðar og særir skógarbjörninn í staðinn fyrir að drepa hann, þá kemur hann ennþá reiðari til leiks næst. Í þetta skiptið vil ég sjá skógarbjörninn éta bráðina og taka sér tíma við þá iðju. NAMMI NAMM! 😡

  22. Vissulega er þetta ekki glæsileg framkoma hjá Eiði… en ég verð nú að segja að ef að ég hefði verið í hans sporum þá hefði ég eflaust gert nákvæmlega það sama… hann er bara að pirra hann og vonast til að hann brjóti aftur af sér og verði rekinn út af. Mind games all over the place.

  23. Eg takka sensinn Stjani minn 🙂

    Sagdi bara skodun mina og ad minu mati er tetta vael to ad tu sjair tetta odruvisi, tad virdi eg. Takka einnig hly ord i minn gard i seinna commenti tinu. Vil einnig taka tad fram ad eg hef aldrei verid med skitkast i einn ne neinn to ad tu viljir ( kannski rettilega 😉 ) meina ad eg se ad aesa menn upp. Skodadu t.d. commentin hja tessum Páló, eru tau i finu lagi? Ad minu mati eru min comment oskop saklaus vid hlidina a teim.

    Eitt er to ljost : Tad var domarinn sem gaf gula spjaldid, ekki Eidur Smari. Hef ekki fleiri ord um tetta mal.

    Bless i bili 🙂

  24. Eiður hefur átt smávegis í mínum beinum eins og flestir íslenskir knattspyrnumenn sem hafa náð langt á erlendri grund…. sérstaklega í enska boltanum.

    Eftir þessa svívirðilegu hegðun gegn Alonso mun ég ekki líta hann sömu augum. Ok hann lét sig detta ( sem er náttúrulega ekki ok.) en að nudda salti í sárin hjá Alonso með því að glotta framan í hann og klappa honum á kollinn eins og hann gerði get ég ekki fyrirgefið í bráð.

    Það er ekki einleikið að Chelsea skuli koma svona skuggalega við sögu Alonso á þessu tímabili. Heyra svo múrinó eftir leikinn þar sem hann gat vart haldið í sér hlátrinum yfir því að Alonso væri í banni næsta leik. Nú er svo komið endanlega, að ég hef andstyggð á flestu við þetta Chelsea lið, líka Eið Smára!!!!!!!!

    Ég vona svo heitt og innilega að okkar menn slái þetta lið úr keppninni.

    Ef það tekst, þá er það einn stærsti sigur í sögu Liverpool.

  25. Tilvitnun Ingi T:
    [blockquote]ég get ekki neitað því, og þess vegna finnst mér hart að kalla hann fyllibyttu og fitubollu því ég get ekki séð hvað það kemur málinu á nokkurn hátt við. svoleiðis umræða á betur við á [b]spjallborði liverpool.is[b] [blockquote]

    Mér finnst það skot fyrir neðan beltisstað að blanda spjallborði liverpool.is inn í umræðun á þennan hátt. Engan veginn verðskuldað.

  26. Páló: Ég einfaldlega nenni ekki að svara þér….þú ert í mínum augum of langt leiddur til þess að sjá eitthvað annað en það sem þú vilt sjá og hlustar í rauninni ekki á það sem aðrir hafa að segja

    Gunnar: Ég er búinn að halda með Chelsea lengur en þig grunar. Nigel Spankman var mitt goð á sínum tíma með Paul Parker í vörninni og Dennis Wise á miðjunni(ahh good times…)

    Aðrir: Ég skal vera fyrsti maður til að óska ykkur til hamingju ef þið sigrið á þriðjudaginn. Ég nenni ekki að standi í einhverri fýlu, lífið býður uppá meira en það. Ef Liverpool sigrar þá eiga þeir sigurinn skilið, sem og Chelsea ef þeir sigra. Ég leyfi mér að fullyrða að 98% ykkar hefðu gert það sama og Eiður(Þar með talið EÖE), þannig að ég leyfi mér einnig að flokka þetta sem væl í ykkur. Ég er ekki hérna til þess að ergja ykkur heldur aðeins til að benda ykkur á að það eru aðrir sem hafa ólíka skoðanir og hafa einnig eitthvað til síns máls. T.d má nefna fyrir þá sem er svekktir yfir því að Eiður stóð ekki í lappirnar, afhverju lét Charrager sig falla eftir hornspyrnuna þegar RC togaði í öxlina á honum(sem nb. var alveg hægt að dæma víti á hefði hornspyrnan verið á kollinn á JC)? Einmitt til þess að láta brotið líta verr út og reyna að fá dómaran til þess að dæma vítaspyrnu. Ég, líkt og þið, vitum að JC er heiðarlegur leikmaður sem myndi ekki standa í því að vera með einhvern leikararskap. Samt sem áður datt hann við brot RC. Ég veit að ég hefði alveg getað staðið í lappirnar hefði ég reynt það, sem og flestir af ykkur. Samt féll hann í teignum án árangurs. Svona er þetta bara!

  27. Þetta eru nokkuð magnaðar umræður hérna. Nokkrir punktar:

    – Ef Eiður datt óvart, einsog einhverjir hafa haldið fram, þá hefði hann átt að láta dómarann vita þegar hann sá að hann ætlaði að spjalda Xabi

    – Það er magnað hversu breyttan standard menn hafa útaf því að Eiður er Íslendingur. Allt í einu er svona framkoma bara “partur af leiknum” og merki um hvað hann sé snjall leikmaður. Það er náttúrulega fáránlegt að halda því fram. Eflaust má kalla hann snjallan, en hann er líka óheiðarlegur. Ef skórinn væri á hinni löppinni, þá er hætt við því að Chelsea menn væru alveg snældu vitlausir yfir slíkri hegðun. Þeir leikmenn, sem láta sig detta og núa því um nasir á leikmanni að hann verði í banni í næsta leik, eru ekki hátt skrifaðir hjá mér. Alveg sama hvert þjóðerni þeirra manna er.

    Það er einfaldlega ekki rétt, CFC að “98% ykkar hefðu gert það sama og Eiður”. Að mínu mati **þá er versti glæpurinn sá að nudda Alonso uppúr spjaldinu**. Það er að mínu mati hegðun, sem er til háborinnar skammar og nokkuð, sem ætti ekki að sjást. Það sýnir líka hver ásettningurinn var.

    Kallinn segir:

    >Tvilikt vael einu sinni enn herna um Chelsea 🙂

    >Ofundin er tvilik i gard tessa lids ad tad er med olikindum.

    Þetta er náttúrulega varla svaravert. Hvað kemur gagnrýni á óheiðarlega framkomu öfund við? Nákvæmlega ekki neitt! Eiður lét sig detta og við gagnrýnum það. Það hefur ekkert með öfund að gera.

    Það er líka óþolandi að fá svona komment á þessa síðu. Við skrifum fleiri þúsund orð í hverri viku og einhver smár hluti af þeim fjalla á neikvæðan hátt um Chelsea. Að gefa það í skyn að okkar skrif einkennist á einhvern hátt af einhverri Chelsea öfund er út í hött.

    Chelsea er efsta liðið í deildinni og þeir hafa stöðugt verið orðaðir við einn okkar besta mann, þannig að það er eðlilegt að umfjöllun okkar snúist að Chelsea. Það er hins vegar að mínu mati fjarri sannleikanum að umfjöllun okkar um það lið hafi verið ósanngjörn. Vanalega reynum við að takmarka ómálefnaleg skot einungis við Manchester United 🙂

    Annars er magnað að stuðningsmenn Liverpool, sem senda hérna inn komment, gera það undir nafni, en stuðningsmenn annarra liða gera það undir dulnefni (CFC, Kallinn). Skrifið undir nafni. Við erum ekkert að fara að hringja í ykkur útaf þessum ummælum. Það gerir ummæli ykkar einungis trúverðugari.

    Annars, þá fannst mér þessi kafli úr [Guardian greininni](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1472827,00.html), sem Hafsteinn sendi inn, vera góður:

    >The Spaniard was inconsolable in the dressing room at Stamford Bridge, **with his team-mates pledging to secure passage to the final in Istanbul next month in his absence**. “He was distraught after the game and I feel for him because I know how much he wanted to play in what will be a massive game at Anfield,” said Steven Gerrard, who had had an abscess drained at a London hospital before Wednesday’s game. “**That is a definitely a motivation for everyone, to get through so that Xabi will be able to play in the final.**”

    Nákvæmlega! Ég er sannfærður um að þessi hegðun hjá Eið Smára mun gera það að verkum að Liverpool menn verða 10 sinnum ákveðnari í að klára þetta og tryggja farmiðann til Istanbúl. Ég er allavegana orðinn verulega spenntur!

  28. En þetta er samt minni missir núna þar sem að Hamann verður kominn aftur… Ef Liverpool kemst svo í úrslit þá ná þeir væntanlega að stilla upp sínu sterkasta liði… Hamann Alonso Gerrard á miðju og Cisse frammi (Baros má verma tréverkið til eilífðar mín vegna)

  29. CFC! þú hefur nákvæmlega engin svör og þess vegna geturu ekki svarað mér. vertu síðan ekki með þessar dylgjur í minn garð 😡

  30. Óheiðarleiki er klárlega hluti af íþróttakappleikjum þar sem ótrúlega margir reyna að fara eins langt og mögulegt er ti að klekkja á andstæðingnum. Oft er það nú samt að menn gera eitthvað ákveðið án þess að hugsa neitt sérstaklega út í afleiðingarnar fyrr en síðar.
    Það var óþarfi hjá Eið að glotta og klappa Alonso (ögra) strax eftir spjaldið.
    Annað er hluti af leiknum og life goes on… hvort sem Eiður er Íslendingur eða Belgi þá er hann góður knattspyrnumaður sem er að sjálfsögðu ekki yfir neina gagnrýni hafinn.

    Legg til að Karþagó verði lögð í eyði… nei nei að allir skrifi undir nafni hérna inni… gerir “debate” skemmtilegri og menn fela sig ekki bakvið nafnleynd.
    Njótið helgarinnar

  31. Vil beinda á eitt sem ég hló upphátt af hérna einn heima. Þvílíkt bull.

    ,,afhverju lét Charrager sig falla eftir hornspyrnuna þegar RC togaði í öxlina á honum(sem nb. var alveg hægt að dæma víti á hefði hornspyrnan verið á kollinn á JC)?”

    Ég bara verð að spyrja, síðan hvenær þarf boltinn að vera upp við leikmanninn til að dæmt sé víti/aukaspyrna? Bara svona þér að segja vinur, þá skiptir engu máli hvar boltinn er, ef brot er framið skal aukaspyrna(vítaspyrna í þessu tilfelli) dæmd og hún tekinn frá brotstað.

    Gott dæmi um þetta er að ekki alls fyrir löng var leikur(í spænska boltanum minnir mig, en það skiptir svo sem ekki öllu). Varnarlið nær að hreinsa frá eftir að sóknarlið hafi sent boltann fyrir mark þeirra. Varnarlið er með boltann á eigin vallarhelmingi og allt í einu flautar dómarinn og dæmir víti. Enginn skyldi neitt í neinu. Síðan kom það í ljós að varnarmaður hafið labbað að sóknarmanni, innan teigs er þeir voru að labba/hlaupa út, og gefið honum olnbogaskot.

    En mitt mat á þessu er ekkert brot. Xabi Braut aldrei á Eið Smára sem hefði átt að standa þetta af sér. Hann hins vegar missti boltann og langt frá sér, finnur fyrir Xabi og kastar sér í jörðina. EN, fyrst að dómarinn flautar þá verður hann að spjalda Xabi. Hann væntanlega metur þetta sem svo að Xabi hafi á einhvern hátt hindrað Eið, og þar af leiðandi hindrað hraða sókn(reyndar fékk Makalele ekki spjald fyrir nákvæmlega þannig brot á Cissé, en það er annað mál). Einnig var Xabi búinn að fá tiltal og það hefur væntanlega auðveldað dómaranum ákvörðunina um spjaldið.

    Bottom line: Eiður átti að standa í lappirnar. Þetta var aldrei brot. En fyrst dómarinn metur þetta sem brot, þá skil ég spjaldið vel. Xabi þarf ekkert að skammast sín. Hins vegar myndi ég horfa í eigin barm ef ég væri Eiður Smári eða Alan Sars.

  32. Innvortis: Vissulega rétt hjá þér, dómarinn hefði getað dæmt vítaspyrnu jafnvel þótt að JC hafi ekki átt séns í boltan. Mistök af minni hálfu. Það sem ég vildi hins vegar segja með þessu var að JC hefði ekki þurft að detta. Hann sá kannski, svipað og þú segir um Eið, að hann átti ekki séns í boltan og lét sig því detta. Ég var bara að reyna að benda mönnum á að svona er boltin í dag. Menn detta jafnfel þó þeir gætu alveg staðið í lappirnar, sama hversu heiðarlegir þeir eru. Reyndar er síðan falltíðnin og leikaraskapurinn sem fylgir því oft það sem fer í taugarnar á fólki.

    Einar: Ég er sammála því að auðvita á Eiður ekki að vera að nudda Alonso uppúr spjaldinu. Ég man ekki eftir að hafa séð það í útsendingunni(sástu þú eitthvað?) en miðað við myndina frá páló lítur út fyrir að eitthvað hafi farið þeirra á milli. Hinsvegar vitum við ekki hvort eitthvað hafi verið búið að fara þeirra á milli fyrr í leiknum. Maður verður jú ekki var við allt sem gerist þegar maður horfir á þetta í imbanum.

    Páló:…..:)

  33. Það er smá munur á Carra atvikinu og Eið Smára atvikinu. Það er klárlega brotið á Carra, en það er aldrei brotið á Eið. Carra dettur við brot. Eiður dettur við…tja, ég veit ekki ennþá við hvað. Ef ekki við ,,tilhugsunina að fá Xabi í bann” þá er ég lens.

Luis Figo til Liverpool í sumar?

Boro í dag